Dúxaði bóknámsbraut MK á aðeins þremur árum.

Lena Katarina Lobers, dúx MK í ár af bóknámsbraut.
Lena Katarina Lobers, dúx MK í ár af bóknámsbraut.

Lena Katarina Lobers er af þýskum ættum,  fædd á Íslandi árið 1994 og dúxaði bóknámsbraut MK í ár af Viðskipta- og hagfræðibraut.

„Ég byrjaði á málabraut en stærðfræðin átti betur við mig þannig að ég skipti fljótlega yfir. Systir mín hafði líka verið á viðskipta- og hagfræðibraut svo það hafði einhver áhrif líka.“

-Þú kláraðir námið á aðeins þremur árum?  Lá þér svona á?

„Nei,nei,“ segir Lena Katarina hlæjandi, „það sem er svo gott við MK er að þetta er áfangaskóli þar sem þú getur ákveðið hraðann á náminu.  Það hentaði mér bara að fara á þessum hraða í gegnum þetta sem kannski hentar ekki öllum.  Það eru mjög góðir kennarar í MK og stuðningurinn frábær.

-Það hefur þá varla verið mikið félagslíf hjá þér?

„Kannski ekki eins mikið og ég hefði viljað en ég sótti aðeins böllinn og svo æfi ég fótbolta með Fylki þannig að ég átti nú alveg líf fyrir utan bækurnar.  En námið skipti mig máli og ég hafði mikinn áhuga og metnað fyrir því.

-Hvað tekur nú við?

„Ég stefni á Háskóla Íslands í Viðskiptafræði í haust.  Mig langar að ferðast og taka MA erlendis og stefni svo á að reka mitt eigið fyrirtæki,“ segir Lena Katarina Lobers, dúx MK í ár af bóknámsbraut.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar