Elísabet sækist eftir 3. sæti

Elísabet Sveinsdóttir.

Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri gefur kost á sér í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hennar hjartans mál er almenn velferð íbúa bæjarins með áherslu á styrka fjármálastjórn, að því er segir í tilkynningu sem er svohljóðandi:

„Grunnurinn að heilbrigðu bæjarfélagi er styrk fjármálastjórn eða 0% sóun fjármála því þannig er hægt að gera svo margt annað sem eykur velferð og velsæld íbúa – sem á alltaf að vera #1. Mig dreymir sömuleiðis um að umhverfis- og sjálfbærni mál verði sett af einhverri alvöru á dagskrá, það er ekki eftir neinu að bíða“.

Elísabet hefur búið í Kópavogi, ásamt eiginmanni sínum Aðalsteini Jónssyni, íþróttakennara og þjálfara, í 30 ár. Þau eiga þrjá syni, Arnór Svein, Bjarka og Einar Braga sem búa sömuleiðis í Kópavogi og hafa tekið þátt í öflugu íþróttalífi bæjarins frá blautu barnsbeini með mjög góðum árangri. Árið 2008 stofnaði Elísabet, ásamt vinkonum sínum Á allra vörum og hafa þær safnað upp undir einum milljarði króna til hinna ýmsu velferðarmála. 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn