• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Mannlíf

Ég var einu sinni feit, en mátti samt vera til.

Ég var einu sinni feit, en mátti samt vera til.
ritstjorn
27/08/2013

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um orðið feit. Ég hef alla tíð verið feimin við að nota það, mér var bannað að tala um fólk sem var í yfirþyngd sem feitt fólk. Ég mátti ekki benda á fólk í sundi sem var of feitt þegar ég var lítil. Ég held að mér þykir vænt um að hafa fengið þessi skilaboð í æsku. Kannski fellst ákveðin virðing í að nota önnur orð. Eins og þybbin eða stór.

Sigga Karls er heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

Sigga Karls er heilsuráðgjafi Kópavogsfrétta.

En sannleikurinn er samt sá að ég var einu sinni feit. Kannski þarf ég bara að viðurkenna það fyrir sjálfri mér og öðrum að þannig var ég. Ég las utan á Nupó-Létt pakkann. Samkvæmt BMI stuðlinum  á pakkanum (reiknað út frá hæð og þyngd) var ég með eitthvað sem kallast offita. Of feit. Það nísti inn að rófubeini. Að vera í offituflokknum.

Ég var án efa farin að taka meira pláss í bílnum. Ég var líka farin að taka meira pláss í mannmerg. Ég þurfti stærri föt. Ég fór að taka meira pláss.

Um það langar mig að skrifa í dag.

Það var nefnilega þannig að því meira sem bumban stækkaði, því meir minnkaði sálin. Tilveruréttur minn minnkaði í huganum. Ég fór að taka meira pláss á samkomum, flugvélum og sófasettum, en ég minnkaði plássið inn í sálinni.

Ég veit ekki af hverju ég hélt það, en mér fannst þeir sem voru mjóir hafa meiri rétt á að vera til, segja brandara eða sitja í sófanum heldur en ég.

Ég var aaaaðeeeeiinnns að misskilja.

Furðulegt.

Það er ekki hollt að setja fólkið í kringum sig á palla eftir þyngd eða útliti. Setja fyndnu sætu stelpuna sex pöllum fyrir ofan mig. Og fulla strákinn sem ælir á gólfið í partýinu átján pöllum fyrir neðan mig. Þá var ég nefnilega að dæma. Aðra, og það sem mestu skiptir, ég var að dæma sjálfa mig.

Ég er viss um að fólkið í kringum mig vildi hafa mig nálægt sér þótt ég væri feit. Ég held að fólkið í kringum mig tók ekki tilveruréttinn af mér.

Um það sjá ég alveg sjálf.

Verandi ung dama í nútímasamfélagi er oft erfitt.  Það er erfitt að uppfylla þær kröfur sem settar eru á okkur (fyrst og fremst eru það við sjálfar sem setjum kröfurnar á okkur) og þegar maður fellur ekki alveg í mótið sem búið er að búa til þá fallast manni oft hendur.

Ég var einu sinni líka of grönn. Ég á það til að stíga í öfgarnar og þegar ég náði árangri með vigtina, varð hún af einhverskonar ólympísku keppnistóli og dagurinn hjá mér snérist um að ná betri árangri í dag en í gær. Svona eins og langhlaupari reynir að bæta tímann hjá sér.

Það var heldur ekki góður staður að vera á. Að vera of grönn. Þræll vigtarinnar.

Það sem ég er að reyna koma frá mér hér er að tilverurétturinn er ekki mældur í kílógrömmum. Þegar ég var búin að ná rosalegum árangri keppninni: „misstu eins mörg grömm á dag og þá verður lífið fullkomið“ leið mér miklu verr en ég gerði áður en ég fór að missa kílógrömm. Á sálinni.

Ég tók lítið pláss í sófanum. Loksins. En samt var ég ekki hamingjusöm.

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.

Ef við sjáum okkur sjálf sem flottar manneskjur og aðra sem jafningja, ef við reynum að sjá það fallega í fari hvors annars, hvort sem BMI stuðullinn segir okkur að við séum í undirþyngd eða offituhópnum , þá kitlar hamingjan okkur á kinnina.

Förum inn í daginn með því hugarfari að við megum öll vera til. Við megum öll taka pláss í tilverunni. Og höfum öll fullan rétt á að vera hamingjusöm í eigin skinni. Og Njóta!

Ég óska ykkur að ganga inn í haustið á jafningjagrundvelli og hugsa vel um hvert annað og sjálfa ykkur. Aldrei of oft sagt! Mér þykir vænt um ykkur.

Kærleikur,

Ykkar Sigga

Hér er Heilbrigð heilsuráðgjöf á Facebook.

Efnisorð
Mannlíf
27/08/2013
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Listasprengja í Kópavogi 2021

    Árið 2020 hefur svo sannarlega verið áskorun fyrir öll þau sem koma að skipulagi menningar- og listviðburða....

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók

    Í Smárahverfinu býr parið Ísak og Gréta María en þau eru að vinna að verkefni sem heitir...

    Auðun Georg Ólafsson 16/12/2020
  • Lesa meira
    Krossgátusmiðurinn á Kársnesi

    Sagt er og sannað að krossgátur eru holl hugarleikfimi sem örvar og þjálfar minni. Allir geta leyst...

    Auðun Georg Ólafsson 22/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
  • Lesa meira
    Sólstöðujóga á Bókasafni Kópavogs

    Laugardaginn 20. júní klukkan 13:00 verður sólstöðum fagnað með jóga fyrir alla fjölskylduna. Helga Einarsdóttir verkefnastjóri fræðslu...

    ritstjorn 19/06/2020
  • Lesa meira
    Þakkir frá Got Agulu strákunum

    Söfnun fyrir skóladrengi í þorpinu Got Agulu á Rey Cup, fótboltamót Þróttar í fyrra gekk það vel...

    ritstjorn 04/03/2020
  • Lesa meira
    Félag kvenna í Kópavogi með opinn fund

    Föstudaginn 21.febrúar kl. 21:15 eru allar konur velkomnar á opinn félagsfund hjá Félagi kvenna í Kópavogi (FKK)....

    ritstjorn 20/02/2020
  • Lesa meira
    Holdris, Blóðmör og Ælupestó í Molanum

    Á dögunum komu nokkar ungar og upprennandi hljómsveitir fram á tónleikum í Molanum Ungmennahúsi Kópavogs. Reglulega eru...

    ritstjorn 05/12/2019
  • Lesa meira
    Slakað og skapað í Gerðarsafni

    Slakað og skapað er vikulegur dagskrárliður sem slegið hefur í gegn á Gerðarsafni í nóvember. Hönnuðurinn og jógakennarinn...

    ritstjorn 29/11/2019
  • Lesa meira
    Hátíðarhöld í Kópavogi í tilefni 30 ára afmælis Barnasáttmála SÞ

    Haldið verður upp á 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt í Kópavogi miðvikudaginn...

    ritstjorn 19/11/2019
  • Lesa meira
    50 ár hjá BYKO

    Það heyrir til tíðinda þegar fólk nær háum starfsaldri, sérstaklega þegar starfað hefur verið óslitið hjá sama...

    Auðun Georg Ólafsson 29/08/2019
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.