Emin Kadri Eminsson Hnefaleikamaður ársins 2018

Emin er 16 ára og hefur æft hnefaleika síðan hann var barn hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Emin verið að gera það gríðarlega gott í hnefaleikum erlendis og innanlands. Hann hefur sýnt það á árinu að hann sé einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins.

Emin byrjaði árið á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokk og var valinn besti hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins 2018. Í maí tók Emin þátt fyrir hönd Íslands á Boxam á Spáni sem er gríðarlega sterkt alþjóðamót þar sem 12 þjóðir tóku þátt og tryggði Emin Íslandi gullverðlaun þegar hann sigraði Spán í úrslitum. Emin er því fyrsti Íslendingurinn sem sigrar alþjóðamót í hnefaleikum. Í september tók Emin Kadri þátt á Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót. Þar keppti hann á móti Írlandi í undanúrslitum og sigraði unglingameistarann frá Lettlandi í úrslitum. Emin sigraði Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti HFK í nóvember og tveimur vikum síðar tók hann þátt á gríðarlega sterku alþjóðamóti Riga Open í Lettlandi. Emin sigraði Lettland í fyrsta bardaga en tapaði móti Litháen í undanúrslitum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar