Mér brá heldur betur í brún þegar ég ætlaði að kaupa mér kók í gleri í hinum sögufræga söluturni úti á Kópavogsbraut. Þar er búið að loka og læsa og taka niður allt þótt Atlantsolía sé enn með sjálfssölu þarna. Eins og sést á myndinni hér að ofan, sem var tekin um 1960, er söluturninn glæsileg bygging sem vonandi verður eitthvað gert með. Þetta gæti verið tónleikastaður (Jazzklúbbur Kópavogs með vikuleg gigg), pöbb (Pöbbkó) eða hamborgarabúlla – Tommi Tomm hefur nú þegar gert góða hluti við álíka töff húsnæði. Plís, bara allt annað en að láta þetta drabbast niður og skemmast.
-Dr. Gunni bloggar á vefsíðu sinni http://drgunni.wordpress.com