„Ekkert vesen að vera með sölubás í Kópavogi,“ segir Stefán Karl.

Regnbogabörn fengu 100 þúsund króna reikning frá Reykjavíkurborg á dögunum vegna sölubáss þeirra á Hinsegin dögum. Ekkert slíkt er upp á teningnum hjá Kópavogsbæ sem býður Regnbogabörn – og aðra – innilega velkomna á Hamraborgarhátíðina sem verður á laugardag. „Öllum er frjálst að mæta í Kópavog og selja úr skottinu á bílnum sínum, svo lengi sem þeir hafi samband við okkur og láti okkur vita,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hamraborgarhátíðarinnar. Þetta er í fjórða skiptið sem Hamraborgarhátíðin er haldin þar sem boðið verður upp á glæsilega dagskrá frá morgni til kvölds. 

Stefán Karl Stefánsson, leikari og formaður Regnbogabarna. Regnbogabörn verða með sölubás á Hamraborginni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af reikningi frá bæjaryfirvöldum.
Stefán Karl Stefánsson, leikari og formaður Regnbogabarna. Regnbogabörn verða með sölubás á Hamraborginni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af reikningi frá bæjaryfirvöldum.

„Ég tel að Reykjavikurborg hafi brotið stjórnsýslulög og ætla að kæra meðferð borgarinnar á Regnbogabörnum til umboðsmanns Alþingis,“ segir Stefán Karl Stefánsson hjá Regnbogabörnum. „Reykjavík hefur enga heimild til að rukka fyrir annað en þjónustu og skatta af svona – en gjaldtakan má þá aldrei vera umfram raunkostnað,“ segir Stefán sem ætlar lengra með málið.

-Hvernig er ykkur tekið í Kópavogi?

„Þau hjá Hamraborgarhátíðinni hringdu bara og sögðu okkur að koma fagnandi. Ekkert gjald og ekkert vesen. Við hikum ekki við að þiggja boðið og mætum glöð með vagninn okkar. Þar ætlum við að selja okkar fræga candy floss, sælgæti, hálsmen og fleira og vonum að sem flestir mæti.“

Hvaða skilaboð eru Regnbogabörn að flytja núna þegar skólarnir eru að fara í gang?

„Við erum með tvö slagorð núna: „verum vinir“ og „orð eru til alls fyrst.“ Okkar barátta núna á haustmánuðum er að fá foreldra til þess að fræða sig sjálf til að geta frætt börnin sín um til dæmis ADHD, Touretta eða um menningu annarra landa. Við búum núna í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk er af mismunandi uppruna og með mismunandi þarfir. Til þess að geta búið vel saman þurfum við að þekkja og geta kennt börnunum okkar mismunandi einkenni og geta borið virðingu hvort fyrir öðru. Þess vegna erum við að fara að setja í loftið nýjan vef: fyrirlestrar.is sem mun bæta úr þessu og virka sem forvörn með fræðslu,“ segir Stefán Karl Stefánsson, hjá Regnbogabörnum.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar