Eldey styrkir fjölgreinastarf Lindakirkju

Kiwanisklúbburinn Eldey styrkir fjölgreinastarf Lindakirkju.
Kiwanisklúbburinn Eldey styrkir fjölgreinastarf Lindakirkju.

Mikið og öflugt unglingastarf er unnið hjá Lindakirkju í Kópavogi. Svokallað fjölgreinastarf kirkjunnar var nýlega sett á stað, en það aðalega ætlað unglingum sem eru í 7. – 9. bekk . Þetta starf er mjög frábrugðið hinu hefðbundna unglingastarfi. Mikil vinna og tími hefur verið settur í að standsetja neðri hæð Lindakirkju undir þetta frábæra starf og þarf að leita til hina ýmsu aðila með hjálp við að koma þessu á laggirnar.

Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi var fljótur til og styrkti þetta fjölgreinastarf með að afhenda Philipps 39“sjónvarpstæki. Eldey hefur í gegnum tíðina reynt að styðja á ýmsan hátt starf barna og unglinga í Kópavogi. Eitt af aðalmarkmiðum Kiwanis er börnin fyrst og fremst.

Lindakirkja er að vinna frumkvöðlastarf með hinu svokallaða fjölgreinastarfi. Kirkjan mætir þörfum unglinga sem hneigjast að
list- og verkgreinum. Unlingarnir hittast og efla félagsfærni sína með hjálp frá Sveini Alfreðssyni, guðfræðingi sem sér um
þetta starf. Ungmennin styrkja sjálfsmynd sína um leið og þau kynnast hinum trúarlegum gildum kirkjunnar. Hér eiga unglingarnir að geta notið sín til fulls.

Kiwanisklúbburinn Eldey er 60 manna hópur sem hittist tvisvar sinnum í mánuði og vinnur að markmiðum Kiwanis. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast þessum félagsskap er bent á Kiwanis.is/eldey. Eða að hafa samband við Guðlaug í síma 897-5377 eða Óskar í síma 696-0035.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar