Dósum stolið frá sjálfboðaliðum HK

Íþróttahús HK í Kórnum.Einn liður í frágangi eftir tónleikana í Kórnum á sunnudaginn var að safna saman og flokka dósir/flöskur sem urðu eftir gesti. Þetta verk var mikið og mannfrekt og tók tvö kvöld fyrir fjölda sjálfboðaliða HK. Allur ágóðinn átti að renna til deilda félagsins.

Í morgun, þegar átti að fara með dósirnar í endurvinnslu, kom í ljós að einhver óprúttinn aðili hafði tekið sig til og stolið öllum dósunum sem voru flokkaðar og tilbúnar í svörtum ruslapokum fyrir aftan suðurenda Kórsins.

Þeir sem urðu varir við mannaferðir í nótt (aðfaranótt 28.ágúst) eru beðnir um að láta starfsfólk hjá HK vita. Hægt er að hafa samband við Torfa torfi@hk.is í síma:  862-8475.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér