Eldri Blikar heiðraðir.

Knattspyrnudeild Breiðabliks, Blikaklúbburinn og Stuðningsmannavefurinn Blikar.is stóðu nýlega fyrir uppákomu í Smáranum þar sem leikmenn meistaraflokks sem byrjuðu og hættu að leika knattspyrnu með Breiðabliki á árunum 1957-1970, fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunnar í Kópavogi.

Þessir leikmenn fengu viðurkenningarskjal fyrri að ná þeim áfanga að leika 100 leiki með meistarflokki Breiðabliks. Mynd: HVH blikar.is
Þessir leikmenn fengu viðurkenningarskjal fyrri að ná þeim áfanga að leika 100 leiki með meistarflokki Breiðabliks. Mynd: HVH blikar.is

Það voru Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar, Jón Ingi Ragnarsson, fyrrum leikmaður og formaður knattspyrnudeildar og Pétur Ómar Ágústsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs, sem afhentu þessum heiðursmönnum viðurkenningarskjal frá deildinni.

Mjög góð mæting var á þennan atburð og mæltist þetta frumkvæði mjög vel fyrir hjá öllum. Ekki eru allir þessir leikmenn á lífi en margir aðstandendur þeirra mættu og tóku við skjalinu fyrir þeirra hönd. Pétur Ómar sagði frá Stuðningsmannavefnum Blikar.is og hvernig verið væri að safna allri hugsanlegri tölfræði og upplýsingum um sögu knattspyrnudeildar Breiðabliks frá upphafi.

Leikmenn og aðstandendur látinna leikmanna sem fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunar í Kópavogi. Mynd: HVH.
Leikmenn og aðstandendur látinna leikmanna sem fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunar í Kópavogi. Mynd: HVH.

Ásamt öðrum fengu nokkrir af þessum heiðursmönnum aðra viðurkenningu fyrir að hafa náð þeim áfanga að leika 100 leiki eða meira með meistaraflokki Breiðabliks.

Hjómsveitin Músakk frumflutti lagið Breiðablik sem Kópavogsbúinn Hinni Rasmus samdi árið 1966. Sonur hans Tómas samdi textann ásamt föður sínum. Þetta lag hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir áður en í bígerð er að gefa það út á diski.

Hjómsveitin Músakk frumflutti lagið Breiðablik sem Kópavogsbúinn Hinni Rasmus samdi árið 1966. Sonur hans Tómas samdi textann ásamt föður sínum. Þetta lag hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir áður en í bígerð er að gefa það út á diski. Mynd: HVH.
Hjómsveitin Músakk frumflutti lagið Breiðablik sem Kópavogsbúinn Hinni Rasmus samdi árið 1966. Sonur hans Tómas samdi textann ásamt föður sínum. Þetta lag hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir áður en í bígerð er að gefa það út á diski. Mynd: HVH.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks, kom og spjallaði við hópinn. Öllum var síðan boðið á leik Breiðabliks og Keflavíkur í Pepsí-deildinni en Blikar unnu þann leik 3:2.

Eftirtaldir einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunnar í Kópavogi;  Baldur Sigurgeirsson, Dagbjartur Björnsson, Einar Magni Sigmundsson, Geir Magnússon, Grétar Kristjánsson, Guðmundur H. Jónsson, Guðmundur T. Magnússon, Guðmundur Vikar Einarsson, Gylfi Guðmundsson, Helgi Magnússon, Jakob Ólason, Jóhann H. Jónsson, Jóhannes Haraldsson, Jón Ingi Ragnarsson, Kristján Erlendsson, Logi Kristjánsson, Njáll Sigurjónsson, Ómar Guðmundsson, Ragnar Magnússon, Reynir Jónsson, Sigmundur Eiríksson, Sigurður Friðriksson, Sigurjón Hrólfsson, Sigvaldi Ragnarsson, Símon Ægir Gunnarsson, Sveinn V. Jónsson, Sveinn H. Skúlason, Sverrir Guðmundsson, Þorsteinn Karlsson, Þorsteinn Steingrímsson.

Aðstandendur látinna leikmanna tóku á móti viðurkenningum fyrir þessa leikmenn; Ármann J. Lárusson Árni Kristmundsson, Björgvin Guðmundsson, Daði Jónsson, Friðbjörn Guðmundsson, Gunnlaugur Sigurgeirsson, Hilmar Björnsson, Ingvi Guðmundsson, Júlíus Júlíusson, Ketill Högnason, Magnús Tryggvason.

Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningarskjal fyrri að ná þeim áfanga að leika 100 leiki með meistarflokki Breiðabliks; Bjarni Bjarnason, Daði Jónsson, Grétar Kristjánsson, Guðmundur H. Jónsson, Guðmundur Þórðarsson, Haraldur Erlendsson, Heiðar Breiðfjörð, Helgi Helgason, Jón Ingi Ragnarsson, Júlíus Júlíusson, Sigmundur Eiríksson.

Haraldur Erlendsson, Helgi "Basli" Helgason og Guðmundur Þórðarson fengu viðurkenningu fyrir 100 leikja áfanga. Mynd: HVH. blikar.is
Haraldur Erlendsson, Helgi „Basli“ Helgason og Guðmundur Þórðarson fengu viðurkenningu fyrir 100 leikja áfanga. Mynd: HVH. blikar.is

-www.blikar.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að