• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Elfur Logadóttir: „Drullu mikið starf að vera bæjarfulltrúi i Kópavogi.“

Elfur Logadóttir: „Drullu mikið starf að vera bæjarfulltrúi i Kópavogi.“
ritstjorn
26/03/2014

Eldheitar umræður í bæjarstjórn um starfs- og launakjör bæjarfulltrúa.

Elfur Logadóttir, vara bæjarfulltrui Samfylkingar í bæjarstjórn Kópavogs.

Elfur Logadóttir, vara bæjarfulltrui Samfylkingar í bæjarstjórn Kópavogs.

„Afsakið orðbragðið, en það er drullu mikið starf að vera bæjarfulltrúi í Kópavogi,“ sagði Elfur Logadóttir, vara bæjarfulltrúi Samfylkingar, við upphaf máls síns á bæjarstjórnarfundi í gær þegar tillaga Ómars Stefánssonar um 100% starfshlutfall bæjarfulltrúa var til umræðu. Elfur flutti tilfinningaþrungna ræðu þar sem hún dró saman ábyrgðina sem lögð er á herðar bæjarfulltrúa, vinnuálag og tímann sem fer í að sinna þessu starfi fyrir bæjarbúa. Í ræðunni sagðist Elfur hafa mikinn metnað fyrir því að mæta undirbúin á fundi, en það taki mikla orku að fylgjast með öllum málum og setja sig inn í þau.

„Þetta er miklu meira en 27% starf. Fyrir utan að sinna pólitískum skyldum þarf að fylgjast með listum, menningu, íþróttum og fleira. Fyrir vikið þá er ekki mikið eftir til að afla upplýsinga og setja sig inn í mál. Ég hef ekki alltaf náð að lesa allt en ég kem aldrei óundirbúinn á fundi. Það á enginn bæjarfulltrúi að vera settur í þá stöðu að vera illa undirbúinn eða óundirbúinn fyrir fundi,“ sagði Elfur sem bætti því við að oft sé boðað til funda með einungis sólarhrings fyrirvara og þarf þá að reiða sig á upplýsingar embættismanna til að setja sig inn í mál.

„Ég kveinka mér ekki undan andvökunætum að lesa gögn sem varða sveitarfélagið mitt. En ég geri mér fyllilega grein fyrir að það sé fáranlegt að halda að starf bæjarfulltrúa í Kópavogi sé bara 27% starf,“ sagði Elfur á bæjarastjórnarfundi í gær og bætti því við að tækifærið til að gera þetta væri núna því ljóst væri að mikil endurnýjun myndi eiga sér stað eftir næstu kosningar og því væru núverandi bæjarfulltrúar ekki að hygla sjálfum sér. „Ef við ætlum að hafa gott fólk til að sinna starfinu sínu vel þá þýðir það hærri laun og hærra starfshlutfall,“ sagði Elfur.

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins

Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tók undir þetta og sagði þetta mál hafa hafist í nefndinni Betri bragur, sem hún og Pétur Ólafsson, Samfylkingu, hefðu átt sæti í. Markmiðið hafi verið að bæta vinnuna í bæjarstjórn. Umræðan í bæjarstjórn hafi hins vegar farið á hvolf. 27% starfsskylda af þingfarakaupi hafi verið neyðarúrræði til að útskýra laun bæjarfulltrúa í Kópavogi. „Við þurfum einhverntímann að hafa hugrekki til að horfast í augu við bæjarbúa og spyrja: „Hvað finnst ykkur vera í lagi að við vinnum mikið fyrir ykkur?“ Ég þarf að vera tilbúin við símann ef bæjarbúar, starfsmenn, forstöðumenn og fleiri þurfa á mér að halda og ég geri það auðvitað. En gerir fólk sér almennt grein fyrir hvað þetta er mikil vinna? Til að ég vinni þetta nægilega vel þá tek ég tímann frá annarri vinnu eða fjölskyldu,“ sagði Karen sem lagði það til að óháður aðili yrði fenginn til að meta starfskjör bæjarfulltrúa.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, kvaddi sér hljóðs og sagðist vera andvígur því að bæjarfulltrúar væru að ákveða sjálfir launin sín. Betra væri ef launakjör bæjarfulltrúa væru ákveðin af öðrum, til dæmis hjá Samtökum sveitarfélaga. „Það var einfaldari heimur þegar ég byrjaði í pólitík. Skólamál og málefni fatlaðra eru tiltölulega flóknir, viðkvæmir og mikilvægir málaflokkar,“ sagði Ármann og bætti því við að það væru kjaradeilur í landinu núna og samningar framundan. Því vildi hann setja spurningamerki við tímasetningu tillögunnar núna. „Ég minni á það að þegar við lækkuðum okkur sjálf í launum gagnvart þingfarakaupinu, og fórum síðan aftur upp í það, þá var það túlkað algjörlega okkur í óhag. Síðan kom fréttin í dag um 270% launahækkun. Það finnst fjölmiðlum spennandi,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

Tillögu Ómars var vísað til forsætisnefndar Kópavogs.

Efnisorð
Fréttir
26/03/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.