Þessar flottu myndir voru teknar af skólasetningu Álfhólsskóla á dögunum þar sem elstu nemendur úr 10. bekk færðu þeim yngstu í 1. bekk, sem eru að hefja skólagönguna, rósir í tilefni dagsins.
Þessar flottu myndir voru teknar af skólasetningu Álfhólsskóla á dögunum þar sem elstu nemendur úr 10. bekk færðu þeim yngstu í 1. bekk, sem eru að hefja skólagönguna, rósir í tilefni dagsins.
Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi
„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á
Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi
Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi
Heildarlisti Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor hefur verið birtur. Þessir skipa listann: Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi Magrét Júlia Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og varabæjarfulltrúi Sigríður Gísladóttir, dýralæknir Arnþór Sigurðsson, forritari og varabæjarfulltrúi Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi Gisli Baldvinsson, náms-og starfsráðgjafi og nemi Hreggviður Norðdahl, jarðfræðingur Hulda Margrét Erlingsdóttir, nemi Helgi […]
Kópavogsbúar eru afskaplega stoltir af því mikla og öfluga íþróttastarfi sem unnið er í bænum. Mikilvægt er að bæjaryfirvöld haldi áfram að styðja við hið öfluga starf hjá íþróttafélögunum í Kópavogi. Enda er það margsannað að íþróttir eru besta forvörn sem til er gegn óheilbrigðu líferni og ýmsum lífsstílsjúkdómum sem hrjá nútímamanninn. Björt framtíð mun […]
Hugmyndin um samfélagsbanka skaut nýlega upp kollinum þegar Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði til að Landsbankinn yrði rekinn sem slíkur. Bankinn yrði þá í eigu ríkisins sem myndi skila lágmarks arðsemi og væri leiðandi í því að halda vaxtamun og bankakostnaði niðri. Stjórnmálaflokkurinn Dögun hefur haft samfélagsbanka á stefnuskrá sinni þar sem áhersla er lögð […]
Viðreisn er ungur flokkur sem setur almannahagsmuni í öndvegi og hefur þor til að breyta hvar sem honum sýnist það geta orðið til framfara. Við höfum sýnt það í verki í störfum okkar í ríkisstjórninni og við sýnum það í öllum okkar pólitísku áherslum. Við viljum breyta úreltum kerfum og færa þau til nútímans. Við […]
Þessi mynd er tekin annað hvort á sumardaginn fyrsta eða 17. júní, mögulega árið 1959. Hver er ljósmyndarinn, hverjir eru á myndinni og hvar er hún tekin? Allar upplýsingar eru vel þegnar, hafa má samband við Héraðsskjalasafn Kópavogs, gunnarmh@kopavogur.is, í síma 544 4711 eða með heimsókn í safnið á Digranesvegi 7 (gamla pósthúsinu).
Baugakór er gata ársins í Kópavogi. Valið var kynnt þegar umhverfisviðurkenningar umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar voru afhentar í Salnum fimmtudaginn 27. ágúst. Hjördís Ýr Johnson formaður umhverfis- og samgöngunefndar flutti ávarp og afhenti viðurkenningarnar ásamt Margréti Friðriksdóttur forseta bæjarstjórnar og Theodóru S. Þorsteinsdóttur formanni bæjarráðs. Þá var haldið í vettvangsferð á slóðir verðlaunahafa, hús og […]
Skólahald hefst á ný í Kársnesskóla mánudaginn 22. nóvember 2021, en kennsla féll niður síðastliðinn föstudag vegna fjölda smita auk þess sem skipulagsdagur var í skólanum á fimmtudag. Foreldrar barna í Kársnesskóla fengu tilmæli síðastliðinn fimmtudag um að fara með börn í skimun nú um helgina til þess að gæta fyllsta öryggis. Þetta fjögurra daga […]
Ásdís Kristjánsdóttir gefur kost á sér í 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi í prófkjöri sem fram fer 12. mars. Yfirlýsing Ásdísar er svohljóðandi: „Kópavogur er í fremstu röð sveitarfélaga á Íslandi. Mig langar til að leggja mitt af mörkum til að tryggja að svo verði áfram, með því að leggja áherslu á traustan fjárhag, framúrskarandi […]
Leifur Breiðfjörð sýnir ný málverk og vatnslitamyndir sem hann hefur unnið á allra síðustu árum í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum, um helgina. Einnig er á sýningunni sérstök myndröð, 17 vatnslita og pastelmynda, sem byggðar eru á efni Opinberunarbókarinnar, myndir sem á vissan hátt tengjast steindum glugga á vesturhlið Hallgrímskirkju sem Leifur gerði árið 1999, meðal annars […]
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.