Elfar Árni Aðalsteinsson, sóknarmaður Breiðabliks, sem endurlífga þurfti á Kópavogsvelli í gær vegna slæms höfuðhöggs sem hann hlaut í leik gegn KR, er kominn heim til sín aftur eftir stutta legu á spítala. Hann segist þakklátur öllum þeim sem voru á vettvangi og fyrir aðhlynninguna sem hann fékk á Landspítalanum. Líklega sé þó tímabilið hjá honum á enda.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.