Kynning
Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.

Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en meðal markmiða með BREEAM-vistvottun er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif við hönnun og framkvæmd bygginganna og skapa heilnæman vinnustað. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri vinnuaðstöðu og opnum og björtum rýmum en Deloitte verður með tvær efstu hæðirnar af fimm.

Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga Deloitte og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði og sameinar um 457.000 sérfræðinga sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu.
Höfuðstöðvar Deloitte á Íslandi eru í Kópavogi en auk þess er Deloitte með skrifstofur um allt land.

Deloitte ehf.
Dalvegur 30
Sími: 580 3000
Opnunartími:
8-16, alla virka daga