„Ef ég ætti kærasta færi ég pottþétt í ræktina.“

Ég sat í sófanum áðan og prjónaði. Ég geri það nú ekki oft. Þvottavélin mín er biluð og það er rigning úti. Og það er fótbolti í sjónvarpinu.

Ég kann ekki mikið að prjóna, bara svona slétt og smá brugðið fram og tilbaka. Þegar ég sat við iðju mína, þá varð mér hugsað til sjötta boðorðins míns.

Það tengist ekki endilega lopapeysu eða prjónum. En það flaug í huga mér svo flott myndlíking við boðorðið mitt.

Sjötta boðorð Siggu: Hugsaðu smátt! – Í litlum skrefum.

Sigga Karls er heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.
Sigga Karls er heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

Ég, sem nýliði í prjónabransanum, langar svo að vera búin að prjóna hrikalega flotta peysu. Helst í gær. Ég er farin að ímynda mér að ég gangi um í ljósfjólublárri prjónapeysu með ofsalega flóknu marglituðu munstri. Fyrir jól.

Ég sé fyrir mér afraksturinn. Heil flott peysa sem allir myndu dást af. Hrósa mér. Og segja að ég væri klár að prjóna.

Svona var ég líka í megrunar og átaks-bransanum. Í mörg ár var ég stödd í ruglaða hugarheimi mínum og ímyndaði mér að fyrir jól myndi ég verða mjó. Og það var kannski Október. Ég sá fyrir mér sjálfa mig í flotta kjólnum sem ég sá í Vera Moda. Vandamálið var bara það að hann var þremur númerum of lítill. Og ég hugsaði alltof stórt.

Ég sá fyrir mér afraksturinn en ég vissi ekki hvernig ég gæti komið mér þangað. Ég hafði ekki vitneskju eða þekkingu á því og tók því bara næstu skyndilausn sem var í boði. Sama hvað það kostaði.

Ég hugsaði svo langt fram í tímann að ég gleymdi að vera í nútíðinni. Að gera eitthvað í dag, sem gæti haft áhrif á heildina. Framtíðina.

ef ég væri í vaktavinnu, myndi ég nenna að mæta í ræktina.“ Hugsaði ég – svo kom sumar, ég byrjaði í vaktavinnu og ég fór ekki í ræktina.

Æji, þegar ég byrja í skólanum, þá nenni ég í ræktina, komin í rútínu og svona“ Skólinn hófst og Sigga sást ekki í ræktinni.

Þegar ég mun búa ein, ekki í foreldrahúsum….þá nenni ég pottþétt í ræktina“ – það féll um sjálft sig.

Höldum áfram með myndlíkinguna. Ef ég tek sjálfa mig til fyrirmyndar og hlusta á boðorðið mitt, (Hugsaðu smátt!-  Í litlum skrefum) þá ætti ég að sleppa öllum fantasíum um það að spranga um í peysunni flottu og setjast niður og prjóna tvær umferðir. Kannski þrjár.

Suma daga nenni ég ekki að prjóna neitt. Aðra daga er ég óstöðvandi. En ef ég hef hugann við umferðirnar, ekki peysuna sjálfa. Þá sé ég árangur. En með litlum skrefum. Með því að hugsa smátt!

Alveg eins og með hreyfingu og matarræði. Stundum borða ég súkkulaði tvo daga í röð. Stundum borða ég mjög hollt. Suma daga hreyfi ég mig. Aðra fer ég ekki útúr húsi. Ef ég hugsa smátt og passa mig á að hreyfa mig annan hvern dag eða oftar, eða borða ekki óhollt alla daga. Þá sé ég árangur. Smátt og smátt.

Einn daginn mun ég klára peysuna. En þangað til verð ég að vera þolinmóð og hugsa smátt og í umferðum. Ef ég hugsa stanslaust um hvað þetta verður  flott peysa, en prjóna samt ekki neina umferð, því mér finnst svo ótrúlega óraunverulegt að ég geti nokkurn tímann klárað heila peysu, þá gefst ég upp og horfi á garnið og andvarpa.

Þegar ég ákvað að breyta um lífstíl fyrir rúmlega sjö árum síðan, ákvað ég að setja ekki óraunhæfar væntingar á mig. Ég ákvað að gera þetta hægt og rólega. Einn dag i einu. Ef ég komst ekki að hreyfa mig einn daginn. Þá reyndi ég bara að komast næsta dag. Það leið ár. Viti menn. Árangurinn lét ekki á sér standa.

Ég eyddi loksins jólum í ótrúlega gordjöss kjól með hárið uppsett. Ánægð með sjálfa mig. En það tók ekki tvo mánuði. Ekki þrjá. Það tók um það bil 730 misjafna en árangursríka daga.

Hugsum í litlum skrefum og njótum ferðalagsins.  Áfangastaðurinn (að komast í kjólinn, eða spranga um í fjólublárri peysu) er bara hluti af þessu. Ég verð líka að njóta þess að prjóna hverja umferð, eða taka hvern dag fyrir sig og hrósa sjálfum mér fyrir vel unnin störf. Þá verð ég ennþá sáttari með lífið og tilveruna á áfangastað.

Njótið, lærið, virðið, hlægið.

Gangi ykkur vel með það sem þið eruð að gera hverju sinni.  Njótið ferðalagsins!

Ykkar Sigga

Heilbrigð heilsuráðgjöf Siggu er hér á Facebook.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér