Dúxaði bóknámsbraut MK á aðeins þremur árum.

Lena Katarina Lobers, dúx MK í ár af bóknámsbraut.
Lena Katarina Lobers, dúx MK í ár af bóknámsbraut.

Lena Katarina Lobers er af þýskum ættum,  fædd á Íslandi árið 1994 og dúxaði bóknámsbraut MK í ár af Viðskipta- og hagfræðibraut.

„Ég byrjaði á málabraut en stærðfræðin átti betur við mig þannig að ég skipti fljótlega yfir. Systir mín hafði líka verið á viðskipta- og hagfræðibraut svo það hafði einhver áhrif líka.“

-Þú kláraðir námið á aðeins þremur árum?  Lá þér svona á?

„Nei,nei,“ segir Lena Katarina hlæjandi, „það sem er svo gott við MK er að þetta er áfangaskóli þar sem þú getur ákveðið hraðann á náminu.  Það hentaði mér bara að fara á þessum hraða í gegnum þetta sem kannski hentar ekki öllum.  Það eru mjög góðir kennarar í MK og stuðningurinn frábær.

-Það hefur þá varla verið mikið félagslíf hjá þér?

„Kannski ekki eins mikið og ég hefði viljað en ég sótti aðeins böllinn og svo æfi ég fótbolta með Fylki þannig að ég átti nú alveg líf fyrir utan bækurnar.  En námið skipti mig máli og ég hafði mikinn áhuga og metnað fyrir því.

-Hvað tekur nú við?

„Ég stefni á Háskóla Íslands í Viðskiptafræði í haust.  Mig langar að ferðast og taka MA erlendis og stefni svo á að reka mitt eigið fyrirtæki,“ segir Lena Katarina Lobers, dúx MK í ár af bóknámsbraut.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn