Elísabet sækist eftir 3. sæti

Elísabet Sveinsdóttir.

Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri gefur kost á sér í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hennar hjartans mál er almenn velferð íbúa bæjarins með áherslu á styrka fjármálastjórn, að því er segir í tilkynningu sem er svohljóðandi:

„Grunnurinn að heilbrigðu bæjarfélagi er styrk fjármálastjórn eða 0% sóun fjármála því þannig er hægt að gera svo margt annað sem eykur velferð og velsæld íbúa – sem á alltaf að vera #1. Mig dreymir sömuleiðis um að umhverfis- og sjálfbærni mál verði sett af einhverri alvöru á dagskrá, það er ekki eftir neinu að bíða“.

Elísabet hefur búið í Kópavogi, ásamt eiginmanni sínum Aðalsteini Jónssyni, íþróttakennara og þjálfara, í 30 ár. Þau eiga þrjá syni, Arnór Svein, Bjarka og Einar Braga sem búa sömuleiðis í Kópavogi og hafa tekið þátt í öflugu íþróttalífi bæjarins frá blautu barnsbeini með mjög góðum árangri. Árið 2008 stofnaði Elísabet, ásamt vinkonum sínum Á allra vörum og hafa þær safnað upp undir einum milljarði króna til hinna ýmsu velferðarmála. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,