Einstæð handritasýning í Gerðarsafni

ÍSLENSKA TEIKNIBÓKIN
350 ÁRA AFMÆLI ÁRNA MAGNÚSSONAR

teikning_a.1
Íslenska teiknibókin er einstæð meðal handrita í safni Árna Magnússonar. Hún er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu og sú eina frá Norðurlöndum.
Myndirnar eru gerðar af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1350-1500. Miðaldateiknibækur miðluðu myndefni og formum í samræmi við hefð. Fyrir listamenn var safn fyrirmynda jafn nauðsynlegt og verkfæri og litir. Myndirnar voru ætlaðar til nota við ýmis konar listsköpun, aðallega í listaverk af kristilegum toga. Bókin var í notkun fáum áratugum áður en hún  komst í eigu Árna Magnússonar um aldamótin 1700. Það mun einsdæmi um miðaldateiknibók.
Ekki er hægt að hafa Teiknibókina til sýnis að jafnaði vegna ástands blaðanna. Þegar handritið var flutt frá Kaupmannahöfn hingað til lands 2. júní 1991 var keypt undir hana flugsæti svo að hún yrði fyrir sem minnstu hnjaski.
Á sýningunni er eftirgerð á skinn af nokkrum blöðum handrits. Auk þess hefur bókin verið prentuð í heild í raunstærð.  Þá hafa allmargar fyrirmyndir verið teiknaðar upp í tölvu í því skyni að gera þeir algengilegri fyrir almenning.
Sýningin  sem opnuð var á afmælisdag Árna 13. nóvember stendur til 2. febrúar 2014.

Sjá nánar um sýninguna á heimasíðu Gerðarsafns: www.gerdarsafn.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar