Spennandi hugmyndir fyrir Engihjalla

Íbúasamtök Engihjalla hafa verið í viðræðum við Kópavogsbæ um að lífga uppá Engihjalla og fegra umhverfið. Nýlega var fundur Íbúasamtakana með formanni skipulagsnefndar, formanni umhverfis- og samgöngunefndar, starfsmönnum skipulagsins, arkitektum og Markaðsstofu Kópavogs.

Í dag standa Íbúasamtök Engihjalla fyrir íbúasamráði með fundi í Álfhólsskóla. Allir eru velkomnir á fundinn, líka þeir sem búa utan Engihjalla.

Fundurinn hefst klukkan 10:30. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri flytur ávarp, landslagshönnuðir kynna spennandi hugmyndir og fulltrúar frá skipulagsnefnd Kópavogs, þjónustuaðilum í Engihjalla og stjórn Engihjallasamtakanna sitja fyrir svörum í pallborði.

1 3 2

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar