• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Dögun undirbýr framboð í Kópavogi.

Dögun undirbýr framboð í Kópavogi.
ritstjorn
18/11/2013

Nærri 30% svarenda á landsvísu segjast örugglega ætla að kjósa Dögun eða gætu hugsað sér það.

Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti lýðræði og sanngirni, sem buðu fram í öllum kjördæmum í síðustu Alþingiskosningum munu láta til sín taka í komandi sveitarstjórnarkosningum – ein sér eða í samstarfi við íbúahreyfingar, flokka eða málefnahópa – þar sem jarðvegur er fyrir hendi.

Þetta kom meðal annars fram á aukalandsfundi Dögunar sem haldinn var 8. – 9. nóvember síðastliðinn.

Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður Dögunar.

Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður Dögunar.

Mun Margrét leiða lista Dögunar í Kópavogi?

Á fundinum var kynnt könnun frá Félagsvísindastofnun um hver yrðu helstu mál sveitarstjórnarkosninganna og hvaða áhuga Dögun vekti í því samhengi. Athygli vakti að nærri 30% svarenda á landsvísu sögðust örugglega ætla að kjósa Dögun eða gætu hugsað sér það.

Einnig var á fundinum kjörinn þriggja manna hópur til að vinna með framkvæmdaráði Dögunar að því að styðja við einstaklinga og hópa sem vilja vinna að sveitarstjórnarmálum í sínu sveitarfélagi í samstarfi við, eða undir merkjum og málefnaáherslum Dögunar. Hópinn skipa Gísli Tryggvason, Margrét Tryggvadóttir og Björgvin Vídalín.

Það sem vekur sérstaka athygli Kópavogsfrétta er nöfn tveggja  Kópavogsbúa í þessum hóp, Margrét Tryggvadóttir fyrverandi þingmaður og Gísli Tryggvason talsmaður neytenda. Mun annað þeirra eða bæði leiða lista Dögunar í Kópavogi?

„Það eru margir innan okkar raða sem starfa á vettvangi sveitastjórna og íbúahreyfinga auk þess sem málefnaáherslur okkar um aukið lýðræði, gegnsæi og húsnæðis- og skólamál eiga brýnt erindi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, bókmenntafræðingur og fyrrverandi þingmaður Dögunar.

-Hafið þið sett saman framboðslista í Kópavogi nú þegar?

„Undirbúningshópur okkar mun ræða hvort við munum bjóða fram undir okkar eigin nafni eða í samstarfi við aðra flokka. Það er alveg opið með hvaða hætti þetta verður“ segir Margét.

-Hafið þið rætt við til dæmis Kópavogslistann um samstarf?

„Það hefur ekki verið rætt við nein framboð ennþá formlega en við útilokum ekki neitt. Könnun Félagsvísindastofnunar sýnir, svo ekki verði um villst, að fólk vill nýja og ferska nálgun í stjórnmálin og það er kominn tími á þann valkost í Kópavogi,“ segir Margrét Tryggvadóttir.

 

Efnisorð
Fréttir
18/11/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.