• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

„Ef ég ætti kærasta færi ég pottþétt í ræktina.“

„Ef ég ætti kærasta færi ég pottþétt í ræktina.“
ritstjorn
03/09/2013

Ég sat í sófanum áðan og prjónaði. Ég geri það nú ekki oft. Þvottavélin mín er biluð og það er rigning úti. Og það er fótbolti í sjónvarpinu.

Ég kann ekki mikið að prjóna, bara svona slétt og smá brugðið fram og tilbaka. Þegar ég sat við iðju mína, þá varð mér hugsað til sjötta boðorðins míns.

Það tengist ekki endilega lopapeysu eða prjónum. En það flaug í huga mér svo flott myndlíking við boðorðið mitt.

Sjötta boðorð Siggu: Hugsaðu smátt! – Í litlum skrefum.

Sigga Karls er heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

Sigga Karls er heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

Ég, sem nýliði í prjónabransanum, langar svo að vera búin að prjóna hrikalega flotta peysu. Helst í gær. Ég er farin að ímynda mér að ég gangi um í ljósfjólublárri prjónapeysu með ofsalega flóknu marglituðu munstri. Fyrir jól.

Ég sé fyrir mér afraksturinn. Heil flott peysa sem allir myndu dást af. Hrósa mér. Og segja að ég væri klár að prjóna.

Svona var ég líka í megrunar og átaks-bransanum. Í mörg ár var ég stödd í ruglaða hugarheimi mínum og ímyndaði mér að fyrir jól myndi ég verða mjó. Og það var kannski Október. Ég sá fyrir mér sjálfa mig í flotta kjólnum sem ég sá í Vera Moda. Vandamálið var bara það að hann var þremur númerum of lítill. Og ég hugsaði alltof stórt.

Ég sá fyrir mér afraksturinn en ég vissi ekki hvernig ég gæti komið mér þangað. Ég hafði ekki vitneskju eða þekkingu á því og tók því bara næstu skyndilausn sem var í boði. Sama hvað það kostaði.

Ég hugsaði svo langt fram í tímann að ég gleymdi að vera í nútíðinni. Að gera eitthvað í dag, sem gæti haft áhrif á heildina. Framtíðina.

„ef ég væri í vaktavinnu, myndi ég nenna að mæta í ræktina.“ Hugsaði ég – svo kom sumar, ég byrjaði í vaktavinnu og ég fór ekki í ræktina.

„Æji, þegar ég byrja í skólanum, þá nenni ég í ræktina, komin í rútínu og svona“ Skólinn hófst og Sigga sást ekki í ræktinni.

„Þegar ég mun búa ein, ekki í foreldrahúsum….þá nenni ég pottþétt í ræktina“ – það féll um sjálft sig.

Höldum áfram með myndlíkinguna. Ef ég tek sjálfa mig til fyrirmyndar og hlusta á boðorðið mitt, (Hugsaðu smátt!-  Í litlum skrefum) þá ætti ég að sleppa öllum fantasíum um það að spranga um í peysunni flottu og setjast niður og prjóna tvær umferðir. Kannski þrjár.

Suma daga nenni ég ekki að prjóna neitt. Aðra daga er ég óstöðvandi. En ef ég hef hugann við umferðirnar, ekki peysuna sjálfa. Þá sé ég árangur. En með litlum skrefum. Með því að hugsa smátt!

Alveg eins og með hreyfingu og matarræði. Stundum borða ég súkkulaði tvo daga í röð. Stundum borða ég mjög hollt. Suma daga hreyfi ég mig. Aðra fer ég ekki útúr húsi. Ef ég hugsa smátt og passa mig á að hreyfa mig annan hvern dag eða oftar, eða borða ekki óhollt alla daga. Þá sé ég árangur. Smátt og smátt.

Einn daginn mun ég klára peysuna. En þangað til verð ég að vera þolinmóð og hugsa smátt og í umferðum. Ef ég hugsa stanslaust um hvað þetta verður  flott peysa, en prjóna samt ekki neina umferð, því mér finnst svo ótrúlega óraunverulegt að ég geti nokkurn tímann klárað heila peysu, þá gefst ég upp og horfi á garnið og andvarpa.

Þegar ég ákvað að breyta um lífstíl fyrir rúmlega sjö árum síðan, ákvað ég að setja ekki óraunhæfar væntingar á mig. Ég ákvað að gera þetta hægt og rólega. Einn dag i einu. Ef ég komst ekki að hreyfa mig einn daginn. Þá reyndi ég bara að komast næsta dag. Það leið ár. Viti menn. Árangurinn lét ekki á sér standa.

Ég eyddi loksins jólum í ótrúlega gordjöss kjól með hárið uppsett. Ánægð með sjálfa mig. En það tók ekki tvo mánuði. Ekki þrjá. Það tók um það bil 730 misjafna en árangursríka daga.

Hugsum í litlum skrefum og njótum ferðalagsins.  Áfangastaðurinn (að komast í kjólinn, eða spranga um í fjólublárri peysu) er bara hluti af þessu. Ég verð líka að njóta þess að prjóna hverja umferð, eða taka hvern dag fyrir sig og hrósa sjálfum mér fyrir vel unnin störf. Þá verð ég ennþá sáttari með lífið og tilveruna á áfangastað.

Njótið, lærið, virðið, hlægið.

Gangi ykkur vel með það sem þið eruð að gera hverju sinni.  Njótið ferðalagsins!

Ykkar Sigga

Heilbrigð heilsuráðgjöf Siggu er hér á Facebook.

Efnisorð
Mannlíf
03/09/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
  • Lesa meira
    Leikskólar í Kópavogi í máli og myndum

    Myndbönd sem kynna starf og áherslur allra leikskólanna í Kópavogi eru nú aðgengileg á vefsíðu Kópavogsbæjar. Í þeim segja...

    ritstjorn 30/06/2019
  • Lesa meira
    Byggðin í Kópavogsdalnum: sandgryfjurnar, frystihús, lakkrís, ástir og örlög

    Vorfundar Sögufélags Kópavogs er beðið með mikilli eftirvæntingu enda alltaf um gríðarlega skemmtilegan viðburð að ræða. Takið...

    ritstjorn 30/04/2019
  • Lesa meira
    Barnamenningarhátíð í Kópavogi

    Afar vel tókst til við Barnamenningarhátíð í Kópavogi sem fram fór vikuna 8.-13.apríl. Fjölmargir leik- og grunnskólahópar...

    ritstjorn 14/04/2019
  • Lesa meira
    Söfnuðu fyrir Stígamót

    Guðrún Jónsdóttir frá Stígamótum tók nýverið við 100.000 króna styrk frá femínistanefnd Menntaskólans í Kópavogi. Á jafnréttisdögum...

    ritstjorn 13/04/2019
  • Lesa meira
    Norrænt Rapp og Hip Hop veisla í Salnum

    Það kvað við nýjan tón í Salnum laugardaginn 19. janúar þegar danskir, sænskir og íslenskir rapp og...

    Auðun Georg Ólafsson 06/04/2019
  • Lesa meira
    Dagskrá fyrir krakka í vetrarfríi

    Vetrarfrí er í grunnskólum Kópavogs í næstu viku, 25.-26. febrúar. Hvað gera bændur þá? Menningarhúsin í Kópavogi...

    ritstjorn 19/02/2019
  • Lesa meira
    Lesið fyrir hunda

    Enn eru nokkur laus pláss á Lesið fyrir hunda laugardaginn 2. febrúar í Bókasafni Kópavogs. „Dóttir mín...

    ritstjorn 28/01/2019
  • Lesa meira
    Jammað í Molanum

    Molinn er Ungmenna- og menningarhús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, þar sem þeim gefst færi...

    ritstjorn 15/01/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • 50 ár hjá BYKO
    Fréttir29/08/2019
  • Kópavogsbúi og Þingeyingur greina ljósmynir úr sögu Kópavogs
    Fréttir21/09/2019
  • Einstök innsýn í innra líf manneskju í geðrofi
    Menning21/08/2019
  • Vináttuganga í Kópavogi
    Fréttir14/11/2019
  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum
    Mannlíf05/12/2019
  • Slakað og skapað í Gerðarsafni
    Mannlíf29/11/2019
  • Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ
    Á döfinni19/11/2019
  • Pláneta A: Börn ræða umhverfis- og loftslagsmál
    Fréttir16/11/2019

Facebook

© 2019 Kópavogsblaðið slf.