Spennandi hugmyndir fyrir Engihjalla

Íbúasamtök Engihjalla hafa verið í viðræðum við Kópavogsbæ um að lífga uppá Engihjalla og fegra umhverfið. Nýlega var fundur Íbúasamtakana með formanni skipulagsnefndar, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, starfsmönnum skipulagsins, arkitektum og Markaðsstofu Kópavogs.

Í dag standa Íbúasamtök Engihjalla fyrir íbúasamráði með fundi í Álfhólsskóla. Allir eru velkomnir á fundinn, líka þeir sem búa utan Engihjalla.

Fundurinn hefst klukkan 10:30. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri flytur ávarp, landslagshönnuðir kynna spennandi hugmyndir og fulltrúar frá skipulagsnefnd Kópavogs, þjónustuaðilum í Engihjalla og stjórn Engihjallasamtakanna sitja fyrir svörum í pallborði.

1 3 2

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn