• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

„Ekkert vesen að vera með sölubás í Kópavogi,“ segir Stefán Karl.

„Ekkert vesen að vera með sölubás í Kópavogi,“ segir Stefán Karl.
ritstjorn
29/08/2013

Regnbogabörn fengu 100 þúsund króna reikning frá Reykjavíkurborg á dögunum vegna sölubáss þeirra á Hinsegin dögum. Ekkert slíkt er upp á teningnum hjá Kópavogsbæ sem býður Regnbogabörn – og aðra – innilega velkomna á Hamraborgarhátíðina sem verður á laugardag. „Öllum er frjálst að mæta í Kópavog og selja úr skottinu á bílnum sínum, svo lengi sem þeir hafi samband við okkur og láti okkur vita,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hamraborgarhátíðarinnar. Þetta er í fjórða skiptið sem Hamraborgarhátíðin er haldin þar sem boðið verður upp á glæsilega dagskrá frá morgni til kvölds. 

Stefán Karl Stefánsson, leikari og formaður Regnbogabarna. Regnbogabörn verða með sölubás á Hamraborginni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af reikningi frá bæjaryfirvöldum.

Stefán Karl Stefánsson, leikari og formaður Regnbogabarna. Regnbogabörn verða með sölubás á Hamraborginni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af reikningi frá bæjaryfirvöldum.

„Ég tel að Reykjavikurborg hafi brotið stjórnsýslulög og ætla að kæra meðferð borgarinnar á Regnbogabörnum til umboðsmanns Alþingis,“ segir Stefán Karl Stefánsson hjá Regnbogabörnum. „Reykjavík hefur enga heimild til að rukka fyrir annað en þjónustu og skatta af svona – en gjaldtakan má þá aldrei vera umfram raunkostnað,“ segir Stefán sem ætlar lengra með málið.

-Hvernig er ykkur tekið í Kópavogi?

„Þau hjá Hamraborgarhátíðinni hringdu bara og sögðu okkur að koma fagnandi. Ekkert gjald og ekkert vesen. Við hikum ekki við að þiggja boðið og mætum glöð með vagninn okkar. Þar ætlum við að selja okkar fræga candy floss, sælgæti, hálsmen og fleira og vonum að sem flestir mæti.“

–Hvaða skilaboð eru Regnbogabörn að flytja núna þegar skólarnir eru að fara í gang?

„Við erum með tvö slagorð núna: „verum vinir“ og „orð eru til alls fyrst.“ Okkar barátta núna á haustmánuðum er að fá foreldra til þess að fræða sig sjálf til að geta frætt börnin sín um til dæmis ADHD, Touretta eða um menningu annarra landa. Við búum núna í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk er af mismunandi uppruna og með mismunandi þarfir. Til þess að geta búið vel saman þurfum við að þekkja og geta kennt börnunum okkar mismunandi einkenni og geta borið virðingu hvort fyrir öðru. Þess vegna erum við að fara að setja í loftið nýjan vef: fyrirlestrar.is sem mun bæta úr þessu og virka sem forvörn með fræðslu,“ segir Stefán Karl Stefánsson, hjá Regnbogabörnum.

 

Efnisorðefst á baugihamraborgarhátíðstefán karl
Fréttir
29/08/2013
ritstjorn

Efnisorðefst á baugihamraborgarhátíðstefán karl

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.