Fyrirtækið Ávextir gaf leikskólanum að Marbakka eplatré á dögunum. Tréð var gróðursett með aðstoð elstu barnanna. Börnin sýndu þessu mikinn áhuga og tóku leiðbeiningu Jóns Guðmundssonar, eplatrjáræktanda, að mikilli alvöru og vönduðu sig við verkin. Af þessu tilefni kom Stefán frá garðyrkjudeild Kópavogsbæjar og aðstoðaði börnin við að velja staðsetningu og við gróðursetinguna.
