Dr. Vilmundur Guðnason, prófessor, útnefndur Eldhugi Kópavogs 2015

Á fundi Rótarýklúbbs Kópavogs 24. febrúar var dr. Dr. Vilmundur Guðnason prófessor útnefndur Eldhugi Kópavogs 2015. Þetta er í 20. skipti sem Rótarýklúbburinn útnefnir Eldhuga Kópavogs. Fyrstur var Jónas Ingimundarson píanóleikari árið 1997. Vilmundur er Kópavogsbúi en kona hans er Guðrún Nielsen myndhöggvari og eiga þau þrjá uppkomna stráka. Faðir hans var Guðni Vilmundarson múrari og móðir Nína Oddsdóttir húsmóðir. Vilmundur lauk embættisprófi  í læknisfræði  frá Háskóla Íslands árið 1985. Hann lauk doktorsgráðu PhD í erfðafræði frá University College London árið 1995. Hann vann í níu ár sem senior research fellow á centre for Genetics of  Cardiovascular Disorder á University College of London School of Medicine. Milli 1998 og 2003 var hann Honorary Senior Lecturer á Center for Cardiovascular Genetics í Royal Free og University College of London og hefur verið Honorary Senior Visiting Fellow á Institute of Public Health and Primary Prevention í  University of Cambridge í Englandi síðan 2002. Vilmundur er prófessor við Háskóla Íslands.

Vilmundur setti á fót rannsóknarstofu Hjartaverndar í erfðafræði og síðar  tók hann við sem forstöðulæknir Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar og einnig forstjóri Hjartaverndar. Vilmundur hefur leitt vísindastarf Hjartaverndar og er meðal annars aðalrannsakandi stórs samvinnuverkefnis  milli Bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar og Hjartaverndar, Öldrunarrannsókn Hjartaverndar (AGES Reykjavík Study). Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er rannsókn á einstaklingum sem voru á lífi árið 2002 og höfðu tekið þátt í Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar sem hófst árið 1967. Öldrunarrannsóknin hófst  árið 2002 og er ein ítarlegasta og umfangsmesta rannsókn í heiminum á öldrun þar sem upplýsingar yfir allt æviskeið einstaklinganna er tengt saman. Samhliða þessari rannsókn þá flutti Hjartavernd starfsemi sína í Holtasmára 1 í Kópavogi þar sem meðal annars var sett upp öflug myndgreiningardeild í tengslum við Öldrunarrannsóknina til að rannsaka líffærakerfi einstaklingsins með tillitit til breytinga áður en sjúkdómar gera vart við sig á yfirborði. Hjartavernd hefur sett upp eina öflugustu úrvinnslumiðstöð í Evrópu á myndum í myndgreiningu. Hjartavernd er hér til staðar í næsta hús og er í raun ein af okkar helstu rannsóknarstofnunum á sviði heilbrigðisvísinda.

Gögnum úr öldrunarrannsókninni er stillt saman í ópersónugreinalegan vísindagrunn sem er notaður til úrvinnslu. Nú og næstu áratugi verður unnið úr gögnum tengdum henni af vísindamönnum út um allan heim í samvinnu við vísindamenn Hjartaverndar. Vilmundur hefur leitt öfluga þjálfun og kennslu masters og doktorsnema innan Hjartaverndar, en Rannsóknastöð Hjartaverndar hefur stundum verið kölluð Háskóli í Kópavogi

Vilmundur hefur tekið virkan þátt í að setja á fót alþjóðlega vinnuhópa þar sem leiddar hafa verið saman rannsóknir frá mörgum löndum til að svara spurningum sem erfitt eða ómögulegt er að svara nema í stórum þýðum. Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar er ein af stofnrannsóknum í því sem kallast Emerging Risk Factors Collaboration og Öldrunarrannsókn Hjartaverndar er einn af stofnaðilum í því sem kallast Cohorts for Heart and Aging Reserach in Genomic Epidemiology eða CHARGE. Fjölmargar merkar uppgötvanir hafa komið útúr þessari alþjóðlegu samvinnu.

Úr rannsóknum á Íslendingum hafa fengist mikilvægar lýðheilsuupplýsingar um Íslendinga sem hafa meðal annars nýst heilbrigðiskerfinu.  Meðal mikilvægra rannsóknaniðurstaðna eru til dæmis íslenskur áhættureiknir fyrir líkur á hjartaáföllum sem byggja á niðurstöðum úr Reykjavíkurrannsókninni. Unnið er að áhættureikni fyrir fyrirbyggjanleg áföll hjá öldruðum þar sem niðurstöður úr Öldrunarrannsókninni eru nýttar. Áhættuþáttakönnun Hjartaverndar á yngra fólki þar sem Vilmundur er aðalrannsakandi  var gerð í þeim tilgangi  að útbúa nýjan áhættureikni til að finna æðakölkun hjá einstaklingum sem reiknast í lágri eða miðlungsáhættu en hafa samt dulinn sjúkdóm. Þar fór upplýsingaöflunin meðal annars fram með myndgreiningu. Núna er verið að sannreyna þennan áhættureikni í samvinnu við heilsugæsluna. Vilmundur hefur verið mjög virkur vísindamaður og eftir hann liggja hátt á fimmta hundrað vísindagreina sem margar hafa birst í virtustu vísindatímaritum heims. Alls eru um 30 þúsund tilvitnanir í greinar hans og á síðasta ári voru þær 6700 talsins. Flestir vísindamenn ná ekki 1000 tilvitnunum á lífsleiðinni. Hann er sá prófessor við Háskóla Íslands sem hefur birt flestar vísindagreinar í nafni Háskólans.

Vilmundur er eftirsóttur fyrirlesari á alþjóðavettvangi og hefur m.a. hlotið hin virtu Nikkilä Memorial verðlaun frá  Skandinavísku æðakölkunar rannsókna samtökunum (Scandinavian Society for Atherosclerosis Research). Vilmundur er einn einn mikilhæfasti vísindamaður landsins sem ötullega vinnur að bættri heilsu fólks og þetta starf fer að stórum hluta fram í Kópavogi.

Vilmundur var spurður af hverju konur greindust sjaldnar með með hjartasjúkdóma eða kransæðastíflu en karlmenn, afhverju þær væru ekki í eins háum áhættuhópi og karlmenn. Vilmundur segir að erfiðara sé að greina konur og þær eru ekki að fá hjartaáföll af sömu tíðni og karlmenn. ,,Íslendingar eru á mjög svipuðu stigi og aðrar Norðurlandaþjóðir hvað hjartaáföll varðar en tíðnin virðist þó vera lægst í Danmörku. Þeir sem koma í skoðun til Hjartaverndar og í ljós kemur að þurfa að komast undir læknishendur er vísað til heimilislæknis eða á sjúkrahús, Hjartavernd sendir þær upplýsingar á viðkomandi stað, einnig vegna þeirra sem ekkert reynist að. Við höfum enga slíka þjónustu, erum ekki að keppa þar við heilbrigðiskerfið. Viðkomandi einstaklingur fær einnig þær upplýsingar. Við erum einnig með ýmsar aðrar rannsóknir, t.d. hvað varðar öldrunarsjúkdóma.”

Hjá Hjartavernd er m.a. rannsakaðir hálsslagæðaskellir, sem er æðakölkun sem er uppsöfnun á frumum og fitu í æðaveggjum sem oft þrengir æðarnar. Þessi einkenni eru ekki sjáanleg utanfrá, en sést með myndgreiningu. Þegar skellurnar stækka og samsetning þeirra er óhagstæð að einhverju leiti, t.d. vegna storkunar blóðsins, getur það valdið blóðtöppum, kransæðastíflu eða heilablóðfalli.

Er mikilvægt að borða rétta fæðu eða má borða hvað sem er?

,,Allt er best í hófi,” segir dr. Vilmundur Guðnason.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar