„Ekkert vesen að vera með sölubás í Kópavogi,“ segir Stefán Karl.

Regnbogabörn fengu 100 þúsund króna reikning frá Reykjavíkurborg á dögunum vegna sölubáss þeirra á Hinsegin dögum. Ekkert slíkt er upp á teningnum hjá Kópavogsbæ sem býður Regnbogabörn – og aðra – innilega velkomna á Hamraborgarhátíðina sem verður á laugardag. „Öllum er frjálst að mæta í Kópavog og selja úr skottinu á bílnum sínum, svo lengi sem þeir hafi samband við okkur og láti okkur vita,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri Hamraborgarhátíðarinnar. Þetta er í fjórða skiptið sem Hamraborgarhátíðin er haldin þar sem boðið verður upp á glæsilega dagskrá frá morgni til kvölds. 

Stefán Karl Stefánsson, leikari og formaður Regnbogabarna. Regnbogabörn verða með sölubás á Hamraborginni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af reikningi frá bæjaryfirvöldum.
Stefán Karl Stefánsson, leikari og formaður Regnbogabarna. Regnbogabörn verða með sölubás á Hamraborginni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af reikningi frá bæjaryfirvöldum.

„Ég tel að Reykjavikurborg hafi brotið stjórnsýslulög og ætla að kæra meðferð borgarinnar á Regnbogabörnum til umboðsmanns Alþingis,“ segir Stefán Karl Stefánsson hjá Regnbogabörnum. „Reykjavík hefur enga heimild til að rukka fyrir annað en þjónustu og skatta af svona – en gjaldtakan má þá aldrei vera umfram raunkostnað,“ segir Stefán sem ætlar lengra með málið.

-Hvernig er ykkur tekið í Kópavogi?

„Þau hjá Hamraborgarhátíðinni hringdu bara og sögðu okkur að koma fagnandi. Ekkert gjald og ekkert vesen. Við hikum ekki við að þiggja boðið og mætum glöð með vagninn okkar. Þar ætlum við að selja okkar fræga candy floss, sælgæti, hálsmen og fleira og vonum að sem flestir mæti.“

Hvaða skilaboð eru Regnbogabörn að flytja núna þegar skólarnir eru að fara í gang?

„Við erum með tvö slagorð núna: „verum vinir“ og „orð eru til alls fyrst.“ Okkar barátta núna á haustmánuðum er að fá foreldra til þess að fræða sig sjálf til að geta frætt börnin sín um til dæmis ADHD, Touretta eða um menningu annarra landa. Við búum núna í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk er af mismunandi uppruna og með mismunandi þarfir. Til þess að geta búið vel saman þurfum við að þekkja og geta kennt börnunum okkar mismunandi einkenni og geta borið virðingu hvort fyrir öðru. Þess vegna erum við að fara að setja í loftið nýjan vef: fyrirlestrar.is sem mun bæta úr þessu og virka sem forvörn með fræðslu,“ segir Stefán Karl Stefánsson, hjá Regnbogabörnum.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
Gunnlaugur Björnsson
Gegneinelti2013
Menningarhús Kópavogs
4-2
Þríþraut verðlaun
portid2
Helgarefni
Kópavogur