Á aðalfundi knattspyrnudeildar HK, sem haldinn var í byrjun mars, var fimm manna stjórn knattspyrnudeildar félagsins kosinn og Þórir Bergsson kosinn formaður. Aðalstjórn HK ákvað í maí að víkja rétt kjörinni stjórn knattspyrnudeildar frá og taka sjálf yfir stjórn deildarinnar. Rökstuðningurinn fyrir þessu voru sagðir samstarfsörðugleikar við stjórn knattspynudeildar og að fjórir af átta stjórnarmönnum hefðu sagt af sér. Málinu var skotið til dómstóls ÍSÍ sem nú hefur ógilt ákvörðun aðalstjórnar HK að víkja stjórn knattspyrnudeildar félagsins frá og að taka yfir stjórn deildarinnar tímabundið.
