Dekkjakurl á sparkvöllum við grunnskóla í Kópavogi fjarlægt

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum í vikunni að lokið verði við að skipta út gúmmíkurli úr dekkjum á sparkvöllum við grunnskóla bæjarsins á árinu. Hagur barna er hafður að leiðarljósi í ákvörðun bæjarstjórnar að því er fram kemur í tillögunni sem lögð var fram af meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.

Ákvörðun bæjarstjórnar þýðir að endurnýjun sparkvallanna verður flýtt miðað við það sem áætlað hafði verið. Þegar hefur dekkjakurl verið fjarlægt af sparkvelli við Lindaskóla og verður gúmmíkurli úr dekkjum nú skipt út á völlum við hina átta skóla bæjarins fyrir árslok 2016.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,