Er búið að mynda nýjan meirihluta í Kópavogi?

Ásdís Helga óhannesdóttir, 3ja sæti á lista Næst besta flokksins í Kópavogi.
Ásdís Helga óhannesdóttir,  3ja sæti á lista Næst besta flokksins í Kópavogi.
Ásdís Helga óhannesdóttir, 3. sæti á lista Næst besta flokksins í Kópavogi.

Það bendir allt til þess að Björt framtíð í Kópavogi og Sjálfstæðisflokkurinn hafi komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta að kosningum loknum. Ekkert ber milli í málflutningi Ármanns Kr. og málefnafátækt Theódóru Þorsteinsdóttur oddvita Y-lista Bjartrar framtíðar; sem er reyndar ekki skrýtið. Theódóra var nefnilega send úr herbúðum Sjálfstæðismanna af Ármanni Kr. sjálfum rakleiðis inn í Atvinnu og þróunarráð undir forræði Rannveigar Ásgeirsdóttur Y-lista foringja. Heimanmundur Theódóru var gæluverkefnið Markaðsstofa Kópavogs sem er sjálfseignarfélag á vegum bæjarins með aðkomu fyrirtækja í Kópavogi. Sjálf situr Theódóra í stjórn markaðsstofunnar ásamt m.a. Sturlu Gunnari Eðvarðsyni framkvæmdastjóra Smáralindar sem er reyndar í 11. sæti á lista Bjartrar framtíðar. Nýlega splæsti Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og Markaðsstofa Kópavogs tæplega 2 milljónum úr bæjarsjóði í styrk til Smáralindar í svokallaðan „ferðamannavagn“ til að skutla ferðalöngum af skemmtiferðaskipunum frá Reykjavíkurhöfn inn í Smáralind. Hvers vegna Theódóra og Ármann ákváðu að styrkja þetta öfluga fyrirtæki í Kópavogi er auðvitað stór spurning. Svarið kann að liggja í þeirri staðreynd að framkvæmdastjóri Smárlindar situr í stjórn Markaðsstofu Kópavogs. Hver veit? Einhverjum kann að þykja þetta óeðlileg fyrirgreiðsla; verið sé að nýta sér aðstöðu í þágu sérhagsmuna, þar sem einu fyrirtæki er hyglað umfram önnur. En alveg örugglega ekki Ármanni Kr. og co. Vanaleg vinnubrögð á Sjálfstæðisflokksbænum. Sérhagsmunagæsla í sérflokki. Staða Markaðsstofu Kópavogs er býsna óljós innan stjórnsýslunnar og samkrullið við framboðslista Bjartrar framtíðar er ekki trúverðugt. Theódóra Þorsteinsdóttir er að vinna fyrir ákveðin fyrirtæki í bænum sem stjórnarmaður Markaðsstofu en ef hún ætlar sér að setjast í bæjarstjórn þarf hún að vinna fyrir alla í Kópavogi. Þetta tvennt fer einfaldlega ekki saman. Ég vil minna kjósendur í Kópavogi á að atkvæði greitt Bjartri framtíð er í raun atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum. Fyrir óbreyttu ástandi þar sem klíkuskapur og sérhagsmunagæsla eru í fyrirrúmi og skattgreiðendur munu blæða. Næstbestiflokkurinn, X-listinn, býður fram lista óvenjulegs fólks með ólíkar lífskoðanir og fjölbreytta lífsreynslu sem hefur engin bein hagsmunatengsl við fyrirtæki, félagasamtök í Kópavogi eða stjórnmálaflokka á landsvísu. Ykkar er valið ágætu Kópavogsbúar.

Ásdís Helga Jóhannesdóttir.

3. sæti á lista Næstbestaflokksins í Kópavogi

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar