• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Dóms að vænta í bótamáli erfingjanna að Vatnsenda gegn Kópavogsbæ

Dóms að vænta í bótamáli erfingjanna að Vatnsenda gegn Kópavogsbæ
Auðun Georg Ólafsson
15/01/2016

Það styttist í að Vatnsendamálið svokallaða taki enn einn snúning. Frávísunarkröfu bæjarins um bótakröfu erfingjanna að Vatnsenda var hafnað í haust af Hérðaðsdómi Reykjaness sem  skipti málinu í tvo hluta. Fyrra málið, sem nú er beðið eftir dómi um, snýst um hvort bænum beri að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested bætur fyrir eignarnám á Vatnsenda. Hitt málið snýst um mögulega upphæð bótakröfu. Dóms er að vænta um bótaskyldu bæjarins innan næstu þriggja vikna. Hvernig sem sá dómur mun falla mun örugglega koma til kasta Hæstaréttar til staðfestar eða synjunar. Hagsmunir eru gríðarlegir og upphæðir svimandi. Erfingjarnir krefja Kópavogsbæ um tæpa 75 milljarða.  Til vara er bærinn krafinn um 47,5 milljarða auk vaxta og til þrautavara er Þorsteinn Hjaltested krafinn um að greiða dánarbúi Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested 2,2 milljarða auk vaxta.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að beinn eignarréttur að jörðinni Vatnsenda ætti að skiptast á milli fimmtán erfingja. Tíu þeirra stefna nú Kópavogsbæ og Þorsteini Hjaltested til vara. Í stefnu erfingjanna tíu kemur fram að frá árinu 1929 hafi stórum landspildum úr landi Vatnsenda verið ráðstafað til Reykjavíkurborgar, íslenska ríkisins og Kópavogsbæjar.

Kópavogur tók fyrst eignarnámi 20,5 hektara landsvæði norðvestan við Elliðavatnsstíflu í maí árið 1992 og greiddi 31 milljón krónur í bætur til þáverandi meints eiganda jarðarinnar, Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested. Átta árum síðar, árið 1998, var á ný gerð sátt á milli sömu aðila um eignarnám á 54,5 hektara landspildu úr landi jarðarinnar. Var samkomulag gert um að bætur skyldu nema 180 milljónum auk byggingarréttar á ákveðnum svæðum. Í ágúst árið 2000 var undirrituð sátt á milli Kópavogsbæjar og dánarbús  Magnúsar Sigurðssonar Hjaltested um eignarnám á 90,5 hekturum úr landi jarðarinnar og voru bætur samkvæmt sáttinni 290 milljónir króna. Í eignarnámssátt sem Kópavogsbær gerði við Þorstein Hjaltested árið 2007 var samið um að bærinn greiddi honum rúma 2,2 milljarða, en auk þess skuldbatt bærinn sig til þess að úthluta eiganda Vatnsenda 11% af öllum byggingarrétti úr landinu.

Hér má sjá afrit af eignarnámssáttinni frá árinu 2007.

Í stefnu erfingjanna tíu segir að Kópavogsbær hafi frá öndverðu vitað, eða í öllu falli mátt vita, að Magnús Sigurðsson Hjaltested og Þorsteinn væru ekki réttmætir handhafar beins eignarréttar að jörðinni Vatnsenda. „Er þá í fyrsta lagi til þess að líta að þinglýsingarvottorð jarðarinnar bar með sér að heimildarskjölin að baki þinglýsingunni fælu aðeins í sér óbein eignarréttindi. Í öllum samskiptum Kópavogsbæjar við meinta umráðarmenn jarðarinnar allt frá árinu 1992 er ítrekað vísað til erfðarskrár Magnúsar Einarssonar Hjaltested frá 1938. Þá voru viðskipti með land í Vatnsenda ávallt klædd í búning eignarnáms þar sem báðum var kunnugt um þær takmarkanir á ráðstöfunarrétti sem af fyrrnefndri erfðarskrá kynnu að leiða. Kópavogsbæ bar að sýna sérstaka varkárni um greiðslur fyrir eignarnumið land eftir að bænum var kunnugt um að vafi væri uppi um réttmæta  eignarheimild Þorsteins Hjaltested til jarðarinnar,“ segir orðrétt í stefnu erfingjanna.

Kópavogsbær mótmælir öllum kröfum og málsástæðum erfingjanna og segir í greinargerð meðal annars að málatilbúnaður í stefnu sé óljós og vanreifaður og að heildarkrafan sé fráleit. „Aðalstefndi (innsk. Kópavogsbær) byggir á því að hann hafi verið grandalaus og í góðri trú um að varastefndi (innsk. Þorsteinn Hjaltested) væri raunverulegur eigandi að beinum eignarrétti jarðarinnar Vatnsenda. Með hliðsjón af því og þeirri staðreynd að varastefndi var ábúandi jarðarinnar samkvæmt erfðaskrá þá mátti bærinn treysta því að varastefndi væri réttur viðtakandi eignarnámsbóta. Við eignarnámið 2007 voru liðin 38 ár síðan Margrét Hjaltested og börn hennar létu síðast reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Jafnframt hafði fasteignarbók í heil 36 ár borið með sér að Magnús S. Hjaltested og síðar varastefndi væru þinglýstir eigendur Vatnsenda,“ segir meðal annars í greinargerð Kópavogsbæjar. Bærinn ítrekar að ekkert gaf honum tilefni til að ætla að skráning í fasteignabók væri röng um eignarhald Vatnsenda. „Frá árinu 1971 til 2000 var Magnús S. Hjaltested þinglýstur eigandi Vatnsenda. Þá  var varastefndi skráður sem þinglýstur eigandi jarðarinnar frá árinu 2000 til 2013. Var aðalstefndi í góðri trú um að eignarnámsbótum ætti að ráðstafa til þinglýsts eiganda Vatnsenda sem jafnframt var ábúandi jarðarinnar.“

Búist er við að dómur verði kveðinn upp innan næstu þriggja vikna.

Efnisorðefst á baugivatnsendi
Fréttir
15/01/2016
Auðun Georg Ólafsson @audungeorg

Auðun Georg Ólafsson er ritstjóri Kópavogsblaðsins

Efnisorðefst á baugivatnsendi

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.