Íbúasamtök Engihjalla hafa verið í viðræðum við Kópavogsbæ um að lífga uppá Engihjalla og fegra umhverfið. Nýlega var fundur Íbúasamtakana með formanni skipulagsnefndar, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, starfsmönnum skipulagsins, arkitektum og Markaðsstofu Kópavogs.
Í dag standa Íbúasamtök Engihjalla fyrir íbúasamráði með fundi í Álfhólsskóla. Allir eru velkomnir á fundinn, líka þeir sem búa utan Engihjalla.
Fundurinn hefst klukkan 10:30. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri flytur ávarp, landslagshönnuðir kynna spennandi hugmyndir og fulltrúar frá skipulagsnefnd Kópavogs, þjónustuaðilum í Engihjalla og stjórn Engihjallasamtakanna sitja fyrir svörum í pallborði.