Einstæð handritasýning í Gerðarsafni

ÍSLENSKA TEIKNIBÓKIN
350 ÁRA AFMÆLI ÁRNA MAGNÚSSONAR

teikning_a.1
Íslenska teiknibókin er einstæð meðal handrita í safni Árna Magnússonar. Hún er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu og sú eina frá Norðurlöndum.
Myndirnar eru gerðar af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1350-1500. Miðaldateiknibækur miðluðu myndefni og formum í samræmi við hefð. Fyrir listamenn var safn fyrirmynda jafn nauðsynlegt og verkfæri og litir. Myndirnar voru ætlaðar til nota við ýmis konar listsköpun, aðallega í listaverk af kristilegum toga. Bókin var í notkun fáum áratugum áður en hún  komst í eigu Árna Magnússonar um aldamótin 1700. Það mun einsdæmi um miðaldateiknibók.
Ekki er hægt að hafa Teiknibókina til sýnis að jafnaði vegna ástands blaðanna. Þegar handritið var flutt frá Kaupmannahöfn hingað til lands 2. júní 1991 var keypt undir hana flugsæti svo að hún yrði fyrir sem minnstu hnjaski.
Á sýningunni er eftirgerð á skinn af nokkrum blöðum handrits. Auk þess hefur bókin verið prentuð í heild í raunstærð.  Þá hafa allmargar fyrirmyndir verið teiknaðar upp í tölvu í því skyni að gera þeir algengilegri fyrir almenning.
Sýningin  sem opnuð var á afmælisdag Árna 13. nóvember stendur til 2. febrúar 2014.

Sjá nánar um sýninguna á heimasíðu Gerðarsafns: www.gerdarsafn.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér