Ég er bara svo hrikalega upptekin við að gera ekki neitt. Nennirðu að hringja seinna?

Ég var að koma af yndislegu stelpukvöldi með dásamlegum æskuvinkonum sem mér þykir mjög vænt um. Við hittumst reglulega. En við hittumst ekki oft. Það er nefnilega svo mikið að gera hjá okkur. Það fékk mig til að hugsa um í hvað ég eyði mínum dýrmæta tíma. Ég er ekki í 200% vinnu eða þarf að sjá um þúsund rollur. Ég á tölvu og sjónvarp. Það skýrir ýmislegt.

Ég fór að spá í þessu tímaleysi. Ástæðan fyrir því að ég hitti ekki vinkonur mínar, sem hafa fylgt mér í gegnum tíðina, er sú að ég hafi ekki tíma. Einmitt Sigga. Málið er að ég tel mér trú um það að ég hafi ekki tíma. Það er samt ekki þannig. Ég hef, eins og við öll, 24 klst í sólarhring. Ég hef bara ekki nýtt tímann. Það er önnur saga.

Þá fór ég að rekja þetta aðeins.

Ég fann rótina. Rótin er skortur á sjálfsvirðingu.

Það sem mér þykir gaman að gera er að heimsækja fólk sem mér þykir vænt um. Mér finnst gaman að fara í búðir. Mér finnst gott að hugleiða. Mér finnst æðislegt að rölta um með manninum mínum í rómantísku umhverfi. Mér finnst alveg yndislegt að fara í Stokkseyrafjöru með fjölskyldu minni. Mér finnst alveg geggjað að djamma með vel völdum konum. Mér finnst yndislegt að hlusta á Bubba. Mér finnst svo gefandi að skrifa ljóð. Ég elska að púsla.

Hve mörgum klukkustundum hef ég eytt í þessi atriði í þessari viku?

Nánast engum.

Hvers vegna? Af því ég er svo upptekin!

Í dag tók ég tímann á því hversu miklum tíma ég eyddi í tölvunni (þá, ekki við vinnu). 1. Klst og 23 mínutur. Skipt niður í 9 skipti. Vá! Ég settist niður 9 sinnum til að kíkja á póstinn minn, skoða síður og hanga á facebook. Í gærkvöldi eyddi ég 1 klst og 30 mínutum að horfa á Rúv. Ég hafði ekki áhuga eða ánægju af því.

Þarna hefði ég getað eytt þremur klukkustundum í að gera eitthvað af því sem mér finnst skemmtilegt og gefandi. Hlusta á Bubba og spila Rommý við manninn minn.

En af hverju geri ég ekki þessa ótrúlega dásamlegu hluti og sinni áhugamálum mínum?

Af því þetta er VANI.

Af því þetta er þægilegt.

Af því þetta krefst ekki að ég gefi mikið af mér.

Af því ég gæti tekið of mikið pláss.

Á morgun, skulum við öll æfa okkur í að taka pláss. Taka okkur 20 mínutur frá því að skipta á kúkableyjum og hugleiða. Skipuleggja daginn þannig að við getum heimsótt góðar vinkonur. Gert eitthvað fyrir okkur sjálf. Við skuldum okkur það.

Púslum. Skoðum frímerkjasafnið okkar. Skrifum bréf til einhvers. Gerum eitthvað sem hjálpar sjálfsvirðingunni að blómstra.

Njótum!

Hættum þessu bulli. Förum inn í raunveruleikann þar sem alvöru fólkið okkar býr, fólkið sem hefur verið til staðar fyrir okkur að gefum þeim tíma. Gefum þannig sjálfum okkur tíma. 

Ég ætla að slökkva á tölvunni og sjónvarpinu, kyssa dóttur mína góða nótt, klappa kettinum, hugleiða og þakka kærleiks-aflinu mínu fyrir daginn. Það er svo margt sem ég get þakkað fyrir.

Ég óska ykkur að þið náið að nýta tímann ykkar með þeim sem ykkur þykir vænt um. Líka með ykkur sjálfum!

Ykkar Sigga

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á