Formlegar viðræður Sjálfstæðisflokks við Framsóknarflokk um myndun meirihluta í bæjarstjón Kópavogs hafa enn ekki hafist. Búist var við því að oddvitar flokkannar, þeir Ármann Kr. Ólafsson og Birkir Jón Jónsson myndu hefja formlegar viðræður um málefnasamning flokkanna í dag, en af því varð ekki.
Samkvæmt heimildum Kópavogsfrétta munu Sjálfstæðismenn tilkynna á morgun við hvaða flokk þeir munu hefja formlegar viðræður við um myndun meirihluta – og að allt sé opið í þeim efnum, eins og það er orðað.