Elfar Tjörvi nýr formaður Blikaklúbbsins

Elfar Tjörvi Steinason, núverandi formaður Blikaklúbbsins og Andrés Pétursson, fráfarandi formaður.
Elfar Tjörvi Steinason, núverandi formaður Blikaklúbbsins og Andrés Pétursson, fráfarandi formaður.

Aðalfundur Blikaklúbbsins var haldinn í nýju stúkunni á Kópavogsvelli miðvikudaginn 9. apríl. Þar bar helst til tíðinda að skipt var um formann í klúbbnum. Andrés Pétursson, sem hefur verið formaður klúbbsins undanfarin 16 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var kosinn formaður Elfar Tjörfi Steinason.

Sérstakir gestir fundarins voru leikmenn meistaraflokks karla og kvenna. Fyrir hönd meistaraflokks kvenna sögðu þær Fjolla Shalla og Ragna Einarsdóttir frá vel heppnaðri æfingaferð til Spánar. Þær kváðust bjartsýnar á góðan árangur Blikaliðsins enda lofaðu úrslit í leikjum vetrarins góðu. Einnig talaði Hlynur Eiríksson þjálfari og sagði frá upbyggingu undanarinna ára. Meðalaldur liðsins væri að vísu lágur en gæði leikmanna mikil.

Guðjón Pétur Lýðsson og Gísli Eyjólfsson leikmenn meistaraflokks karla sögðu frá undirbúningingi og væntingum fyrir komandi tímabil. Æfingar hafa verið mjög stífar sem munu vonandi skila sér í góðum árangri á tímabilinu. Fjölmargar spurningar komu frá fundarmönnum og var þeim öllum greiðlega svarað.

Andrés Pétursson formaður Blikaklúbbsins til sextán ára baðst undan endurkjöri, en einnig gáfu Íris, Friðjón, Ingibjörg og Jóhannes ekki kost á sér til endurkjörs, en auk þess hafði Björn Hilmarsson gjaldkeri til margra ára látið af störfum á árinu og flutt til Ólafsvíkur.

Ný stjórn var kjörin og hana skipa: Elvar Tjörfi Steinason formaður, Andrés Pétursson, Ólafur Ásgeir Jónsson, Friðjón Hermannsson, Hlífar Sigurbjörn Rúnarsson, Ólafur Sigtryggsson, Birgir Ólafsson, Böðvar Bjarki Pétursson og  Örn Örlygsson.

Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks kvaddi sér hljóðs og þakkaði Andrési fyrir mikið og frábært starf fyrir Blikaklúbbinn og tóku fundarmenn undir með lófaklappi.

-www.blikar.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér