• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Dregið hefur úr kyndbundnum launamun

Dregið hefur úr kyndbundnum launamun
ritstjorn
12/03/2014

ÁrmannKynbundinn munur á heildarlaunum hjá Kópavogsbæ er 3,25% körlum í vil, samkvæmt viðamikilli rannsókna sem gerð hefur verið fyrir bæinn. Enginn kynbundinn launamunur er á dagvinnulaunum. Dregið hefur úr kynbundnum launamun hjá bænum frá árinu 2003 en þá var hann 4,7%.

Sé tekið mið af stærstu sveitarfélögum landsins er Kópavogsbær með minnstan kynbundinn launamun. Munurinn er til dæmis 5,8% í Reykjavík, 6,1% í Hafnarfirði og 3,9% á Akureyri. Í útreikningum Kópavogsbæjar var ekki mögulegt að taka tillit til menntunar og starfsaldurs, líkt og iðulega er gert í rannsóknum sem þessum. Miklar líkur eru á því að óútskýrður launamunur kynjanna hjá bænum mældist enn minni ef þær breytur væru teknar með.

Niðurstöður könnunarinnar hafa verið kynntar bæjarráði og jafnframt lögð fram áætlun um frekari aðgerðir til að útrýma kyndbundnum launamun með öllu. Í áætluninni er m.a. lagt til að stjórnendur hljóti fræðslu um verklag við launasetningu og mikilvægi þess að jafnlaunasjónarmið séu ávallt höfð að leiðarljósi. Sömuleiðis að stjórnendum verði falið að endurskoða samninga um fastar yfirvinnugreiðslur með það að markmiði að leiðrétta kynbundinn launamun, komi hann í ljós. Samhliða verði skoðað hvort innleiða eigi jafnlaunastaðal hjá Kópavogsbæ.

Upphaf launakönnunarinnar má rekja til þess að Kópavogsbær samdi við Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að greina laun Kópavogsbæjar frá árinu 2013. Tilgangurinn var að svara því hvort kynbundinn launamunur væri meðal starfsfólks Kópavogsbæjar og bera niðurstöðurnar saman við síðustu launakönnun sem gerð var árið 2003.

Könnunin náði til allra fastráðinna starfsmanna bæjarins sem voru í að minnsta kosti 40% stöðugildi. Alls voru það 1.752 starfsmenn eða 80% allra þeirra sem starfa hjá bænum. Bæjarstjórn, bæjarstjóri, nefndafólk og tímavinnufólk var þó undanskilið.

Í rannsókninni eru borin saman dagvinnulaun og heildarlaun karla og kvenna en heildarlaun eru dagvinnulaun auk yfirvinnu og álags. Til að finna út kynbundinn launamun eða óútskýrðan launamun kynjanna er tekið tillit til þátta sem hafa áhrif á laun, svo sem starfsheiti, lífaldur, vaktavinnu, lausar yfirvinnustundir og svið. Þar sem Kópavogsbær er með nýtt launakerfi reyndist ekki unnt að fá upplýsingar um menntun og starfsaldur, eins og áður sagði, og því eru þær mikilvægu breytur ekki inni í útreikningunum. Það er skýr stefna Kópavogsbæjar að vinna gegn kynbundnum launamun og er rannsóknin tæki í þeirri vinnu. Til stendur að gera aðra launakönnun fyrir árslok 2015.

Efnisorð
Aðsent
12/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.