Eintóm vandræði í bæjarstjórn Kópavogs.

Arnþór Sigurðsson, stjórnarmaður VG í Kópavogi.
Arnþór Sigurðsson, stjórnarmaður VG í Kópavogi.

Það er óhætt að segja að meirihlutinn í Bæjarstjórn Kópavogs sé komin í tilvistarkreppu ef það er hægt að tala um meirihluta. Húsnæðismál bæjarskrifstofunnar er meirihlutanum svo erfið að það er sagt að hann hangi varla saman í einu herbergi lengur en nauðsynleg þörf er á. Um það er rætt að gera breytingar á öllum nefndum bæjarins, sérstaklega þar sem uppreisnarmenn í meirihlutanum sitja. Það eru þeir sem vildu ekki í norðurturn Smáralindarinnar með bæjarskrifstofurnar. Það á að einangra þessa aðila þannig að þeir hafi hvergi í bæjarkerfinu oddaatkvæði í neinum málum. Það er búið að vera kalt hjá okkur á landinu í vetur en vorið er farið að gera vart við sig eins og flestir hafa tekið eftir, en kulið er enn til staðar í meirihlutanum í bæjarstjórninni og ekki neitt vor þar í augsýn.

Málið um húsnæði bæjarskrifstofunnar hófst allt eins og það ætlar að enda, bæjarstjórinn okkar opnar tékkheftið og ætlar að kaupa húsnæði með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Í fyrra skiptið átti að kaupa í norðurturni Smáralindarinnar þrjár hæðir fyrir 1.5 milljarð. Í það skiptið var slegið  á puttana á bæjarstjóranum og málinu frestað. Við frestunina hófst mjög merkilegt ferli og má hrósa meirihlutanum fyrir þá vegferð sem farin var. Menn tóku á þetta lýðræðisleg vinnubrögð, allir vinna saman. Það voru gerðar vandaðar skýrslur af lærðu fólki um bestu leiðir um framtíð bæjarskrifstofunnar. Þá var skipaður sérstakur starfshópur til þess að fara yfir skýrslurnar og skoða málin frá öllum hliðum. Þá voru kallaði saman um 24 íbúar bæjarins, valdir af handahófi til þess að leggja mat á málið. Síðan var haldinn opinn íbúafundur sem var mjög vel skipulagður í alla staði. Fyrir þetta ferli má hrósa meirihlutanum af því að það var mjög lýðræðislegt og vandað í alla staði. Að lokum var haldinn fundur í bæjarstjórn og kosið var um hvað skyldi gera. Í stuttu máli sagt var hætt við að kaupa í norðurturni Smáralindar en ákveðið að gera upp núverandi húsnæði í Fannborg. Var það mikill meirihluti bæjarfulltrúa sem kaus með þessari tillögu sem var lögð fram af bæjarstjóranum sjálfum.

Nú er komin fram ný tillaga um kaup á Digranesvegi 1. Blekið er varla þornað á tillögunni um að gera upp Fannborgina, þegar bæjarstjórinn vill kaupa Digranesveg 1. Þrátt fyrir átta mánaða vinnu fjölmargra aðila í þessu máli og samþykkt í bæjarstjórn um gera upp Fannborgina þá gerir bæjarstjórinn eitthvað allt annað. Það er í raun mjög merkilegt að þessi tillaga skuli koma fram af því að rökin fyrir tilboðinu í norðurturninum í fyrra skiptið voru meðal annars þau að Hamraborgarsvæðið væri ekki heppilegur staður fyrir bæjarskrifstofurnar og óheppilegt sé að vera í mörgum byggingum. Digranesvegur 1. rúmar ekki alla starfsemi bæjarskrifstofunnar og verður starfsemin í 2-3 húsum áfram. Það má segja að allt sé komið á haus í þessu máli og menn gera alls ekki það sem þeir samþykkja. Öll rök eru orðin að andhverfu sinni í þessu máli.

Það er von að fólk verði ruglað á þessari hegðun af því að hún er í meira lagi mjög undarleg. Nú eru komnar fram þrjár ólíkar tillögur frá sama aðila. Ein um kaup í norðurturni Smáralindar, ein um að gera Fannborgina upp og ein um að kaupa Digranesveg 1. Að öllum líkindum samþykkir meirihlutinn nýjustu tillöguna af því að andinn er svo þungur í mönnum og má meirihlutinn ekki við fleiri áföllum í bili ef hann á að endast næstu tvö árin. Nú taka menn þátt meira af meðvirkni en ekki skynsemi svo að ekki sjóði uppúr.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Þverpólitísk sátt í Kópavogi.
Kórinn
RBB
Bæjarskrifstofur á Hálsatorgi
Skak
Árni Páll Árnason
Sigga Karls
Sundlaug Kópavogs
SigvaldiEgill