Elísabet sækist eftir 3. sæti

Elísabet Sveinsdóttir.

Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri gefur kost á sér í 3. sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hennar hjartans mál er almenn velferð íbúa bæjarins með áherslu á styrka fjármálastjórn, að því er segir í tilkynningu sem er svohljóðandi:

„Grunnurinn að heilbrigðu bæjarfélagi er styrk fjármálastjórn eða 0% sóun fjármála því þannig er hægt að gera svo margt annað sem eykur velferð og velsæld íbúa – sem á alltaf að vera #1. Mig dreymir sömuleiðis um að umhverfis- og sjálfbærni mál verði sett af einhverri alvöru á dagskrá, það er ekki eftir neinu að bíða“.

Elísabet hefur búið í Kópavogi, ásamt eiginmanni sínum Aðalsteini Jónssyni, íþróttakennara og þjálfara, í 30 ár. Þau eiga þrjá syni, Arnór Svein, Bjarka og Einar Braga sem búa sömuleiðis í Kópavogi og hafa tekið þátt í öflugu íþróttalífi bæjarins frá blautu barnsbeini með mjög góðum árangri. Árið 2008 stofnaði Elísabet, ásamt vinkonum sínum Á allra vörum og hafa þær safnað upp undir einum milljarði króna til hinna ýmsu velferðarmála. 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar