Eldhugi Kópavogs

Eldhuginn ásamt formanni viðurkenningarnefndr,Þóri Ólafssyni t.v og Jóni Ögmundssyni, formanni klúbbsins.
Eldhuginn ásamt formanni viðurkenningarnefndar,Þóri Ólafssyni t.v og Jóni Ögmundssyni, formanni klúbbsins.

Á fundi Rótarýklúbbs Kópavogs fyrir skömmu var Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur og forstöðumaður Listasafns Kópavogs, Gerðarsafns, útnefnd Eldhugi Kópavogs 2014. Rótarýklúbburinn hefur um árabil útnfefnt Eldhuga ársins. Á 350 ára afmæli Árna Magnússonar handritasafnara, 13. nóvember sl. var opnuð merk sýning á Gerðarsafni í Kópavogi, að viðstöddum m.a. Danadrottingu, forseta Íslandss, menntamálaráðherra og fjölda fræðimanna á sviði lista og menningarsögu. Tilefnið var opnun sýningar á myndum, ásamt skýringartextum úr nýútgefinni bók eftir Guðbjörgu Kristjánsdóttur, Íslenska teiknibókin. Á miðöldum og fram á endurreisnartímann bjuggu listamenn til handbækur með myndefnum sem þeir notuðu við vinnu sína og gengu mann fram af manni. Þessi vinnuplögg eyddust flest og týndust með tímanum. Í Evrópu allri er nú aðeins vitað um tæplega fjörutíu slík handrit. Á Norðurlöndunum er aðeins til eitt, Íslenska teiknibókin. Hún varpar ómetanlegu ljósi á vinnulag teiknara og lýsenda handrita á fjórtándu og fimmtándu öld og er í raun kennslubók teiknarans, rétt eins og Snorra-Edda var rituð sem kennslubók ungra skálda. Segja má að Teiknibókin hafi samskonar gildi fyrir skilning okkar á lýsingum í handritum og Edda Snorra fyrir rannsóknir á kveðskap dróttkvæðanna. Teiknibókin er ein af merkustu skinnbókunum í safni Árna Magnússonar. Verðmæti hennar birtist ekki í ytra útliti: brotið er lítið, bókfellið þykkt og dökkt, blöðin illa skorin, sum skert og önnur götuð, enda var bókin í notkun allt fram á sautjándu öld. Auður hennar er fólginn í einstakri innsýn í myndheim kaþólskunnar, sérkenni íslenskrar mynd- og skreytilistar á síðmiðöldum og táknfræði trúarlegra myndverka.

Guðbjörg Kristjánsdóttir listfræðingur hefur um áratuga skeið rannsakað Teiknibókina og niðurstöður hennar kollvarpa flestu því sem áður hefur verið haldið fram. Hún hefur einangrað ólíka stíla í handritinu og heimfærir þá upp á fjóra teiknara sem voru uppi á árabilinu 1330 – 1500. Í rannsókn sinni bregður hún ljósi á það hvernig túlkun teiknaranna þróast í tímans rás, bendir á fyrirmyndir þeirra og hliðstæður í öðrum bókum. Með nákvæmri og frumlegri rannsókn á einu handriti bætir Guðbjörg mörgum köflum við menningarfsögu okkar.  Frekari staðfesting á þessu merka verki Guðbjargar fékkst síðan við úthlutun bókmenntaverðlauna ársins á Bessastöðum 30. janúar sl. er Guðbjörg hlaut verðlaunin í flokki fræðibóka.

IMG_7565

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn