Eignarspjöll á jólaljósum

Að minnsta kosti tíu jólaseríur á Hálsatorgi í eigu Kópavogsbæjar hafa verið eyðilagðar síðustu daga en tjónið hleypur á tugum þúsunda. Kópavogsbær hefur lagt metnað sinn í að hafa jólalegt í bænum á aðventunni og hefur Hálstatorgið til dæmis aldrei verið jólalegra. Þar hafa ljós verið sett á stuðlabergssúlur, á vegg og á fleiri tré á torginu. Nú virka sumar af þessum seríum hins vegar ekki þar sem búið er að slíta þær í sundur. Öll serían á trénu fyrir framan Gjábakka, félagsheimili eldri borgara, er til dæmis ónýt.

Að minnsta kosti tíu jólaseríur á Hálsatorgi í eigu Kópavogsbæjar hafa verið eyðilagðar síðustu daga en tjónið hleypur á tugum þúsunda.
Að minnsta kosti tíu jólaseríur á Hálsatorgi í eigu Kópavogsbæjar hafa verið eyðilagðar síðustu daga en tjónið hleypur á tugum þúsunda.

Bærinn biðlar til skemmdarvarga um að finna jólafriðinn í hjarta sínu og láta hér staðar numir. Jólaljósin eigi ekki bara að lýsa upp skammdegið heldur einnig að minna okkur á að jólin eru hátíð ljóss og friðar. Fámennur hópur eigi ekki að skemma jólalastemnninguna fyrir öllum hinum.

Fleiri jólaljós eru nú í Kópavogi en árin á undan og hafa jólaseríur til dæmis verið sett á brýrnar við Hamraborg og Digranesveg. Þá eru ljós á um  27 jólatrjám víða um bæ. Fólk er hvatt til að hafa samband við lögreglu verði það vart við eignarspjöll á jólaljósum bæjarins.

jolaskemmdir3 jolaskemmdir2 jolaskemmdir1

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn