• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Einfaldar samskiptareglur

Einfaldar samskiptareglur
ritstjorn
29/06/2016
Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Karen Elísabet Halldórsdóttir.

Hjólaráðstefna var haldin í Salnum nýlega. Samankomnir voru sérfræðingar úr öllum áttum til að koma böndum á ákveðið ástand sem er að myndast á göngustígum. Ræddar voru reglur, lög og jafnvel hraðasektir á hjólandi einstaklinga, hraðahindranir, merkingar og aðgreining á stígum á milli hjóla og gangandi vegfarenda. Reykjavík kynnti metnaðarfullar framkvæmdir hvað varðar hjólamenninguna og eru komnir nokkuð langt í sínum áætlunum og Kópavogur fylgist árvökull með.

Hjólin eru komin til að vera, en þau eru ekki fyrir alla og geta ekki verið hvar sem er. Fulltrúi Samgöngustofu komst ágætlega að orði þegar hann talaði um hjóla-nasisma og hjóla-fasima og lýsti í þeim orðum sínum þeim samskiptavanda sem er að myndast á milli hjólandi, gangandi og keyrandi vegfarenda. Hver þekkir ekki ergelsið vegna þeirra sem „blokka“ göturnar á hjólum, og svo þeirra sem vilja að göngustígar séu fyrir gangandi og svo eru það þeir sem bara skilja ekkert í því afhverju við erum ekki öll á hjólum! Sumsé þrír stríðandi hópar sem á köflum gengur illa að samlagast.

Um þetta skópust skemmtilegar umræður og pælingar og sitt sýndist hverjum. Niðurstaðan var að við þyrftum líklega þrískipta stíga, einn fyrir gangandi, einn fyrir venjulega hjólandi og þann þriðja fyrir þá sem fara á hraða bílsins á hjólum og svo það viðhorf að götunar væru bara fyrir bíla. En að sjálfsögðu er það frekar óraunhæft og því fannst mér merkilegt að átta mig á því að vandinn væri ekki endilega skortur á stígum. Vandinn er bara í hnotskurn við sjálf og hvernig við komum fram í breytilegri umferðarmenningu. Við þurfum ekki endilega sektir, hraðahindranir eða aðrar tálmanir. Við þurfum bara að koma fram við aðra eins og við viljum að komið sé fram við okkur.  Einfaldar samskiptareglur eins og; vertu alltaf hægra megin á göngustíg, notaðu bjölluna og láttu vita af þér, gættu að þér þú ert ekki einn í heiminum! Við verðum að muna að við erum sjaldan ein á ferð í sífellt þéttari byggð. Þessu viljum við stundum gleyma og kannski er ráð að mála slíkar áminningar á stígana þess efnis og höfða til skynseminnar á kómískan hátt.

Ég er svo lánsöm að hafa alist upp á bremsulausu hjóli á tættum skóm og setti í mesta lagi derhúfu á hausinn á mér til varnar og komst klakklaust frá því (eða næstum því). Nú eru aðrir tímar reglur og öryggi er haft í hávegum allstaðar, annað er bara rugl. Við erum alltaf að reyna að koma vitinu fyrir okkur með hindrunum og reglum, og vissulega er það oft afar þarft, en stundum ættum við bara að skottast til að nota vitið sem hjálminum er ætlað að vernda og sýna hvert öðru almenna tillitsemi.

-Karen E. Halldórsdóttir.

Efnisorðefst á baugihjólastígarhjólreiðarsamgöngur
Aðsent
29/06/2016
ritstjorn

Efnisorðefst á baugihjólastígarhjólreiðarsamgöngur

Meira

  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi

    Árið 2015 var tekin ákvörðun um að Kópavogsbær gerðist heilsueflandi samfélag. Til að raungera þau markmið var...

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“
    Fréttir25/09/2020
  • Við erum öll barnavernd
    Aðsent24/09/2020
  • Vellíðan eldri Kópavogsbúa í fyrirrúmi
    Aðsent24/09/2020
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Fréttir16/12/2020
  • Tækifærin eru í Kópavogi
    Aðsent08/12/2020
  • Tendrað á jólastjörnu
    Fréttir08/12/2020

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.