Einstæð handritasýning í Gerðarsafni

ÍSLENSKA TEIKNIBÓKIN
350 ÁRA AFMÆLI ÁRNA MAGNÚSSONAR

teikning_a.1
Íslenska teiknibókin er einstæð meðal handrita í safni Árna Magnússonar. Hún er ein af fáum fyrirmyndabókum sem varðveist hafa í Evrópu og sú eina frá Norðurlöndum.
Myndirnar eru gerðar af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1350-1500. Miðaldateiknibækur miðluðu myndefni og formum í samræmi við hefð. Fyrir listamenn var safn fyrirmynda jafn nauðsynlegt og verkfæri og litir. Myndirnar voru ætlaðar til nota við ýmis konar listsköpun, aðallega í listaverk af kristilegum toga. Bókin var í notkun fáum áratugum áður en hún  komst í eigu Árna Magnússonar um aldamótin 1700. Það mun einsdæmi um miðaldateiknibók.
Ekki er hægt að hafa Teiknibókina til sýnis að jafnaði vegna ástands blaðanna. Þegar handritið var flutt frá Kaupmannahöfn hingað til lands 2. júní 1991 var keypt undir hana flugsæti svo að hún yrði fyrir sem minnstu hnjaski.
Á sýningunni er eftirgerð á skinn af nokkrum blöðum handrits. Auk þess hefur bókin verið prentuð í heild í raunstærð.  Þá hafa allmargar fyrirmyndir verið teiknaðar upp í tölvu í því skyni að gera þeir algengilegri fyrir almenning.
Sýningin  sem opnuð var á afmælisdag Árna 13. nóvember stendur til 2. febrúar 2014.

Sjá nánar um sýninguna á heimasíðu Gerðarsafns: www.gerdarsafn.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að