Þögn sló á áhorfendur á leik Breiðabliks og KR í kvöld þegar, eftir aðeins fjögurra mínútna leik, að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, lá óvígur á vellinum eftir samstuð við leikmann KR. Eftir lífgunaraðgerðir á vellinum var látið vita að Elfar Árni væri kominn með eðlilegan púls. Elfar var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann. Leikmenn voru kallaðir af velli þegar atvikið gerðist og var ákveðið að fresta leiknum. Áhorfendum og fjölmiðlamönnum var mjög brugðið og sló þögn áhorfendur þegar atvikið gerðist.
-www.mbl.is