Dr. Gunni: „Plís, bara allt annað en að láta þetta drabbast niður og skemmast.“

Mynd: drgunni.wordpress.com
Mynd: drgunni.wordpress.com

Mér brá heldur betur í brún þegar ég ætlaði að kaupa mér kók í gleri í hinum sögufræga söluturni  úti á Kópavogsbraut. Þar er búið að loka og læsa og taka niður allt þótt Atlantsolía sé enn með sjálfssölu þarna. Eins og sést á myndinni hér að ofan, sem var tekin um 1960, er söluturninn glæsileg bygging sem vonandi verður eitthvað gert með. Þetta gæti verið tónleikastaður (Jazzklúbbur Kópavogs með vikuleg gigg), pöbb (Pöbbkó) eða hamborgarabúlla – Tommi Tomm hefur nú þegar gert góða hluti við álíka töff húsnæði. Plís, bara allt annað en að láta þetta drabbast niður og skemmast.

-Dr. Gunni bloggar á vefsíðu sinni http://drgunni.wordpress.com

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar