Einar Vihjálmsson,spjótkastari: „Sindri Hrafn er eitt mesta efni sem komið hefur fram.“

Meistaramót Íslands í frjálsum, 15 – 22 ára, á Kópavogsvelli um helgina.

Einn efnilegasti spjótkastari sem komið hefur fram hér á landi, Sindri Hrafn Guðmundsson, verður á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15 – 22 ára, sem fram fer á Kópavogsvelli um helgina. Sindri, sem kastar spjótinu eins langt og hann getur fyrir Breiðablik, náði þeim frábæra árangri að kasta karlaspjótinu (800gr) yfir 70m á MÍ á Akureyri á dögunum; 70,25 metra. Sindri er tólfti íslenski spjótkastarinn til að komast í 70 metra klúbbinn svonefnda og þykir hann afar líklegur kandídat í 75 metra klúbbinn í nánustu framtíð en þar eru fyrir sex íslenskir spjótkastarar í frjálsíþróttasögu landsins.

 Sindri Hrafn Guðmundsson, Sigmar Vilhjálmsson, Guðmundur Sverrisson og Örn Davíðsson – allt spjótkastarar sem hafa kastað karlaspjóti yfir 70m en Simmi þó ekki í keppni – hann hætti mjög efnilegur og snéri sér að 70-Mínútum. Sindri (18) á best 70,25m, eins og að ofan greinir, Guðmundur (23) á best 80,66m, síðan á MÍ 27. júlí og Örn (23) á best 75,96m frá því í fyrra.   Mynd: http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/
Sindri Hrafn Guðmundsson, Sigmar Vilhjálmsson, Guðmundur Sverrisson og Örn Davíðsson – allt spjótkastarar sem hafa kastað karlaspjóti yfir 70m en Simmi þó ekki í keppni – hann hætti mjög efnilegur og snéri sér að 70-Mínútum. Sindri (18) á best 70,25m, eins og að ofan greinir, Guðmundur (23) á best 80,66m, síðan á MÍ 27. júlí og Örn (23) á best 75,96m frá því í fyrra.
Mynd: http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/

Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, sparar ekki lýsingarorðin á þessum unga og efnilega spjótkastara í nýlegri grein á vefsvæði sínu og segir Sindra Hrafn eitt mesta efni sem fram hafi komið í íþróttinni hér á landi.

Fleiri efnilegir frjálsíþróttamenn verða á mótinu um helgina. Þar má nefna: Sigurjón Hólm, Ara Sigþór og Irmu Gunnarsdóttur, öll úr Breiðablik. Alls er 201 keppandi skráður til leiks, allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins. Á meðal keppenda eru sex ítalir sem eru í heimsókn hjá Blikum þessa dagana. Mótið er stigamót en einnig er keppt um Íslandsmeistaratitla í öllum greinum.

Engin aðgangseyrir er á mótið og allir eru velkomnir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér