Dögun undirbýr framboð í Kópavogi.

Nærri 30% svarenda á landsvísu segjast örugglega ætla að kjósa Dögun eða gætu hugsað sér það.

Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti lýðræði og sanngirni, sem buðu fram í öllum kjördæmum í síðustu Alþingiskosningum munu láta til sín taka í komandi sveitarstjórnarkosningum – ein sér eða í samstarfi við íbúahreyfingar, flokka eða málefnahópa – þar sem jarðvegur er fyrir hendi.

Þetta kom meðal annars fram á aukalandsfundi Dögunar sem haldinn var 8. – 9. nóvember síðastliðinn.

Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður Dögunar.
Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður Dögunar.

Mun Margrét leiða lista Dögunar í Kópavogi?

Á fundinum var kynnt könnun frá Félagsvísindastofnun um hver yrðu helstu mál sveitarstjórnarkosninganna og hvaða áhuga Dögun vekti í því samhengi. Athygli vakti að nærri 30% svarenda á landsvísu sögðust örugglega ætla að kjósa Dögun eða gætu hugsað sér það.

Einnig var á fundinum kjörinn þriggja manna hópur til að vinna með framkvæmdaráði Dögunar að því að styðja við einstaklinga og hópa sem vilja vinna að sveitarstjórnarmálum í sínu sveitarfélagi í samstarfi við, eða undir merkjum og málefnaáherslum Dögunar. Hópinn skipa Gísli Tryggvason, Margrét Tryggvadóttir og Björgvin Vídalín.

Það sem vekur sérstaka athygli Kópavogsfrétta er nöfn tveggja  Kópavogsbúa í þessum hóp, Margrét Tryggvadóttir fyrverandi þingmaður og Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. Mun annað þeirra eða bæði leiða lista Dögunar í Kópavogi?

„Það eru margir innan okkar raða sem starfa á vettvangi sveitastjórna og íbúahreyfinga auk þess sem málefnaáherslur okkar um aukið lýðræði, gegnsæi og húsnæðis- og skólamál eiga brýnt erindi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður Dögunar.

-Hafið þið sett saman framboðslista í Kópavogi nú þegar?

„Undirbúningshópur okkar mun ræða hvort við munum bjóða fram undir okkar eigin nafni eða í samstarfi við aðra flokka. Það er alveg opið með hvaða hætti þetta verður“ segir Margét.

-Hafið þið rætt við til dæmis Kópavogslistann um samstarf?

„Það hefur ekki verið rætt við nein framboð ennþá formlega en við útilokum ekki neitt. Könnun Félagsvísindastofnunar sýnir, svo ekki verði um villst, að fólk vill nýja og ferska nálgun í stjórnmálin og það er kominn tími á þann valkost í Kópavogi,“ segir Margrét Tryggvadóttir.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér