Eik kaupir Smáratorg.


Fasteignafélagið Eik skrifaði í dag undir kaupsamning við fasteignafélagið SMI ehf um kaup Eikar á rúmlega sextíu og tvö þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði í Kópavogi og á Akureyri. Þetta kemur fram á visi.is

Á meðal helstu leigutaka eru Rúmfatalagerinn, Deloitte, Alvogen og Bónus. Mynd: visir.is

Á meðal helstu leigutaka eru Rúmfatalagerinn, Deloitte, Alvogen og Bónus. Mynd: visir.is

Um er að ræða fasteignirnar við Smáratorg í Kópavogi auk fasteigna á Gleráreyrum og við Dalsbraut á Akureyri. Samningurinn er gerður með fyrirvara um fjármögnun og samþykki hluthafafundar Eikar, stjórna beggja félaga og Samkeppniseftirlitsins.

Leigutakar að þessum fasteignum eru í dag um sjötíu og fimm og mun eignasafn Eikar stækka um rúm sjötíu prósent. Kaupverð er sagt trúnaðarmál.

Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri Eikar: „Eik fasteignafélag hf. fagnar nýjum hópi leigutaka þegar kaupin verða um garð gengin. Um er að ræða mjög spennandi eignir SMI ehf., vel staðsett verslunar- og skrifstofuhúsnæði sem falla mjög vel að eignasafni Eikar. Kaupin eru stór liður í stefnu og áformum Eikar um stækkun félagsins og mun Eik halda áfram að skoða áhugaverð kauptækifæri sem bjóðast á fasteignamarkaðnum á Íslandi.“

„Hluthafar SMI ehf. eru mjög ánægðir með sölu helstu eigna SMI ehf. til Eikar fasteignafélags hf. Viðskiptin eru mjög ásættanleg fyrir félagið og vil ég óska Eik til hamingju með kaupin“ segir Davíð Freyr Albertsson, framkvæmdastjóri SMI ehf.

www.visir.is