• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Enginn í bæjarstjórn stendur vaktina í umhverfismálum í Kópavogi

Enginn í bæjarstjórn stendur vaktina í umhverfismálum í Kópavogi
ritstjorn
29/12/2018
Margrét Júlía Rafnsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í Kópavogi.

„Hver mun nú standa vaktina í umhverfismálum í Kópavogi“ spurði ég sjálfa mig á kosninganótt í vor þegar ljóst var að Vinstri græn náðu ekki inn manni í bæjarstjórn Kópavogs eftir að hafa verið með bæjarfulltrúa í 12 ár. Hver mun tryggja að umhverfisstefna bæjarins og vernd gegn loftslagsbreytingum verði ávallt höfð að leiðarljósi við ákvarðanir á næstu árum og þar með hagsmunir komandi kynslóða, þegar VG getur ekki lengi staðið vaktina í bæjarstjórn?

Nú er komið á daginn það sem ég óttaðist. Það er enginn sem stendur vaktina!

Loftslagsbreytingar eru helsta áskorun sem þjóðir heims standa frammi fyrir á komandi árum. Orkuskipti í samgöngum á Íslandi, frá jarðefnaeldsneyti yfir í rafmagn er mjög mikilvægur þáttur í að sporna gegn loftslagsbreytingum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Sveitarfélög gegna þar mikilvægu hlutverki.

Nýverið festi Kópavogsbær kaup á nýjum biðfreiðum fyrir starfsmenn sem vinna við heimaþjónustu. Fyrir valinu voru bílar sem knúnir eru bensíni. Þessir nýju bílar munu spúa kolefni út í andrúmsloftið næsta áratuginn að minnsta kosti og stuðla að loftslagsbreytingum. Nær hefði verið að festa kaup á rafbílum, sem svo væru hlaðnir að nóttu til. Rafbílar eru einnig mjög ódýrir í rekstri og því sparnaður til lengri tíma fyrir bæjarfélagið.

Á stefnuskrá VG fyrir kosningarnar í vor kom skýrt fram að einungis rafbílar yrðu fyrir valinu þegar kaupa þyrfti ökutæki og aðrar vélar fyrir Kópavogsbæ enda þyrfti Kópavogsbær að ganga á undan með góðu fordæmi. VG ætlaði einnig að aðstoða íbúa við að koma upp hleðslustöðvum við hýbýli sín og tryggja að einungis væru gerðir þjónustusamningar við aðila með umhverfisvæn ökutæki til að aka börnum í sund og aðrar ferðir á vegum skóla. Það er algjörlega óásættanlegt að enn séum við með díseldreka á skólalóðum, sem spúa útblæstri yfir börnin þegar þau fara inn og út úr skólabílunum og skaða þar með heilsu barnanna og valda loftslagsbreytingum, sem rýra möguleika þessara barna til framtíðar.

Sveitarfélög eins og Kópavogsbær, sem er næst stærsta sveitarfélag landsins, á að ganga á undan með góðu fordæmi þegar bærinn endurnýjar tæki sín og skipta út tækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í tæki sem ganga fyrir rafmagni. Jafnframt að gera þær kröfur á þjónustuaðila að gera slíkt hið sama.

Þar sem ég hef nú ekki lengur aðkomu að bæjarmálum í Kópavogi vil ég skora á bæjarbúa alla að standa vaktina, ekki síst foreldra barnanna í bænum okkar. Barnanna sem eiga að erfa landið og jörðina. Krefjist þess að Kópavogsbær vinni gegn loftslagsbreytingum með því að allir bílar í þjónustu bæjarins séu knúnir umhverfisvænum orkugjöfum.

EfnisorðMargrét Júlíaumræðanvinstri græn
Aðsent
29/12/2018
ritstjorn

EfnisorðMargrét Júlíaumræðanvinstri græn

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Sigvaldi býður sig fram í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir14/02/2022
  • Bergur Þorri sækist eftir 2. sæti hjá Sjálfstæðisflokknum
    Aðsent12/02/2022
  • Ásdís vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi
    Aðsent12/02/2022
  • Ómar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
    Fréttir02/02/2022
  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár
    Aðsent12/05/2022
  • Forræðishyggja í 100 skrefum
    Aðsent11/05/2022
  • Látum skynsemina ráða
    Aðsent11/05/2022
  • Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka
    Aðsent11/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.