Eldri Blikar heiðraðir.

Knattspyrnudeild Breiðabliks, Blikaklúbburinn og Stuðningsmannavefurinn Blikar.is stóðu nýlega fyrir uppákomu í Smáranum þar sem leikmenn meistaraflokks sem byrjuðu og hættu að leika knattspyrnu með Breiðabliki á árunum 1957-1970, fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunnar í Kópavogi.

Þessir leikmenn fengu viðurkenningarskjal fyrri að ná þeim áfanga að leika 100 leiki með meistarflokki Breiðabliks. Mynd: HVH blikar.is
Þessir leikmenn fengu viðurkenningarskjal fyrri að ná þeim áfanga að leika 100 leiki með meistarflokki Breiðabliks. Mynd: HVH blikar.is

Það voru Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar, Jón Ingi Ragnarsson, fyrrum leikmaður og formaður knattspyrnudeildar og Pétur Ómar Ágústsson, fyrrum formaður meistaraflokksráðs, sem afhentu þessum heiðursmönnum viðurkenningarskjal frá deildinni.

Mjög góð mæting var á þennan atburð og mæltist þetta frumkvæði mjög vel fyrir hjá öllum. Ekki eru allir þessir leikmenn á lífi en margir aðstandendur þeirra mættu og tóku við skjalinu fyrir þeirra hönd. Pétur Ómar sagði frá Stuðningsmannavefnum Blikar.is og hvernig verið væri að safna allri hugsanlegri tölfræði og upplýsingum um sögu knattspyrnudeildar Breiðabliks frá upphafi.

Leikmenn og aðstandendur látinna leikmanna sem fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunar í Kópavogi. Mynd: HVH.
Leikmenn og aðstandendur látinna leikmanna sem fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunar í Kópavogi. Mynd: HVH.

Ásamt öðrum fengu nokkrir af þessum heiðursmönnum aðra viðurkenningu fyrir að hafa náð þeim áfanga að leika 100 leiki eða meira með meistaraflokki Breiðabliks.

Hjómsveitin Músakk frumflutti lagið Breiðablik sem Kópavogsbúinn Hinni Rasmus samdi árið 1966. Sonur hans Tómas samdi textann ásamt föður sínum. Þetta lag hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir áður en í bígerð er að gefa það út á diski.

Hjómsveitin Músakk frumflutti lagið Breiðablik sem Kópavogsbúinn Hinni Rasmus samdi árið 1966. Sonur hans Tómas samdi textann ásamt föður sínum. Þetta lag hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir áður en í bígerð er að gefa það út á diski. Mynd: HVH.
Hjómsveitin Músakk frumflutti lagið Breiðablik sem Kópavogsbúinn Hinni Rasmus samdi árið 1966. Sonur hans Tómas samdi textann ásamt föður sínum. Þetta lag hefur aldrei komið fyrir almenningssjónir áður en í bígerð er að gefa það út á diski. Mynd: HVH.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks, kom og spjallaði við hópinn. Öllum var síðan boðið á leik Breiðabliks og Keflavíkur í Pepsí-deildinni en Blikar unnu þann leik 3:2.

Eftirtaldir einstaklingar fengu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til Breiðabliks á upphafsárum knattspyrnunnar í Kópavogi;  Baldur Sigurgeirsson, Dagbjartur Björnsson, Einar Magni Sigmundsson, Geir Magnússon, Grétar Kristjánsson, Guðmundur H. Jónsson, Guðmundur T. Magnússon, Guðmundur Vikar Einarsson, Gylfi Guðmundsson, Helgi Magnússon, Jakob Ólason, Jóhann H. Jónsson, Jóhannes Haraldsson, Jón Ingi Ragnarsson, Kristján Erlendsson, Logi Kristjánsson, Njáll Sigurjónsson, Ómar Guðmundsson, Ragnar Magnússon, Reynir Jónsson, Sigmundur Eiríksson, Sigurður Friðriksson, Sigurjón Hrólfsson, Sigvaldi Ragnarsson, Símon Ægir Gunnarsson, Sveinn V. Jónsson, Sveinn H. Skúlason, Sverrir Guðmundsson, Þorsteinn Karlsson, Þorsteinn Steingrímsson.

Aðstandendur látinna leikmanna tóku á móti viðurkenningum fyrir þessa leikmenn; Ármann J. Lárusson Árni Kristmundsson, Björgvin Guðmundsson, Daði Jónsson, Friðbjörn Guðmundsson, Gunnlaugur Sigurgeirsson, Hilmar Björnsson, Ingvi Guðmundsson, Júlíus Júlíusson, Ketill Högnason, Magnús Tryggvason.

Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningarskjal fyrri að ná þeim áfanga að leika 100 leiki með meistarflokki Breiðabliks; Bjarni Bjarnason, Daði Jónsson, Grétar Kristjánsson, Guðmundur H. Jónsson, Guðmundur Þórðarsson, Haraldur Erlendsson, Heiðar Breiðfjörð, Helgi Helgason, Jón Ingi Ragnarsson, Júlíus Júlíusson, Sigmundur Eiríksson.

Haraldur Erlendsson, Helgi "Basli" Helgason og Guðmundur Þórðarson fengu viðurkenningu fyrir 100 leikja áfanga. Mynd: HVH. blikar.is
Haraldur Erlendsson, Helgi „Basli“ Helgason og Guðmundur Þórðarson fengu viðurkenningu fyrir 100 leikja áfanga. Mynd: HVH. blikar.is

-www.blikar.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar