Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

default

Kynning

Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30. 

Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en meðal markmiða með BREEAM-vistvottun er að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif við hönnun og framkvæmd bygginganna og skapa heilnæman vinnustað. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttri vinnuaðstöðu og opnum og björtum rýmum en Deloitte verður með tvær efstu hæðirnar af fimm.

Fyrsta skóflustungan, haustið 2021. Signy? Magnúsdóttir frá Deloitte, Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte, Gunnar Valur Gíslason frá Íþöku ehf. og Pálína Árnadóttir frá Deloitte.

Deloitte er leiðandi þjónustuveitandi á sviði endurskoðunar og reikningsskila, upplýsingatækniráðgjafar, fjármálaráðgjafar, áhætturáðgjafar, skatta– og lögfræðiráðgjafar og tengdrar þjónustu. Alþjóðlegt net aðildarfélaga Deloitte og tengdra félaga spannar meira en 150 lönd og landsvæði og sameinar um 457.000 sérfræðinga sem stefna saman að því að veita ávallt framúrskarandi þjónustu. 

Höfuðstöðvar Deloitte á Íslandi eru í Kópavogi en auk þess er Deloitte með skrifstofur um allt land.

Deloitte ehf.
Dalvegur 30
Sími: 580 3000
Opnunartími: 
8-16, alla virka daga

Deloitte.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar