Einfaldar samskiptareglur

Karen Elísabet Halldórsdóttir.
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Hjólaráðstefna var haldin í Salnum nýlega. Samankomnir voru sérfræðingar úr öllum áttum til að koma böndum á ákveðið ástand sem er að myndast á göngustígum. Ræddar voru reglur, lög og jafnvel hraðasektir á hjólandi einstaklinga, hraðahindranir, merkingar og aðgreining á stígum á milli hjóla og gangandi vegfarenda. Reykjavík kynnti metnaðarfullar framkvæmdir hvað varðar hjólamenninguna og eru komnir nokkuð langt í sínum áætlunum og Kópavogur fylgist árvökull með.

Hjólin eru komin til að vera, en þau eru ekki fyrir alla og geta ekki verið hvar sem er. Fulltrúi Samgöngustofu komst ágætlega að orði þegar hann talaði um hjóla-nasisma og hjóla-fasima og lýsti í þeim orðum sínum þeim samskiptavanda sem er að myndast á milli hjólandi, gangandi og keyrandi vegfarenda. Hver þekkir ekki ergelsið vegna þeirra sem „blokka“ göturnar á hjólum, og svo þeirra sem vilja að göngustígar séu fyrir gangandi og svo eru það þeir sem bara skilja ekkert í því afhverju við erum ekki öll á hjólum! Sumsé þrír stríðandi hópar sem á köflum gengur illa að samlagast.

Um þetta skópust skemmtilegar umræður og pælingar og sitt sýndist hverjum. Niðurstaðan var að við þyrftum líklega þrískipta stíga, einn fyrir gangandi, einn fyrir venjulega hjólandi og þann þriðja fyrir þá sem fara á hraða bílsins á hjólum og svo það viðhorf að götunar væru bara fyrir bíla. En að sjálfsögðu er það frekar óraunhæft og því fannst mér merkilegt að átta mig á því að vandinn væri ekki endilega skortur á stígum. Vandinn er bara í hnotskurn við sjálf og hvernig við komum fram í breytilegri umferðarmenningu. Við þurfum ekki endilega sektir, hraðahindranir eða aðrar tálmanir. Við þurfum bara að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.  Einfaldar samskiptareglur eins og; vertu alltaf hægra megin á göngustíg, notaðu bjölluna og láttu vita af þér, gættu að þér þú ert ekki einn í heiminum! Við verðum að muna að við erum sjaldan ein á ferð í sífellt þéttari byggð. Þessu viljum við stundum gleyma og kannski er ráð að mála slíkar áminningar á stígana þess efnis og höfða til skynseminnar á kómískan hátt.

Ég er svo lánsöm að hafa alist upp á bremsulausu hjóli á tættum skóm og setti í mesta lagi derhúfu á hausinn á mér til varnar og komst klakklaust frá því (eða næstum því). Nú eru aðrir tímar reglur og öryggi er haft í hávegum allstaðar, annað er bara rugl. Við erum alltaf að reyna að koma vitinu fyrir okkur með hindrunum og reglum, og vissulega er það oft afar þarft, en stundum ættum við bara að skottast til að nota vitið sem hjálminum er ætlað að vernda og sýna hvert öðru almenna tillitsemi.

-Karen E. Halldórsdóttir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

lk_newlogolarge
gudridur
ozzo_Kopavogur_0107_edit
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
image
Hilla af skyrdollum
Einelti_2015_1
Bæjarstjórn2014
WCCD_Platinum_CertificationMark 2018