„Ég var ótrúlega heppinn,“ segir Ruben Filipe sem festi hönd sína í marningsvél í fiskvinnslu í Kópavogi í gær. Mildi að ekki fór verr.

Ruben Filipe Vasques á Landspítalanum í dag.
Ruben Filipe Vasques á Landspítalanum í dag.

Ruben Filipe Vasques er fæddur í Portúgal en hefur búið hér á landi í sjö ár. Hann hefur starfað lengst af við fiskvinnslu, nú síðast hjá Ísfiski í Kópavogi. Í gærmorgun stóð marningsvélin á sér og þurfti Ruben að losa um bein sem stífluðu hana. Engin öryggishlíf var á vélinni, að sögn Rubens, sem segir að vélin sé komin talsvert til ára sinna.

Jóhann Róbertsson, handaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að Ruben hafi sloppið ótrúlega vel. Hann sé óbrotinn en smátaugar hafi ef til vill skemmst og þær þurfi að meðhöndla. Jóhann dregur í efa að marningsvélin hafi verið lögleg.  Þekkt slysahætta sé af þessum vélum, en ekki séu allir jafn heppnir eins og Ruben.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar