Eldey styrkir Hjálparsveit skáta í Kópavogi, lestrarátak og íþróttasamband fatlaðra

Kiwanismenn frá Eldey í Kópavogi styðja myndarlega við bakið á Hjálparsveit skáta í Kópaogi.
Kiwanismenn frá Eldey í Kópavogi styðja myndarlega við bakið á Hjálparsveit skáta í Kópavogi.

Fulltrúi frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi tók nýlega við 200 þúsund króna styrk frá Kiwanisklúbbnum Eldey.  Hjálparsveit skáta í Kópavogi stendur í ströngu varðandi húsnæði sitt og hafa verið að tvöfalda stærð þess frá því sem það var.  Þetta fengu Eldeyjarfélagar vitneskju um og var ákveðið að styrkja hjálparsveitina með peningagjöf.  Peningarframlagið nýtist alveg sérstaklega vel einmitt núna, sagði fulltrúi Hjálparsveitarinnar við þetta tilefni, þar sem þeir hafa verið að gera gistirými fyrir 6-7 manns í húsnæði sínu. Einstaka sinnum hefur þurft að hýsa fólk  vegna veðurs. Aðstaðan var tilbúin en það vantaði dýnur í rúmin og mun þessi styrkur vera nýttur til þeirra kaupa.

Þá afhentu Eldeyjarmenn 100 þúsund króna styrk fyrr í mánuðinum til Íþróttasambands fatlaðra.  Afhendingin fór fram í húsakynnum Eldeyjar að Smiðjuvegi 13 a, Kópavogi. Fulltrúi frá Íþróttasambandi fatlaðra veitti styrknum móttöku sem mun efla starf sambandsins að Laugarvatni þar sem sumardvöl  fyrir fatlaða er rekin. Starfsmenn þar hafa sumir hverjir gefið hluta af sumarfríi sínu í þetta glæsilega verkefni sem íþróttasamband fatlaðra stendur að.

minnifatl

Í fyrra gaf klúbburinn farandbikar vegna spurningarkeppni sem haldið var í tengslum við lestrarátak Álfhólsskólal. Átakið ber heitið „Lesum meira.“ Í framhaldi af því ákvað styrktarsjóðsnefnd Eldeyjar að styðja ennfrekar þetta frábæra lestrarátak, sem er sett upp til að auka þátttöku yngri nema úr 4.og 5.bekk, með 50 þúsund króna styrk til bókakaupa. Mikill áhugi fyrir þessu átaki er meðal nemenda og þátttaka því mjög góð.

IMG_0002

Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi er sextíu manna hópur sem hittist tvisvar í mánuði og vinnur að markmiðum Kiwanis.  Þeir sem hafa áhuga á að kynnast þessum félagsskap og vera með í að gera þennan heim enn betri er  bent á að skoða  www.kiwanis.is/eldey eða geta  haft samband við Guðlaug í síma 897-5377 eða Óskar í síma 696-0035 til að fræðast betur um klúbbinn.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kopavogur_2
Ragnar Th. Sigurðsson
Bæjarstjórn2014
vatnsendaskoli_sumar
IMG_1687
Götuleikhús Kópavogs
Sema Erla Serdar.
Ólympíudagurinn 23. júní 2014 010
article-2178914-143292d4000005dc-800_468x578