Emin Kadri Eminsson Hnefaleikamaður ársins 2018

Emin er 16 ára og hefur æft hnefaleika síðan hann var barn hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Emin verið að gera það gríðarlega gott í hnefaleikum erlendis og innanlands. Hann hefur sýnt það á árinu að hann sé einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins.

Emin byrjaði árið á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokk og var valinn besti hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins 2018. Í maí tók Emin þátt fyrir hönd Íslands á Boxam á Spáni sem er gríðarlega sterkt alþjóðamót þar sem 12 þjóðir tóku þátt og tryggði Emin Íslandi gullverðlaun þegar hann sigraði Spán í úrslitum. Emin er því fyrsti Íslendingurinn sem sigrar alþjóðamót í hnefaleikum. Í september tók Emin Kadri þátt á Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót. Þar keppti hann á móti Írlandi í undanúrslitum og sigraði unglingameistarann frá Lettlandi í úrslitum. Emin sigraði Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti HFK í nóvember og tveimur vikum síðar tók hann þátt á gríðarlega sterku alþjóðamóti Riga Open í Lettlandi. Emin sigraði Lettland í fyrsta bardaga en tapaði móti Litháen í undanúrslitum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Ársreikningur staðfestur

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti ársreikning ársins 2024 á fundi sínum 13.maí að lokinni síðari umræðu um ársreikninginn. Ársreikningurinn var lagður fram í bæjarráði Kópavogs fimmtudaginn 10.apríl og vísað til fyrri umræðu í