Dósum stolið frá sjálfboðaliðum HK

Íþróttahús HK í Kórnum.Einn liður í frágangi eftir tónleikana í Kórnum á sunnudaginn var að safna saman og flokka dósir/flöskur sem urðu eftir gesti. Þetta verk var mikið og mannfrekt og tók tvö kvöld fyrir fjölda sjálfboðaliða HK. Allur ágóðinn átti að renna til deilda félagsins.

Í morgun, þegar átti að fara með dósirnar í endurvinnslu, kom í ljós að einhver óprúttinn aðili hafði tekið sig til og stolið öllum dósunum sem voru flokkaðar og tilbúnar í svörtum ruslapokum fyrir aftan suðurenda Kórsins.

Þeir sem urðu varir við mannaferðir í nótt (aðfaranótt 28.ágúst) eru beðnir um að láta starfsfólk hjá HK vita. Hægt er að hafa samband við Torfa torfi@hk.is í síma:  862-8475.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn