Sneiðmyndataka kom vel út hjá Elfari Árna

Vefmiðillinn 433.is greinir frá því að Elfar Árni, leikmaður Breiðabliks sem flytja þurfti í skyndingu á Landspítalann í dag við upphaf leiks gegn KR, hefur farið í sneiðmyndatöku þar sem í ljós kom að ekki hafði blætt inn á heila. Þá er Elfar með fulla meðvitund.

Elfar fékk þungt höfuðhögg í leik gegn KR í kvöld og mátti heyra saumnál detta á Kópavogsvelli meðan leikmenn, sjúkraþjálfarar og aðrir komu honum til hjálpar. Það var hinsvegar mikið lófaklapp þegar greint var frá því að hann væri með eðlilegan púls.

Yfirlýsing Breiðabliks:

Nú er lokið heilskanni á Elfari Árna Aðalsteinssyni, leikmanni Breiðabliks, sem fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins við KR á Kópavogsvelli í kvöld. Niðurstöðurnar lofa góðu þar sem allt virðist vera í lagi. Ekki liggur fyrir hvort hann þarf að dveljast á sjúkrahúsi í nótt.

Knattspyrnudeild Breiðabliks og leikmenn liðsins vilja þakka áhorfendum á leiknum í kvöld þann skilning sem þeir sýndu þeirri ákvörðun að fresta leiknum. Nýr leiktími verður ákveðinn af Knattspyrnusambandinu og verður frítt inn á þann leik.
Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks

 

Breiðablik

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn