Eldey í Hörðuvallaskóla

Hressir krakkar í Hörðuvallaskóla með Kiwanishjálmana sína.
Hressir krakkar í Hörðuvallaskóla með Kiwanishjálmana sína.

Eldeyjarfélagar luku nýverið við að afhenda rétt um 500 Kiwanishjálma í 9 skólum í Kópavogi. Síðasti skólinn sem fékk afhenta hjólahjálma Kiwanis var Hörðuvallaskóli þar sem um 100 nemendur fengu splunkunýja hjálma.

Það er gaman að segja frá því að allir dagar í Hörðuvallaskóla byrja á því að yngstu börnin hittast í sal skólans og syngja saman. Þegar Eldeyjarfélagar komu til að afhenda hjálmana glumdi við Eurovisionlag Pollapönkaranna, sungið hárri raust af mikilli innlifun yngstu nemenda skólans. Ekki minnkaði gleði þeirra yngstu þegar Kiwanismenn mættu og afhentu Kiwanishjálmana.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn