Þrír af síðustu sex aðalvinningum sem dregnir hafa verið út á árinu hjá happdrætti DAS hafa komið á miða hjá Video-markaðnum í Hamraborg. Aðalvinningur þann 23. janúar að upphæð 2 milljónir var seldur í Video-markaðnum. Miðaeigandinn átti tvöfaldan miða og fékk því í sinn hlut 4 milljónir króna.
Svo skemmtilega vill til að 9. janúar s.l. fór annar af tveim aðalvinningum á miða sem seldur var í Video-markaðnum að upphæð 5 milljónir króna.
Miðinn var seldur í Smáralind en þar hefur Video-markaðurinn selt miða og kynnt aðalvinninga happdrættisársins.
Þess ber að geta að vinningar í Happdrætti DAS eru allir skattfrjálsir.