Emin Kadri Eminsson Hnefaleikamaður ársins 2018

Emin er 16 ára og hefur æft hnefaleika síðan hann var barn hjá Hnefaleikafélagi Kópavogs. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Emin verið að gera það gríðarlega gott í hnefaleikum erlendis og innanlands. Hann hefur sýnt það á árinu að hann sé einn efnilegasti og virkasti hnefaleikamaður landsins.

Emin byrjaði árið á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í sínum flokk og var valinn besti hnefaleikamaður Íslandsmeistaramótsins 2018. Í maí tók Emin þátt fyrir hönd Íslands á Boxam á Spáni sem er gríðarlega sterkt alþjóðamót þar sem 12 þjóðir tóku þátt og tryggði Emin Íslandi gullverðlaun þegar hann sigraði Spán í úrslitum. Emin er því fyrsti Íslendingurinn sem sigrar alþjóðamót í hnefaleikum. Í september tók Emin Kadri þátt á Olaine Cup í Lettlandi sem er einnig alþjóðlegt mót. Þar keppti hann á móti Írlandi í undanúrslitum og sigraði unglingameistarann frá Lettlandi í úrslitum. Emin sigraði Englending frá Romford BC á hnefaleikamóti HFK í nóvember og tveimur vikum síðar tók hann þátt á gríðarlega sterku alþjóðamóti Riga Open í Lettlandi. Emin sigraði Lettland í fyrsta bardaga en tapaði móti Litháen í undanúrslitum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Sólstöðuhátíð leikskólanna Núps og Dals.
photo[5]
Ómar Stefánsson
IMG_2428
248328_113320075421433_4498009_n
Ormadagar
Kópasteinn
Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir
tonskald