Taekwondo er vaxandi íþróttagrein hér á landi og iðkendafjöldinn hjá HK fer vaxandi.
Suvi Mikkonen, sem er ein fremsta Taekwondokona heims og hefur unnið til margra verðlauna, verður með opna æfingu fyrir iðkendur íþróttarinnar hjá HK í Snælandinu. Um einstakan viðburð er að ræða.

Æfingin verður á föstudaginn, 20. september, í íþróttahúsi Snælandsskóla. Æfingin byrjar kl. 15:30 með krökkum og kl. 17:00 hefst æfing með fullorðnum.
Það er ekki á hverjum degi sem að svona afreksfólk kemur í heimsókn til landsins en koma Suvi Mikkonen er sögð mikil lyftistöng fyrir Taekwondo íþróttina.


Nánari upplýsingar:
http://en.wikipedia.org/wiki/Suvi_Mikkonen
http://suvi-hankuk.blogspot.com/2010/09/jesus-ramal-is-new-olympic-trainer-of.html