Endanlegur úrskurður Hæstarréttar: Sýslumanninum í Kópavogi ber að færa heiti dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem eiganda í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda.

Hæstiréttur hefur snúið við dómi héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun nóvember er varðar þinglýsingar á Vatsenda og úrskurðað að dánarbú Sigurðar Hjaltested sé þinglýstur eigandi Vatnsenda en ekki Þorsteinn Hjaltested. Sýslumanninum í Kópavogi beri því að færa heiti dánarbús Sigurðar Hjaltested sem eiganda í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda.  Dómurinn er endanlegur.

Vatnsendi.
Nú liggur fyrir endanlegur úrskurður Hæstarréttar um þinglýsingu á Vatnsenda.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur sagt að Kópavogsbær hafi ekki brotið neina samninga og að bærinn hafi verið í góðri trú.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

-Hver er vilji Kópavogsbæjar í þessu máli og hvar stendur hann? Eiga erfingjar að dánarbúi Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested kröfu á Kópavogsbæ?

„Eins og ég kom inn á hér að framan þá hefur bærinn ekki brotið neina samninga. Hvað varðar deilur erfingja, þá voru viðskipti bæjarins á sínum tíma við þinglýstan eiganda og var Kópavogsbær þar í góðri trú,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, í samtali við Kópavogsfréttir í haust.

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir málinu ekki lokið.

„Málinu virðist hvergi nærri lokið, það á í raun ennþá eftir að úthluta verðmætum úr dánarbúinu til lögerfingja. Lengi hefur staðið ágreiningur um eignarhald á Vatnenda en ég leyfi mér að halda því til haga að bæjarfulltrúar

Samfylkingarinnar mótmæltu eignarnámi bæjarins á öllum stigum málsins. Meðal annars vegna þess að eignarhald á jörðinni hefur alltaf verið í besta falli óljóst og þar með gæti bærinn fengið á sig háar skaðabótakröfur með eignarnáminu,“ segir Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.
Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem