Einn liður í frágangi eftir tónleikana í Kórnum á sunnudaginn var að safna saman og flokka dósir/flöskur sem urðu eftir gesti. Þetta verk var mikið og mannfrekt og tók tvö kvöld fyrir fjölda sjálfboðaliða HK. Allur ágóðinn átti að renna til deilda félagsins.
Í morgun, þegar átti að fara með dósirnar í endurvinnslu, kom í ljós að einhver óprúttinn aðili hafði tekið sig til og stolið öllum dósunum sem voru flokkaðar og tilbúnar í svörtum ruslapokum fyrir aftan suðurenda Kórsins.
Þeir sem urðu varir við mannaferðir í nótt (aðfaranótt 28.ágúst) eru beðnir um að láta starfsfólk hjá HK vita. Hægt er að hafa samband við Torfa torfi@hk.is í síma: 862-8475.