Endanlegur úrskurður Hæstarréttar: Sýslumanninum í Kópavogi ber að færa heiti dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem eiganda í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda.

Hæstiréttur hefur snúið við dómi héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun nóvember er varðar þinglýsingar á Vatsenda og úrskurðað að dánarbú Sigurðar Hjaltested sé þinglýstur eigandi Vatnsenda en ekki Þorsteinn Hjaltested. Sýslumanninum í Kópavogi beri því að færa heiti dánarbús Sigurðar Hjaltested sem eiganda í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda.  Dómurinn er endanlegur.

Vatnsendi.
Nú liggur fyrir endanlegur úrskurður Hæstarréttar um þinglýsingu á Vatnsenda.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur sagt að Kópavogsbær hafi ekki brotið neina samninga og að bærinn hafi verið í góðri trú.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

-Hver er vilji Kópavogsbæjar í þessu máli og hvar stendur hann? Eiga erfingjar að dánarbúi Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested kröfu á Kópavogsbæ?

„Eins og ég kom inn á hér að framan þá hefur bærinn ekki brotið neina samninga. Hvað varðar deilur erfingja, þá voru viðskipti bæjarins á sínum tíma við þinglýstan eiganda og var Kópavogsbær þar í góðri trú,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, í samtali við Kópavogsfréttir í haust.

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir málinu ekki lokið.

„Málinu virðist hvergi nærri lokið, það á í raun ennþá eftir að úthluta verðmætum úr dánarbúinu til lögerfingja. Lengi hefur staðið ágreiningur um eignarhald á Vatnenda en ég leyfi mér að halda því til haga að bæjarfulltrúar

Samfylkingarinnar mótmæltu eignarnámi bæjarins á öllum stigum málsins. Meðal annars vegna þess að eignarhald á jörðinni hefur alltaf verið í besta falli óljóst og þar með gæti bærinn fengið á sig háar skaðabótakröfur með eignarnáminu,“ segir Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.
Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar