Sneiðmyndataka kom vel út hjá Elfari Árna

Vefmiðillinn 433.is greinir frá því að Elfar Árni, leikmaður Breiðabliks sem flytja þurfti í skyndingu á Landspítalann í dag við upphaf leiks gegn KR, hefur farið í sneiðmyndatöku þar sem í ljós kom að ekki hafði blætt inn á heila. Þá er Elfar með fulla meðvitund.

Elfar fékk þungt höfuðhögg í leik gegn KR í kvöld og mátti heyra saumnál detta á Kópavogsvelli meðan leikmenn, sjúkraþjálfarar og aðrir komu honum til hjálpar. Það var hinsvegar mikið lófaklapp þegar greint var frá því að hann væri með eðlilegan púls.

Yfirlýsing Breiðabliks:

Nú er lokið heilskanni á Elfari Árna Aðalsteinssyni, leikmanni Breiðabliks, sem fékk þungt höfuðhögg í leik liðsins við KR á Kópavogsvelli í kvöld. Niðurstöðurnar lofa góðu þar sem allt virðist vera í lagi. Ekki liggur fyrir hvort hann þarf að dveljast á sjúkrahúsi í nótt.

Knattspyrnudeild Breiðabliks og leikmenn liðsins vilja þakka áhorfendum á leiknum í kvöld þann skilning sem þeir sýndu þeirri ákvörðun að fresta leiknum. Nýr leiktími verður ákveðinn af Knattspyrnusambandinu og verður frítt inn á þann leik.
Borghildur Sigurðardóttir, formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks

 

Breiðablik

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kopavogur_2
björtframtidkopavogur
Ólafur Þór Gunnarsson
ÍK hlaupið
Menningarstyrkir2017
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
soffiakarlsdottir_2-002
Kristinn Dagur
Orri