• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Eldhugi Kópavogs

Eldhugi Kópavogs
ritstjorn
15/03/2014
Eldhuginn ásamt formanni viðurkenningarnefndr,Þóri Ólafssyni t.v og Jóni Ögmundssyni, formanni klúbbsins.

Eldhuginn ásamt formanni viðurkenningarnefndar,Þóri Ólafssyni t.v og Jóni Ögmundssyni, formanni klúbbsins.

Á fundi Rótarýklúbbs Kópavogs fyrir skömmu var Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, útnefnd Eldhugi Kópavogs 2014. Rótarýklúbburinn hefur um árabil útnfefnt Eldhuga ársins. Á 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara, 13. nóvember sl. var opnuð merk sýning á Gerðarsafni í Kópavogi, að viðstöddum m.a. Danadrottingu, forseta Íslandss, menntamálaráðherra og fjölda fræðimanna á sviði lista og menningarsögu. Tilefnið var opnun sýningar á myndum, ásamt skýringartextum úr nýútgefinni bók eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur, Íslenska teiknibókin. Á miðöldum og fram á endurreisnartímann bjuggu listamenn til handbækur með myndefnum sem þeir notuðu við vinnu sína og gengu mann fram af manni. Þessi vinnuplögg eyddust flest og týndust með tímanum. Í Evrópu allri er nú aðeins vitað um tæplega fjörutíu slík handrit. Á Norðurlöndunum er aðeins til eitt, Íslenska teiknibókin. Hún varpar ómetanlegu ljósi á vinnulag teiknara og lýsenda handrita á fjórtándu og fimmtándu öld og er í raun kennslubók teiknarans, rétt eins og Snorra-Edda var rituð sem kennslubók ungra skálda. Segja má að Teiknibókin hafi samskonar gildi fyrir skilning okkar á lýsingum í handritum og Edda Snorra fyrir rannsóknir á kveðskap dróttkvæðanna. Teiknibókin er ein af merkustu skinnbókunum í safni Árna Magnússonar. Verðmæti hennar birtist ekki í ytra útliti: brotið er lítið, bókfellið þykkt og dökkt, blöðin illa skorin, sum skert og önnur götuð, enda var bókin í notkun allt fram á sautjándu öld. Auður hennar er fólginn í einstakri innsýn í myndheim kaþólskunnar, sérkenni íslenskrar mynd- og skreytilistar á síðmiðöldum og táknfræði trúarlegra myndverka.

Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur hefur um áratuga skeið rannsakað Teiknibókina og niðurstöður hennar kollvarpa flestu því sem áður hefur verið haldið fram. Hún hefur einangrað ólíka stíla í handritinu og heimfærir þá upp á fjóra teiknara sem voru uppi á árabilinu 1330 – 1500. Í rannsókn sinni bregður hún ljósi á það hvernig túlkun teiknaranna þróast í tímans rás, bendir á fyrirmyndir þeirra og hliðstæður í öðrum bókum. Með nákvæmri og frumlegri rannsókn á einu handriti bætir Guðbjörg mörgum köflum við menningarfsögu okkar.  Frekari staðfesting á þessu merka verki Guðbjargar fékkst síðan við úthlutun bókmenntaverðlauna ársins á Bessastöðum 30. janúar sl. er Guðbjörg hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka.

IMG_7565

Efnisorð
Fréttir
15/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn

    Áttaviti til árangurs er heitið á málefnasáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Kópavogs fyrir næsta kjörtímabil. Leiðarstefið...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Nýr meirihluti í bæjarstjórn

    Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, verður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verður formaður...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri

    Ármann Kr. Ólafsson hélt sína síðustu ræðu í bæjarstjórn Kópavogs á 1258.fundi bæjarstjórnar, sem haldinn var þriðjudaginn...

    ritstjorn 27/05/2022
  • Lesa meira
    Formlegar viðræður hafnar í Kópavogi

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi hafa rætt saman síðustu daga og farið yfir áherslur flokkanna. Þetta...

    ritstjorn 19/05/2022
  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Vinir Kópavogs vara við harmleik

    Auglýsing sem Vinir Kópavogs hafa birt á samfélagsmiðlum hefur vakið athygli. Þar er varað við harmleik í...

    ritstjorn 03/05/2022
  • Lesa meira
    Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi

    Stórsöngvarinn Geir Ólafsson ætlar sér stóra hluti í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hann skipar 2. sæti á lista...

    ritstjorn 02/05/2022
  • Lesa meira
    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs 2021

    Sjálfbærniskýrsla Kópavogs fyrir árið 2021 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs um miðjan mánuðinn. Í skýrslunni er fjallað...

    ritstjorn 27/04/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi
    Fréttir02/05/2022
  • Hversu löng eru fjögur ár?
    Aðsent20/04/2022
  • Reykjanesbraut verði sett í stokk
    Fréttir24/04/2022
  • Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára
    Fréttir24/04/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.