Einar Vihjálmsson,spjótkastari: „Sindri Hrafn er eitt mesta efni sem komið hefur fram.“

Meistaramót Íslands í frjálsum, 15 – 22 ára, á Kópavogsvelli um helgina.

Einn efnilegasti spjótkastari sem komið hefur fram hér á landi, Sindri Hrafn Guðmundsson, verður á meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum, 15 – 22 ára, sem fram fer á Kópavogsvelli um helgina. Sindri, sem kastar spjótinu eins langt og hann getur fyrir Breiðablik, náði þeim frábæra árangri að kasta karlaspjótinu (800gr) yfir 70m á MÍ á Akureyri á dögunum; 70,25 metra. Sindri er tólfti íslenski spjótkastarinn til að komast í 70 metra klúbbinn svonefnda og þykir hann afar líklegur kandídat í 75 metra klúbbinn í nánustu framtíð en þar eru fyrir sex íslenskir spjótkastarar í frjálsíþróttasögu landsins.

 Sindri Hrafn Guðmundsson, Sigmar Vilhjálmsson, Guðmundur Sverrisson og Örn Davíðsson – allt spjótkastarar sem hafa kastað karlaspjóti yfir 70m en Simmi þó ekki í keppni – hann hætti mjög efnilegur og snéri sér að 70-Mínútum. Sindri (18) á best 70,25m, eins og að ofan greinir, Guðmundur (23) á best 80,66m, síðan á MÍ 27. júlí og Örn (23) á best 75,96m frá því í fyrra.   Mynd: http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/
Sindri Hrafn Guðmundsson, Sigmar Vilhjálmsson, Guðmundur Sverrisson og Örn Davíðsson – allt spjótkastarar sem hafa kastað karlaspjóti yfir 70m en Simmi þó ekki í keppni – hann hætti mjög efnilegur og snéri sér að 70-Mínútum. Sindri (18) á best 70,25m, eins og að ofan greinir, Guðmundur (23) á best 80,66m, síðan á MÍ 27. júlí og Örn (23) á best 75,96m frá því í fyrra.
Mynd: http://einarvill.blog.is/blog/einarvill/

Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, sparar ekki lýsingarorðin á þessum unga og efnilega spjótkastara í nýlegri grein á vefsvæði sínu og segir Sindra Hrafn eitt mesta efni sem fram hafi komið í íþróttinni hér á landi.

Fleiri efnilegir frjálsíþróttamenn verða á mótinu um helgina. Þar má nefna: Sigurjón Hólm, Ara Sigþór og Irmu Gunnarsdóttur, öll úr Breiðablik. Alls er 201 keppandi skráður til leiks, allt efnilegasta frjálsíþróttafólk landsins. Á meðal keppenda eru sex ítalir sem eru í heimsókn hjá Blikum þessa dagana. Mótið er stigamót en einnig er keppt um Íslandsmeistaratitla í öllum greinum.

Engin aðgangseyrir er á mótið og allir eru velkomnir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á