„Draugahúsið“ á Kópavogsbraut fékk umhverfisverðlaun

Þau Daði Hreinsson og Anna Þórisdóttir fengu nýlega viðurkenningu umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar fyrir endurgerð á húsinu að Kópavogsbraut 76. Húsið var áður kallað „draugahúsið“ af nágrönnum og börnum búsettum í hverfinu. Ástæðan var sú að húsið var beinlínis kaffært í trjám og órækt svo lítið sást í þetta rauða og drungalega hús. Lóðin var grafin upp og um áttatíu tré fjarlægð. Skipt var um allar lagnir að húsinu, dren og ný gönguleið lögð og umhverfið fóðrað á einfaldan hátt með litlum fjörusteinum úr Hvalfirði.  Eftir eru tuttugu tré dreifð um lóðina sem fá nú birtu og andrými. Byggðar voru nýjar svalir í stað þeirra fyrri sem voru orðnar lélegar og legunni breytt þannig að þær liggja nú meðfram húsinu í stað þess að standa út fyrir suðurgaflinn. Húsið var málað í björtum hvítum lit og rúður sandblástursskreyttar. Að innan var húsið endurhannað í hólf og gólf ásamt því að herbergjaskipan var breytt en húsið sem er 161,5 fermetrar hýsir tvær stofur, fjögur svefnherbergi, fataherbergi og þrjú baðherbergi. Húsið er bjart og fallegt og fær lóðin og gróður að njóta sín þar sem opnað hefur verið fyrir sjónlínur að frá húsinu og um götuna.

1a

Vel hefur tekist til við endurgerð hússins að Kópavogsbraut 76.
Vel hefur tekist til við endurgerð hússins að Kópavogsbraut 76.

Þess má geta að engan draugagang er lengur að finna í húsinu.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn