• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Ég myndi hvergi annars staðar vilja búa en í Kópavogi

Ég myndi hvergi annars staðar vilja búa en í Kópavogi
ritstjorn
14/09/2017

Kristinn Rúnar Kristinsson.

Ég er fæddur og uppalinn í Kópavogi, bý þar og tel mjög ólíklegt að ég flytji annað hér á landi. Ég hef raunar alltaf átt heima í 200 Kópavogi; á Víðihvammi, á Digrenesheiði og núna einn míns liðs í Furugrundinni. Ég var reyndar mjög skeptískur fyrst að flytja þangað því þetta er jú gamla HK hverfið.

Ég var svo óviss með þetta að ég spurði nokkra gamla vini mína úr Blikunum hvort það væri hreinlega í lagi að búa þarna sem uppalinn Bliki og að hafa tekið þátt í rígnum fræga á milli liðanna í fótboltanum 2007 og 2008.

Svörin voru öll á sömu leið: „Auðvitað maður, hættu þessu rugli.” Ég flutti þangað 1. júlí 2016 en mánuði fyrr var þessu breytt í Blikasvæði og HK-ingarnir formlega farnir með alla sína starfssemi upp í Kórinn, mér til mikillar gleði. Blakdeild HK er þó enn við stöf hér í Fagralundi – sem ég söng hástöfum um sem „Ljótalund” á leikjum Breiðabliks og HK: „Farið heim niður í Ljótalund!” Stundum fær maður hlutina til baka í sig seinna.

Mér finnst 200 Kópavogur vera flottastur. Síðan kemur 201 og 203 þykir mér reka lestina. Það er ekki út af því að HK er með starfssemi sína þar heldur finnst mér það svæði bara svo mikið út fyrir að það tilheyri einhverju öðru en Kópavogi. Ég er meira að segja svo hrifinn af 200 Kópavogi að ég er með það tattúverað á vinstri hendina mína. Ég er með mikla nostalgíu þó ég sé einungis 28 ára gamall. Ég lét flúra á mig gamla UBK merkið og 200 í kringum það – til að taka það skýrt fram að ég sé úr gamla Kópavoginum.

Kristinn er með merki Breiðabliks og 200 Kópavogs tattúverað á upphandlegg sínum.

Ég ætla að flytja aftur í Hvammana þegar ég verð eldri og helst að kaupa húsið sem ég bjó í frá 1989-1999 – Víðihvamm 23. Ég á rosalega miklar og góðar minningar frá þeim tíma. Hvammarnir eru miðsvæðis en samt svo einagraðir. Það heillar mig mjög mikið. Lítil umferð þar í kring en mjög stutt niður á Kópavogsvöll og Smárann. Ég var aldrei hrifinn af því að fjölskylda mín fluttist á Digranesheiðina en við þurftum að stækka við okkur. Það svæði er reyndar magnað og með frábært útsýni en umferðin sem liggur við húsið er mjög þung og truflaði mig alltaf svolítið.

Það eru nokkur atriði sem ég væri til í að sjá betur fara í Kópavoginum. Hamraborgin er t.d. illa nýtt og gæti verið miklu flottari. Þetta á að vera miðbærinn okkar. Það virðist sem þetta sé ekki nægilega eftirsóknarvert svæði fyrir atvinnurekstur því það eru reglulega nýir staðir að opna og fljótlega að loka aftur. Bókabúð, tónlistarbúð og fatabúðir hafa horfið þar síðustu árin.

Perlur eins og Hlíðargarður er ekki mikið notaður en ég veit að það hefur verið reynt síðustu ár að lífga það svæði við. Að mestu er bærinn samt stórglæsilegur og ég finn ekki fyrir öðru en góðum anda og samstöðu í bænum sem við eigum endilega að halda áfram með og hlúa að.

Efnisorðefst á baugigott að búaumræðan
Aðsent
14/09/2017
ritstjorn

Efnisorðefst á baugigott að búaumræðan

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.