Eldri borgarar í Kópavogi

Ásta Kristín Guðmundsdóttir er félagsráðgjafi og formaður VG í Kópavogi. Hún skipar 2. sæti á lista VG í Kópavogi.

Í Kópavogi eru þrjár félagsmiðstöðvar sem reka öflugt félagsstarf eldri borgara. Tvær dagþjálfanir fyrir eldri borgara og ein dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. Félagsþjónusta Kópavogs þar sem hægt er að fá aðstoð við heimilishald, heimsendan mat, félagslegan stuðning og hvatningu, aðstoð við innkaup og ráðgjöf frá félagsráðgjafa og iðjuþjálfa. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rekur svo heimahjúkrun og endurhæfingarteymi í heimahúsi í Kraganum.

Samfella í stuðningi milli kerfa

Við viljum að eldra fólk geti búið heima eins lengi og það vill og getur. Notendur ættu að geta leitað að þjónustu á einum stað. Samþætting heimahjúkrunar og heimaþjónustu er einn grunnur þess að stuðningur inn á heimili aldraðra gangi vel fyrir sig. Einnig verður þverfagleg samvinna meiri og gæði stuðnings meiri. Mikilvægt er að dagþjálfanir anni eftirspurn plássa en oft eru biðlistar langir. Félagsleg samvera, hreyfing og reglulegar máltíðir skipta miklu fyrir alla, því ber að auðvelda fólki sem það vill að komast að í dagþjálfun. Mikilvægt er einnig að mæta fólki þar sem það er statt, því væri mikill hagur í því að dagþjálfanir væru opnar lengur en nú er, en flestar dagþjálfanir eru opnar virka daga milli 8-16, það hentar ekki öllum sem myndu vilja sækja þær.

Sýn Vinstri grænna á samþættingu stuðningskerfa

VG vilja sjá sameiningu félagslegrar þjónustu og heimahjúkrunar, að dagþjálfanir séu opnar milli 8-20 ásamt því að stórbæta aðstöðu fyrir hreyfingu eldri borgara. VG vilja vinna með eldri borgurum að nýjum hugmyndum svo hægt sé að mæta þeim á þeirra forsendum, eða eins og kemur fram í velferðarstefnu Vinstri grænna: „Mikilvægt er að ný hugsun í þjónustu við eldra fólk festi rætur og að hinn eðlilegi þjónustuvettvangur sé þar sem hinn aldraði kýs, en ekki á forsendum þjónustuaðila eða stofnana.“

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem