Eldri borgarar í Kópavogi

Ásta Kristín Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi. Hún skipar 2. sæti á lista VG í Kópavogi.

Í Kópavogi eru þrjár félagsmiðstöðvar sem reka öflugt félagsstarf eldri borgara. Tvær dagþjálfanir fyrir eldri borgara og ein dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Félagsþjónusta Kópavogs þar sem hægt er að fá aðstoð við heimilishald, heimsendan mat, félagslegan stuðning og hvatningu, aðstoð við innkaup og ráðgjöf frá félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rekur svo heimahjúkrun og endurhæfingarteymi í heimahúsi í Kraganum.

Samfella í stuðningi milli kerfa

Við viljum að eldra fólk geti búið heima eins lengi og það vill og getur. Notendur ættu að geta leitað að þjónustu á einum stað. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu er einn grunnur þess að stuðningur inn á heimili aldraðra gangi vel fyrir sig. Einnig verður þverfagleg samvinna meiri og gæði stuðnings meiri. Mikilvægt er að dagþjálfanir anni eftirspurn plássa en oft eru biðlistar langir. Félagsleg samvera, hreyfing og reglulegar máltíðir skipta miklu fyrir alla, því ber að auðvelda fólki sem það vill að komast að í dagþjálfun. Mikilvægt er einnig að mæta fólki þar sem það er statt, því væri mikill hagur í því að dagþjálfanir væru opnar lengur en nú er, en flestar dagþjálfanir eru opnar virka daga milli 8-16, það hentar ekki öllum sem myndu vilja sækja þær.

Sýn Vinstri grænna á samþættingu stuðningskerfa

VG vilja sjá sameiningu félagslegrar þjónustu og heimahjúkrunar, að dagþjálfanir séu opnar milli 8-20 ásamt því að stórbæta aðstöðu fyrir hreyfingu eldri borgara. VG vilja vinna með eldri borgurum að nýjum hugmyndum svo hægt sé að mæta þeim á þeirra forsendum, eða eins og kemur fram í velferðarstefnu Vinstri grænna: „Mikilvægt er að ný hugsun í þjónustu við eldra fólk festi rætur og að hinn eðlilegi þjónustuvettvangur sé þar sem hinn aldraði kýs, en ekki á forsendum þjónustuaðila eða stofnana.“

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn