Eldey styrkir Hjálparsveit skáta í Kópavogi, lestrarátak og íþróttasamband fatlaðra

Kiwanismenn frá Eldey í Kópavogi styðja myndarlega við bakið á Hjálparsveit skáta í Kópaogi.
Kiwanismenn frá Eldey í Kópavogi styðja myndarlega við bakið á Hjálparsveit skáta í Kópavogi.

Fulltrúi frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi tók nýlega við 200 þúsund króna styrk frá Kiwanisklúbbnum Eldey.  Hjálparsveit skáta í Kópavogi stendur í ströngu varðandi húsnæði sitt og hafa verið að tvöfalda stærð þess frá því sem það var.  Þetta fengu Eldeyjarfélagar vitneskju um og var ákveðið að styrkja hjálparsveitina með peningagjöf.  Peningarframlagið nýtist alveg sérstaklega vel einmitt núna, sagði fulltrúi Hjálparsveitarinnar við þetta tilefni, þar sem þeir hafa verið að gera gistirými fyrir 6-7 manns í húsnæði sínu. Einstaka sinnum hefur þurft að hýsa fólk  vegna veðurs. Aðstaðan var tilbúin en það vantaði dýnur í rúmin og mun þessi styrkur vera nýttur til þeirra kaupa.

Þá afhentu Eldeyjarmenn 100 þúsund króna styrk fyrr í mánuðinum til Íþróttasambands fatlaðra.  Afhendingin fór fram í húsakynnum Eldeyjar að Smiðjuvegi 13 a, Kópavogi. Fulltrúi frá Íþróttasambandi fatlaðra veitti styrknum móttöku sem mun efla starf sambandsins að Laugarvatni þar sem sumardvöl  fyrir fatlaða er rekin. Starfsmenn þar hafa sumir hverjir gefið hluta af sumarfríi sínu í þetta glæsilega verkefni sem íþróttasamband fatlaðra stendur að.

minnifatl

Í fyrra gaf klúbburinn farandbikar vegna spurningarkeppni sem haldið var í tengslum við lestrarátak Álfhólsskólal. Átakið ber heitið „Lesum meira.“ Í framhaldi af því ákvað styrktarsjóðsnefnd Eldeyjar að styðja ennfrekar þetta frábæra lestrarátak, sem er sett upp til að auka þátttöku yngri nema úr 4.og 5.bekk, með 50 þúsund króna styrk til bókakaupa. Mikill áhugi fyrir þessu átaki er meðal nemenda og þátttaka því mjög góð.

IMG_0002

Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi er sextíu manna hópur sem hittist tvisvar í mánuði og vinnur að markmiðum Kiwanis.  Þeir sem hafa áhuga á að kynnast þessum félagsskap og vera með í að gera þennan heim enn betri er  bent á að skoða  www.kiwanis.is/eldey eða geta  haft samband við Guðlaug í síma 897-5377 eða Óskar í síma 696-0035 til að fræðast betur um klúbbinn.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar