Einstök innsýn í innra líf manneskju í geðrofi

Leikfélagið Óríon frumsýnir leikritið Ó, fagra veröld eftir Anthony Neilson þann 22. ágúst næstkomandi. Sýningar verða í leikhúsi Leikfélags Kópavogs að Funalind 2 í Kópavogi. Leikstjórn er í höndum Önnu Írisar Pétursdóttur. Með uppsetningunni rætist langþráður draumur leikfélagsins, enda hefur sýningin verið á radar félagsins síðan árið 2013.

Ó, fögru veröld mætti lýsa sem einskonar fullorðins útgáfu af Lísu í Undralandi. Við fylgjum Lísu Jónsdóttur í gegnum heimsókn hennar til ævintýralandsins Sundralands þar sem allt getur gerst. Hún er stödd í þessari undra veröld í  leit að klukkustund sem hún hefur glatað. Í leitinni rekst Lísa á fjölda skrautlegra persóna í ennþá skrautlegri aðstæðum en fljótt fær áhorfandinn á tilfinninguna að ekki sé allt með felldu. Ó, fagra veröld veitir okkur einstaka innsýn inn í innra líf manneskju í geðrofi. Verkið fjallar af mikilli nærgætni um efnið, og  sérstaklega má benda á að áherslan er höfð á innra líf Lísu en ekki á ytra umhverfið. Áhorfendur fá því tækifæri til að upplifa það sem hún er að upplifa.

Áhugaverð og fersk umfjöllun verksins um geðrof er hluti af því sem dró leikhópinn að því. Markmið Leikfélagsins Óríon er að sýna í öllum sínum verkum fjölbreytileika mannkynsins. Hópurinn leggur sérstaklega áherslu á jaðarhópa sem hafa hingað til ekki fengið pláss í sviðsljósinu.

Leikfélagið Óríon var stofnað 2012 af Önnu Írisi Pétursdóttur sem þá var menntaskólanemi. Leikfélagið er sjálfstætt starfandi og er opið öllu ungu fólki sem hefur áhuga á leiklist og öðru því sem við kemur uppsetningu leikverka.

Hægt er að fylgjast Leikfélaginu Óríon á Facebook og einnig á Instagram. Hér er hlekkur á viðburð sýningarinnar:

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

storumalin
Perlað af krafti
image-1
hjólalest3
IMG_7640_editHighRes – st
Gólflögn_JT
othekkturljosm_17jun59
Spjaldtölvur_harpa1
RBB