Ég var einu sinni feit, en mátti samt vera til.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um orðið feit. Ég hef alla tíð verið feimin við að nota það, mér var bannað að tala um fólk sem var í yfirþyngd sem feitt fólk. Ég mátti ekki benda á fólk í sundi sem var of feitt þegar ég var lítil. Ég held að mér þykir vænt um að hafa fengið þessi skilaboð í æsku. Kannski fellst ákveðin virðing í að nota önnur orð. Eins og þybbin eða stór.

Sigga Karls er heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.
Sigga Karls er heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

En sannleikurinn er samt sá að ég var einu sinni feit. Kannski þarf ég bara að viðurkenna það fyrir sjálfri mér og öðrum að þannig var ég. Ég las utan á Nupó-Létt pakkann. Samkvæmt BMI stuðlinum  á pakkanum (reiknað út frá hæð og þyngd) var ég með eitthvað sem kallast offita. Of feit. Það nísti inn að rófubeini. Að vera í offituflokknum.

Ég var án efa farin að taka meira pláss í bílnum. Ég var líka farin að taka meira pláss í mannmerg. Ég þurfti stærri föt. Ég fór að taka meira pláss.

Um það langar mig að skrifa í dag.

Það var nefnilega þannig að því meira sem bumban stækkaði, því meir minnkaði sálin. Tilveruréttur minn minnkaði í huganum. Ég fór að taka meira pláss á samkomum, flugvélum og sófasettum, en ég minnkaði plássið inn í sálinni.

Ég veit ekki af hverju ég hélt það, en mér fannst þeir sem voru mjóir hafa meiri rétt á að vera til, segja brandara eða sitja í sófanum heldur en ég.

Ég var aaaaðeeeeiinnns að misskilja.

Furðulegt.

Það er ekki hollt að setja fólkið í kringum sig á palla eftir þyngd eða útliti. Setja fyndnu sætu stelpuna sex pöllum fyrir ofan mig. Og fulla strákinn sem ælir á gólfið í partýinu átján pöllum fyrir neðan mig. Þá var ég nefnilega að dæma. Aðra, og það sem mestu skiptir, ég var að dæma sjálfa mig.

Ég er viss um að fólkið í kringum mig vildi hafa mig nálægt sér þótt ég væri feit. Ég held að fólkið í kringum mig tók ekki tilveruréttinn af mér.

Um það sjá ég alveg sjálf.

Verandi ung dama í nútímasamfélagi er oft erfitt.  Það er erfitt að uppfylla þær kröfur sem settar eru á okkur (fyrst og fremst eru það við sjálfar sem setjum kröfurnar á okkur) og þegar maður fellur ekki alveg í mótið sem búið er að búa til þá fallast manni oft hendur.

Ég var einu sinni líka of grönn. Ég á það til að stíga í öfgarnar og þegar ég náði árangri með vigtina, varð hún af einhverskonar ólympísku keppnistóli og dagurinn hjá mér snérist um að ná betri árangri í dag en í gær. Svona eins og langhlaupari reynir að bæta tímann hjá sér.

Það var heldur ekki góður staður að vera á. Að vera of grönn. Þræll vigtarinnar.

Það sem ég er að reyna koma frá mér hér er að tilverurétturinn er ekki mældur í kílógrömmum. Þegar ég var búin að ná rosalegum árangri keppninni: „misstu eins mörg grömm á dag og þá verður lífið fullkomið“ leið mér miklu verr en ég gerði áður en ég fór að missa kílógrömm. Á sálinni.

Ég tók lítið pláss í sófanum. Loksins. En samt var ég ekki hamingjusöm.

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.

Ef við sjáum okkur sjálf sem flottar manneskjur og aðra sem jafningja, ef við reynum að sjá það fallega í fari hvors annars, hvort sem BMI stuðullinn segir okkur að við séum í undirþyngd eða offituhópnum , þá kitlar hamingjan okkur á kinnina.

Förum inn í daginn með því hugarfari að við megum öll vera til. Við megum öll taka pláss í tilverunni. Og höfum öll fullan rétt á að vera hamingjusöm í eigin skinni. Og Njóta!

Ég óska ykkur að ganga inn í haustið á jafningjagrundvelli og hugsa vel um hvert annað og sjálfa ykkur. Aldrei of oft sagt! Mér þykir vænt um ykkur.

Kærleikur,

Ykkar Sigga

Hér er Heilbrigð heilsuráðgjöf á Facebook.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Karen E. Halldórsdóttir
Bjarni Benediktsson
vg
Gotugangan_2024_2
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Magnús Helgi Björgvinsson.
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
skidi
248328_113320075421433_4498009_n