Einvígi um fyrsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins.
Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins.

Margrét Friðriksdóttir, skólameistari Menntaskólans í Kópavogi, gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavog sem fram fer þann 8. febrúar næst komandi. Hún býður sig fram gegn Ármanni Kr. Ólafssyni, efsta manni listans og sitjandi bæjarstjóra. Margrét, sem hefur verið skólameistari MK í 20 ár, segir Kópavog hafa allt til að bera til að vera fyrirmynd annarra sveitafélaga ef rétt er staðið að stjórnun og rekstri bæjarfélagsins. 

„Kallað hefur verið eftir nýju fólki að því borði og jafnframt verið höfðað sérstaklega til kvenna í þeim efnum. Ég hef ákveðið að svara þessu kalli og gef kost á mér til að leiða sterkan, samhentan lista sjálfstæðismanna í Kópavogi til sveitarstjórnarkosninga í vor. Ég tel reynslu mína af stjórnun og þátttöku í félagsmálum getað þjónað hagsmunum Kópavogsbúa vel,“ segir Margét.

Margrét er með mastersgráðu í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands, BA-gráðu í íslenskum fræðum og hefur langa reynslu af kennslu og stjórnun. Hún hefur verið virk í félags-  og menntamálum og var sæmd hinni íslensku fálkaorðu af forseta Íslands fyrir störf sín árið 2007.

Margrét var formaður Samtaka móðurmálskennara, formaður Skólameistarafélags Íslands og fulltrúi þeirra í Evrópusamtökum og Alþjóðasamtökum skólastjórnenda. Margrét  var stofnfélagi í Rótarýklúbbnum Borgir í Kópavogi árið 2000 og var forseti  klúbbsins 2003-2004. Þá var Margrét valin Umdæmisstjóri íslenska Rótarýumdæmisins 2010-2011 og situr enn í umdæmisráði, hún var sæmd Paul Harris orðu Rótarý 2011. Margrét er félagi í Delta, Kappa, Gamma, félagi kvenna í fræðslustörfum og hefur setið í fjölmörgum nefndum á vegum stjórnvalda s.s. um nám í ferðaþjónustu, nám í hótel- og matvælagreinum, skipulag náms í framhaldsskólum, endurmenntun kennara, gæðastjórnun o.fl. Þá var Margrét heiðruð af Kópavogsbæ árið 2011 fyrir framlag til jafnréttismála.  Margrét er stjórnarformaður Fjölsmiðjunnar og situr í stjórn Iðnmenntar.

Margrét hefur verið búsett í Kópavogi á þriðja áratug. Hún er gift Eyvindi Albertssyni, endurskoðanda og eiga þau einn son  Bjarna Þór sem er læknir og búsettur í Edinborg. Hann er kvæntur Lindu Björk Hafþórsdóttur  og eiga þau fjögur börn.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að