Eignarspjöll á jólaljósum

Að minnsta kosti tíu jólaseríur á Hálsatorgi í eigu Kópavogsbæjar hafa verið eyðilagðar síðustu daga en tjónið hleypur á tugum þúsunda. Kópavogsbær hefur lagt metnað sinn í að hafa jólalegt í bænum á aðventunni og hefur Hálstatorgið til dæmis aldrei verið jólalegra. Þar hafa ljós verið sett á stuðlabergssúlur, á vegg og á fleiri tré á torginu. Nú virka sumar af þessum seríum hins vegar ekki þar sem búið er að slíta þær í sundur. Öll serían á trénu fyrir framan Gjábakka, félagsheimili eldri borgara, er til dæmis ónýt.

Að minnsta kosti tíu jólaseríur á Hálsatorgi í eigu Kópavogsbæjar hafa verið eyðilagðar síðustu daga en tjónið hleypur á tugum þúsunda.
Að minnsta kosti tíu jólaseríur á Hálsatorgi í eigu Kópavogsbæjar hafa verið eyðilagðar síðustu daga en tjónið hleypur á tugum þúsunda.

Bærinn biðlar til skemmdarvarga um að finna jólafriðinn í hjarta sínu og láta hér staðar numir. Jólaljósin eigi ekki bara að lýsa upp skammdegið heldur einnig að minna okkur á að jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fámennur hópur eigi ekki að skemma jólalastemnninguna fyrir öllum hinum.

Fleiri jólaljós eru nú í Kópavogi en árin á undan og hafa jólaseríur til dæmis verið sett á brýrnar við Hamraborg og Digranesveg. Þá eru ljós á um  27 jólatrjám víða um bæ. Fólk er hvatt til að hafa samband við lögreglu verði það vart við eignarspjöll á jólaljósum bæjarins.

jolaskemmdir3 jolaskemmdir2 jolaskemmdir1

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar