Dósum stolið frá sjálfboðaliðum HK

Kórinn.

Íþróttahús HK í Kórnum.Einn liður í frágangi eftir tónleikana í Kórnum á sunnudaginn var að safna saman og flokka dósir/flöskur sem urðu eftir gesti. Þetta verk var mikið og mannfrekt og tók tvö kvöld fyrir fjölda sjálfboðaliða HK. Allur ágóðinn átti að renna til deilda félagsins.

Í morgun, þegar átti að fara með dósirnar í endurvinnslu, kom í ljós að einhver óprúttinn aðili hafði tekið sig til og stolið öllum dósunum sem voru flokkaðar og tilbúnar í svörtum ruslapokum fyrir aftan suðurenda Kórsins.

Þeir sem urðu varir við mannaferðir í nótt (aðfaranótt 28.ágúst) eru beðnir um að láta starfsfólk hjá HK vita. Hægt er að hafa samband við Torfa torfi@hk.is í síma:  862-8475.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem