Lífgunartilraunir á Kópavogsvelli. Elfar Árni, leikmaður Breiðabliks, fluttur á Landspítala.


Þögn sló á áhorfendur á leik Breiðabliks og KR í kvöld þegar, eftir aðeins fjögurra mínútna leik, að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, lá óvígur á vellinum eftir samstuð við leikmann KR. Eftir lífgunaraðgerðir á vellinum var látið vita að Elfar Árni væri kominn með eðlilegan púls. Elfar var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Leikmenn voru kallaðir af velli þegar atvikið gerðist og var ákveðið að fresta leiknum. Áhorfendum og fjölmiðlamönnum var mjög brugðið og sló þögn áhorfendur þegar atvikið gerðist.

Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks.  Mynd: mbl.is/ Eggert Jóhannesson.

Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks.
Mynd: mbl.is/ Eggert Jóhannesson.

-www.mbl.is