Endanlegur úrskurður Hæstarréttar: Sýslumanninum í Kópavogi ber að færa heiti dánarbús Sigurðar Kristjáns Lárussonar Hjaltested sem eiganda í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda.

Hæstiréttur hefur snúið við dómi héraðsdóms Reykjaness frá því í byrjun nóvember er varðar þinglýsingar á Vatsenda og úrskurðað að dánarbú Sigurðar Hjaltested sé þinglýstur eigandi Vatnsenda en ekki Þorsteinn Hjaltested. Sýslumanninum í Kópavogi beri því að færa heiti dánarbús Sigurðar Hjaltested sem eiganda í fasteignabók fyrir jörðina Vatnsenda.  Dómurinn er endanlegur.

Vatnsendi.
Nú liggur fyrir endanlegur úrskurður Hæstarréttar um þinglýsingu á Vatnsenda.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hefur sagt að Kópavogsbær hafi ekki brotið neina samninga og að bærinn hafi verið í góðri trú.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

-Hver er vilji Kópavogsbæjar í þessu máli og hvar stendur hann? Eiga erfingjar að dánarbúi Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested kröfu á Kópavogsbæ?

„Eins og ég kom inn á hér að framan þá hefur bærinn ekki brotið neina samninga. Hvað varðar deilur erfingja, þá voru viðskipti bæjarins á sínum tíma við þinglýstan eiganda og var Kópavogsbær þar í góðri trú,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, í samtali við Kópavogsfréttir í haust.

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, segir málinu ekki lokið.

„Málinu virðist hvergi nærri lokið, það á í raun ennþá eftir að úthluta verðmætum úr dánarbúinu til lögerfingja. Lengi hefur staðið ágreiningur um eignarhald á Vatnenda en ég leyfi mér að halda því til haga að bæjarfulltrúar

Samfylkingarinnar mótmæltu eignarnámi bæjarins á öllum stigum málsins. Meðal annars vegna þess að eignarhald á jörðinni hefur alltaf verið í besta falli óljóst og þar með gæti bærinn fengið á sig háar skaðabótakröfur með eignarnáminu,“ segir Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.

Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.
Pétur Ólafsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

WP_20140717_20_49_15_Pro
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttur, formaður bæjarráðs Kópavogs.
2013-09-18-1797
DSC02091
Ged-1
Helga Ástvaldsdóttir
image-43
Leifur Breiðfjörð
Samkór Kópavogs.