Endurbætt húsnæði fyrir fatlaða tekið í notkun

Dimmuhvarf í Kópavogi, heimili fyrir sex fatlaða einstaklinga, var nýverið tekið í notkun á nýjan leik eftir gagngerar endurbætur.  Endurbætt húsnæði var vígt formlega í dag við hátíðlega viðhöfn.

„Það er ánægjulegt hversu vel hefur tekist til með breytingar á húsnæðinu sem fellur nú betur að þörfum íbúa en áður. Kópavogsbær hefur lagt sig fram um að sinna vel málefnum fatlaðra frá yfirtöku málaflokksins,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við tækifærið.

Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs, Karen Halldórsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Kjartan Ólafsson forstöðumaður Dimmuhvarfs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra, Sverrir Óskarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar.
Aðalsteinn Sigfússon, sviðsstjóri velferðarsviðs, Karen Halldórsdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, Kjartan Ólafsson forstöðumaður Dimmuhvarfs, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Guðlaug Ósk Gísladóttir, yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra, Sverrir Óskarsson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar.

Dimmuhvarf kom í hlut bæjarins við yfirtöku málefna fatlaðra frá ríkinu árið 2011 en var í slæmu ásigkomulagi. Við endurbætur var skipt um allt hitakerfi, gólfefni, loftklæðningar og innréttingar. Skipulagi íbúða var breytt þannig að betur var gætt að sjálfstæði íbúanna en sameiginlegt rými var minnkað.

Kópavogsbær tók við málefnum fatlaðs fólks af ríkinu í ársbyrjun 2011. Þá lá fyrir biðlisti 40 einstaklinga eftir húsnæði með sértækri þjónustu. Bæjarfélagið hóf strax vinnu við að tryggja nauðsynlegar úrbætur.  Þrír nýir þjónustukjarnar hafa verið teknir í notkun frá yfirfærslu. Þá eru framkvæmdir hafnar að byggingu fjögurra nýrra íbúða.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór