Engar gjaldskrárbreytingar í Kópavogi

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum í kvöld að gjaldskrár í skólum hækki ekki um áramót. Það þýðir að leikskóla- og matargjald verður óbreytt í leikskólum og matargjald verður óbreytt í grunnskólum. Verðskrá dægradvalar verður sömuleiðis óbreytt.

kopavogur_bordfani_CMYK_300dpi

Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að hækka ekki mat fyrir eldri borgara, heimilishjálp eða heimkeyrslu á mat til þeirra.

Markmiðið með ákvörðuninni er að draga úr verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum. „Bæjarstjórn hvetur sveitarfélög og aðra opinbera aðila til þess að falla einnig frá gjaldskrárhækkunum þannig að forða megi vísitöluhækkunum á gjaldskrám síðar á árinu,“ segir í bókun bæjarstjórnar Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér