Sneiðmyndataka kom vel út hjá Elfari Árna

Vefmiðillinn 433.is greinir frá því að Elfar Árni, leikmaður Breiðabliks sem flytja þurfti í skyndingu á Landspítalann í dag við upphaf leiks gegn KR, hefur farið í sneiðmyndatöku þar sem í ljós kom að ekki hafði blætt inn á heila. Þá er Elfar með fulla meðvitund.

Elfar fékk þungt höfuðhögg í leik gegn KR í kvöld og mátti heyra saumnál detta á Kópavogsvelli meðan leikmenn, sjúkraþjálfarar og aðrir komu honum til hjálpar. Það var hinsvegar mikið lófaklapp þegar greint var frá því að hann væri með eðlilegan púls.

Yfirlýsing Breiðabliks:

Nú er lokið heilskanni á Elfari Árna Aðalsteinssyni, leikmanni Breiðabliks, sem fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins við KR á Kópavogsvelli í kvöld. Niðurstöðurnar lofa góðu þar sem allt virðist vera í lagi. Ekki liggur fyrir hvort hann þarf að dveljast á sjúkrahúsi í nótt.

Knattspyrnudeild Breiðabliks og leikmenn liðsins vilja þakka áhorfendum á leiknum í kvöld þann skilning sem þeir sýndu þeirri ákvörðun að fresta leiknum. Nýr leiktími verður ákveðinn af Knattspyrnusambandinu og verður frítt inn á þann leik.
Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks

 

Breiðablik

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem