Einvígi um fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins.
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins.

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavog sem fram fer þann 8. febrúar næst komandi. Hún býður sig fram gegn Ármanni Kr. Ólafssyni, efsta manni listans og sitjandi bæjarstjóra. Margrét, sem hefur verið skólameistari MK í 20 ár, segir Kópavog hafa allt til að bera til að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga ef rétt er staðið að stjórnun og rekstri bæjarfélagsins. 

„Kallað hefur verið eftir nýju fólki að því borði og jafnframt verið höfðað sérstaklega til kvenna í þeim efnum. Ég hef ákveðið að svara þessu kalli og gef kost á mér til að leiða sterkan, samhentan lista sjálfstæðismanna í Kópavogi til sveitarstjórnarkosninga í vor. Ég tel reynslu mína af stjórnun og þátttöku í félagsmálum getað þjónað hagsmunum Kópavogsbúa vel,“ segir Margét.

Margrét er með mastersgráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands, BA-gráðu í íslenskum fræðum og hefur langa reynslu af kennslu og stjórnun. Hún hefur verið virk í félags-  og menntamálum og var sæmd hinni íslensku fálkaorðu af forseta Íslands fyrir störf sín árið 2007.

Margrét var formaður Samtaka móðurmálskennara, formaður Skólameistarafélags Íslands og fulltrúi þeirra í Evrópusamtökum og Alþjóðasamtökum skólastjórnenda. Margrét  var stofnfélagi í Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi árið 2000 og var forseti  klúbbsins 2003-2004. Þá var Margrét valin Umdæmisstjóri íslenska Rótarýumdæmisins 2010-2011 og situr enn í umdæmisráði, hún var sæmd Paul Harris orðu Rótarý 2011. Margrét er félagi í Delta, Kappa, Gamma, félagi kvenna í fræðslustörfum og hefur setið í fjölmörgum nefndum á vegum stjórnvalda s.s. um nám í ferðaþjónustu, nám í hótel- og matvælagreinum, skipulag náms í framhaldsskólum, endurmenntun kennara, gæðastjórnun o.fl. Þá var Margrét heiðruð af Kópavogsbæ árið 2011 fyrir framlag til jafnréttismála.  Margrét er stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar og situr í stjórn Iðnmenntar.

Margrét hefur verið búsett í Kópavogi á þriðja áratug. Hún er gift Eyvindi Albertssyni, endurskoðanda og eiga þau einn son  Bjarna Þór sem er læknir og búsettur í Edinborg. Hann er kvæntur Lindu Björk Hafþórsdóttur  og eiga þau fjögur börn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Samgönguvika
ljod
Þríhnúkagígur.
svifryk
Bjarni, Kristján og Jónas
DSCF0131
Ljósmyndari : Aldís Pálsdóttir
Balletskóli
vinatta2019_8