Einfaldar samskiptareglur

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Hjólaráðstefna var haldin í Salnum nýlega. Samankomnir voru sérfræðingar úr öllum áttum til að koma böndum á ákveðið ástand sem er að myndast á göngustígum. Ræddar voru reglur, lög og jafnvel hraðasektir á hjólandi einstaklinga, hraðahindranir, merkingar og aðgreining á stígum á milli hjóla og gangandi vegfarenda. Reykjavík kynnti metnaðarfullar framkvæmdir hvað varðar hjólamenninguna og eru komnir nokkuð langt í sínum áætlunum og Kópavogur fylgist árvökull með.

Hjólin eru komin til að vera, en þau eru ekki fyrir alla og geta ekki verið hvar sem er. Fulltrúi Samgöngustofu komst ágætlega að orði þegar hann talaði um hjóla-nasisma og hjóla-fasima og lýsti í þeim orðum sínum þeim samskiptavanda sem er að myndast á milli hjólandi, gangandi og keyrandi vegfarenda. Hver þekkir ekki ergelsið vegna þeirra sem „blokka“ göturnar á hjólum, og svo þeirra sem vilja að göngustígar séu fyrir gangandi og svo eru það þeir sem bara skilja ekkert í því afhverju við erum ekki öll á hjólum! Sumsé þrír stríðandi hópar sem á köflum gengur illa að samlagast.

Um þetta skópust skemmtilegar umræður og pælingar og sitt sýndist hverjum. Niðurstaðan var að við þyrftum líklega þrískipta stíga, einn fyrir gangandi, einn fyrir venjulega hjólandi og þann þriðja fyrir þá sem fara á hraða bílsins á hjólum og svo það viðhorf að götunar væru bara fyrir bíla. En að sjálfsögðu er það frekar óraunhæft og því fannst mér merkilegt að átta mig á því að vandinn væri ekki endilega skortur á stígum. Vandinn er bara í hnotskurn við sjálf og hvernig við komum fram í breytilegri umferðarmenningu. Við þurfum ekki endilega sektir, hraðahindranir eða aðrar tálmanir. Við þurfum bara að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.  Einfaldar samskiptareglur eins og; vertu alltaf hægra megin á göngustíg, notaðu bjölluna og láttu vita af þér, gættu að þér þú ert ekki einn í heiminum! Við verðum að muna að við erum sjaldan ein á ferð í sífellt þéttari byggð. Þessu viljum við stundum gleyma og kannski er ráð að mála slíkar áminningar á stígana þess efnis og höfða til skynseminnar á kómískan hátt.

Ég er svo lánsöm að hafa alist upp á bremsulausu hjóli á tættum skóm og setti í mesta lagi derhúfu á hausinn á mér til varnar og komst klakklaust frá því (eða næstum því). Nú eru aðrir tímar reglur og öryggi er haft í hávegum allstaðar, annað er bara rugl. Við erum alltaf að reyna að koma vitinu fyrir okkur með hindrunum og reglum, og vissulega er það oft afar þarft, en stundum ættum við bara að skottast til að nota vitið sem hjálminum er ætlað að vernda og sýna hvert öðru almenna tillitsemi.

-Karen E. Halldórsdóttir.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn