„Ég var ótrúlega heppinn,“ segir Ruben Filipe sem festi hönd sína í marningsvél í fiskvinnslu í Kópavogi í gær. Mildi að ekki fór verr.

Ruben Filipe Vasques á Landspítalanum í dag.
Ruben Filipe Vasques á Landspítalanum í dag.

Ruben Filipe Vasques er fæddur í Portúgal en hefur búið hér á landi í sjö ár. Hann hefur starfað lengst af við fiskvinnslu, nú síðast hjá Ísfiski í Kópavogi. Í gærmorgun stóð marningsvélin á sér og þurfti Ruben að losa um bein sem stífluðu hana. Engin öryggishlíf var á vélinni, að sögn Rubens, sem segir að vélin sé komin talsvert til ára sinna.

Jóhann Róbertsson, handaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að Ruben hafi sloppið ótrúlega vel. Hann sé óbrotinn en smátaugar hafi ef til vill skemmst og þær þurfi að meðhöndla. Jóhann dregur í efa að marningsvélin hafi verið lögleg.  Þekkt slysahætta sé af þessum vélum, en ekki séu allir jafn heppnir eins og Ruben.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn