„Ég var ótrúlega heppinn,“ segir Ruben Filipe sem festi hönd sína í marningsvél í fiskvinnslu í Kópavogi í gær. Mildi að ekki fór verr.

Ruben Filipe Vasques á Landspítalanum í dag.
Ruben Filipe Vasques á Landspítalanum í dag.

Ruben Filipe Vasques er fæddur í Portúgal en hefur búið hér á landi í sjö ár. Hann hefur starfað lengst af við fiskvinnslu, nú síðast hjá Ísfiski í Kópavogi. Í gærmorgun stóð marningsvélin á sér og þurfti Ruben að losa um bein sem stífluðu hana. Engin öryggishlíf var á vélinni, að sögn Rubens, sem segir að vélin sé komin talsvert til ára sinna.

Jóhann Róbertsson, handaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að Ruben hafi sloppið ótrúlega vel. Hann sé óbrotinn en smátaugar hafi ef til vill skemmst og þær þurfi að meðhöndla. Jóhann dregur í efa að marningsvélin hafi verið lögleg.  Þekkt slysahætta sé af þessum vélum, en ekki séu allir jafn heppnir eins og Ruben.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem