Engar gjaldskrárbreytingar í Kópavogi

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á fundi sínum í kvöld að gjaldskrár í skólum hækki ekki um áramót. Það þýðir að leikskóla- og matargjald verður óbreytt í leikskólum og matargjald verður óbreytt í grunnskólum. Verðskrá dægradvalar verður sömuleiðis óbreytt.

kopavogur_bordfani_CMYK_300dpi

Bæjarstjórn samþykkti jafnframt að hækka ekki mat fyrir eldri borgara, heimilishjálp eða heimkeyrslu á mat til þeirra.

Markmiðið með ákvörðuninni er að draga úr verðbólgu og liðka til fyrir komandi kjarasamningum. „Bæjarstjórn hvetur sveitarfélög og aðra opinbera aðila til þess að falla einnig frá gjaldskrárhækkunum þannig að forða megi vísitöluhækkunum á gjaldskrám síðar á árinu,“ segir í bókun bæjarstjórnar Kópavogs.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar