Elfar Tjörvi nýr formaður Blikaklúbbsins

Elfar Tjörvi Steinason, núverandi formaður Blikaklúbbsins og Andrés Pétursson, fráfarandi formaður.
Elfar Tjörvi Steinason, núverandi formaður Blikaklúbbsins og Andrés Pétursson, fráfarandi formaður.

Aðalfundur Blikaklúbbsins var haldinn í nýju stúkunni á Kópavogsvelli miðvikudaginn 9. apríl. Þar bar helst til tíðinda að skipt var um formann í klúbbnum. Andrés Pétursson, sem hefur verið formaður klúbbsins undanfarin 16 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var kosinn formaður Elfar Tjörfi Steinason.

Sérstakir gestir fundarins voru leikmenn meistaraflokks karla og kvenna. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna sögðu þær Fjolla Shalla og Ragna Einarsdóttir frá vel heppnaðri æfingaferð til Spánar. Þær kváðust bjartsýnar á góðan árangur Blikaliðsins enda lofaðu úrslit í leikjum vetrarins góðu. Einnig talaði Hlynur Eiríksson þjálfari og sagði frá upbyggingu undanarinna ára. Meðalaldur liðsins væri að vísu lágur en gæði leikmanna mikil.

Guðjón Pétur Lýðsson og Gísli Eyjólfsson leikmenn meistaraflokks karla sögðu frá undirbúningingi og væntingum fyrir komandi tímabil. Æfingar hafa verið mjög stífar sem munu vonandi skila sér í góðum árangri á tímabilinu. Fjölmargar spurningar komu frá fundarmönnum og var þeim öllum greiðlega svarað.

Andrés Pétursson formaður Blikaklúbbsins til sextán ára baðst undan endurkjöri, en einnig gáfu Íris, Friðjón, Ingibjörg og Jóhannes ekki kost á sér til endurkjörs, en auk þess hafði Björn Hilmarsson gjaldkeri til margra ára látið af störfum á árinu og flutt til Ólafsvíkur.

Ný stjórn var kjörin og hana skipa: Elvar Tjörfi Steinason formaður, Andrés Pétursson, Ólafur Ásgeir Jónsson, Friðjón Hermannsson, Hlífar Sigurbjörn Rúnarsson, Ólafur Sigtryggsson, Birgir Ólafsson, Böðvar Bjarki Pétursson og  Örn Örlygsson.

Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks kvaddi sér hljóðs og þakkaði Andrési fyrir mikið og frábært starf fyrir Blikaklúbbinn og tóku fundarmenn undir með lófaklappi.

-www.blikar.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Jóhannes Birgir Jensson
file-3
Unknown-1
Leikfélag Kópavogs
cycle
teamgym
Sinnum2-1
Menningarhús Kópavogs
Agnar Már Brynjarsson