Eldey í Hörðuvallaskóla

Hressir krakkar í Hörðuvallaskóla með Kiwanishjálmana sína.
Hressir krakkar í Hörðuvallaskóla með Kiwanishjálmana sína.

Eldeyjarfélagar luku nýverið við að afhenda rétt um 500 Kiwanishjálma í 9 skólum í Kópavogi. Síðasti skólinn sem fékk afhenta hjólahjálma Kiwanis var Hörðuvallaskóli þar sem um 100 nemendur fengu splunkunýja hjálma.

Það er gaman að segja frá því að allir dagar í Hörðuvallaskóla byrja á því að yngstu börnin hittast í sal skólans og syngja saman. Þegar Eldeyjarfélagar komu til að afhenda hjálmana glumdi við Eurovisionlag Pollapönkaranna, sungið hárri raust af mikilli innlifun yngstu nemenda skólans. Ekki minnkaði gleði þeirra yngstu þegar Kiwanismenn mættu og afhentu Kiwanishjálmana.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór