Dregið hefur úr kyndbundnum launamun

ÁrmannKynbundinn munur á heildarlaunum hjá Kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil, samkvæmt viðamikilli rannsókna sem gerð hefur verið fyrir bæinn. Enginn kynbundinn launamunur er á dagvinnulaunum. Dregið hefur úr kynbundnum launamun hjá bænum frá árinu 2003 en þá var hann 4,7%.

Sé tekið mið af stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogsbær með minnstan kynbundinn launamun. Munurinn er til dæmis 5,8% í Reykjavík, 6,1% í Hafnarfirði og 3,9% á Akureyri. Í útreikningum Kópavogsbæjar var ekki mögulegt að taka tillit til menntunar og starfsaldurs, líkt og iðulega er gert í rannsóknum sem þessum. Miklar líkur eru á því að óútskýrður launamunur kynjanna hjá bænum mældist enn minni ef þær breytur væru teknar með.

Niðurstöður könnunarinnar hafa verið kynntar bæjarráði og jafnframt lögð fram áætlun um frekari aðgerðir til að útrýma kyndbundnum launamun með öllu. Í áætluninni er m.a. lagt til að stjórnendur hljóti fræðslu um verklag við launasetningu og mikilvægi þess að jafnlaunasjónarmið séu ávallt höfð að leiðarljósi. Sömuleiðis að stjórnendum verði falið að endurskoða samninga um fastar yfirvinnugreiðslur með það að markmiði að leiðrétta kynbundinn launamun, komi hann í ljós. Samhliða verði skoðað hvort innleiða eigi jafnlaunastaðal hjá Kópavogsbæ.

Upphaf launakönnunarinnar má rekja til þess að Kópavogsbær samdi við Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að greina laun Kópavogsbæjar frá árinu 2013. Tilgangurinn var að svara því hvort kynbundinn launamunur væri meðal starfsfólks Kópavogsbæjar og bera niðurstöðurnar saman við síðustu launakönnun sem gerð var árið 2003.

Könnunin náði til allra fastráðinna starfsmanna bæjarins sem voru í að minnsta kosti 40% stöðugildi. Alls voru það 1.752 starfsmenn eða 80% allra þeirra sem starfa hjá bænum. Bæjarstjórn, bæjarstjóri, nefndafólk og tímavinnufólk var þó undanskilið.

Í rannsókninni eru borin saman dagvinnulaun og heildarlaun karla og kvenna en heildarlaun eru dagvinnulaun auk yfirvinnu og álags. Til að finna út kynbundinn launamun eða óútskýrðan launamun kynjanna er tekið tillit til þátta sem hafa áhrif á laun, svo sem starfsheiti, lífaldur, vaktavinnu, lausar yfirvinnustundir og svið. Þar sem Kópavogsbær er með nýtt launakerfi reyndist ekki unnt að fá upplýsingar um menntun og starfsaldur, eins og áður sagði, og því eru þær mikilvægu breytur ekki inni í útreikningunum. Það er skýr stefna Kópavogsbæjar að vinna gegn kynbundnum launamun og er rannsóknin tæki í þeirri vinnu. Til stendur að gera aðra launakönnun fyrir árslok 2015.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

myndbond_1
XS_2013_logo_170
2014.05-To be-ISL
Pop-up ljóðalestur-2015012447
Sigurbjorg
Syslumadur
Samkor_Kopavogs
4-2
Marbakkabraut_1