Einar Vihjálmsson,spjótkastari: „Sindri Hrafn er eitt mesta efni sem komið hefur fram.“

Meistaramót Íslands í frjálsum, 15 – 22 ára, á Kópavogsvelli um helgina.

Einn efnilegasti spjótkastari sem komið hefur fram hér á landi, Sindri Hrafn Guðmundsson, verður á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15 – 22 ára, sem fram fer á Kópavogsvelli um helgina. Sindri, sem kastar spjótinu eins langt og hann getur fyrir Breiðablik, náði þeim frábæra árangri að kasta karlaspjótinu (800gr) yfir 70m á MÍ á Akureyri á dögunum; 70,25 metra. Sindri er tólfti íslenski spjótkastarinn til að komast í 70 metra klúbbinn svonefnda og þykir hann afar líklegur kandídat í 75 metra klúbbinn í nánustu framtíð en þar eru fyrir sex íslenskir spjótkastarar í frjálsíþróttasögu landsins.

 Sindri Hrafn Guðmundsson, Sigmar Vilhjálmsson, Guðmundur Sverrisson og Örn Davíðsson – allt spjótkastarar sem hafa kastað karlaspjóti yfir 70m en Simmi þó ekki í keppni – hann hætti mjög efnilegur og snéri sér að 70-Mínútum. Sindri (18) á best 70,25m, eins og að ofan greinir, Guðmundur (23) á best 80,66m, síðan á MÍ 27. júlí og Örn (23) á best 75,96m frá því í fyrra.   Mynd: http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/
Sindri Hrafn Guðmundsson, Sigmar Vilhjálmsson, Guðmundur Sverrisson og Örn Davíðsson – allt spjótkastarar sem hafa kastað karlaspjóti yfir 70m en Simmi þó ekki í keppni – hann hætti mjög efnilegur og snéri sér að 70-Mínútum. Sindri (18) á best 70,25m, eins og að ofan greinir, Guðmundur (23) á best 80,66m, síðan á MÍ 27. júlí og Örn (23) á best 75,96m frá því í fyrra.
Mynd: http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/

Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, sparar ekki lýsingarorðin á þessum unga og efnilega spjótkastara í nýlegri grein á vefsvæði sínu og segir Sindra Hrafn eitt mesta efni sem fram hafi komið í íþróttinni hér á landi.

Fleiri efnilegir frjálsíþróttamenn verða á mótinu um helgina. Þar má nefna: Sigurjón Hólm, Ara Sigþór og Irmu Gunnarsdóttur, öll úr Breiðablik. Alls er 201 keppandi skráður til leiks, allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins. Á meðal keppenda eru sex ítalir sem eru í heimsókn hjá Blikum þessa dagana. Mótið er stigamót en einnig er keppt um Íslandsmeistaratitla í öllum greinum.

Engin aðgangseyrir er á mótið og allir eru velkomnir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn